Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Stjórnarforkólfar veruleikafirrtari en maður hélt
18.6.2009 | 00:47
Ef rétt reynist að þau vogi sér að ætlast til þess að Alþingismenn samþykki þetta kjaftæði óséð!
Þvílík endemis ófyrirleitni og heimska. Held að þingmenn sem greiða þessum samningi götu, án þess að fá tækifæri til að lesa hann gaumgæfilega með leiðsögn færustu lögspekinga, teldust óhikað þjóðhættulegir landráðamenn!
Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pál og Tryggva úr nefndinni?
12.6.2009 | 12:45
Nær væri að þeir ágætu menn hypjuðu sig ef þeirra réttsýni er ekki meiri en þetta.
Það er blátt áfram hlægilegt að menn sem telja sig lærða skuli ekki skynja veruleikann næmar en þetta.
Hvað er að því að rannsóknaraðili hafi myndað sér skoðun á viðfangsefninu eftir að hafa skoðað það?
Hvernig getur það valdið vanhæfi. Þar að auki hefur verið bent á að hér er ekki um dómstól að ræða!
Vildu Sigríði úr nefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tröllskapur og heimska
10.6.2009 | 12:40
Að halda ummæli, sem voru almenns eðlis og í sjálfu sér það sem er altalað í heiminum, geri konuna vanhæfa til áframhaldandi setu í nefndinni.
Öðru máli hefði gegnt ef þessi skoðun hennar hefði komið fram fyrir skipun í nefndina, þá mætti til sannsvegar færa að um óheppilega skipun hefði verið að ræða!
Brottvikning myndi trufla og tefja störf nefndarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |