Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
Bull er þetta!
25.3.2010 | 16:34
Leyfum þessu nú fyrst að verða að einhverju áður en nafn er ákveðið. Á eftir að koma í ljós hvort þetta verður eitthvað meira en smágígur.
Allir endalaust að fara fram úr sér í kringum þetta gos, maður hefur fylgst forviða með hvernig almannavarnarnefndir og önnur stjórnvöld hafa reynt að tala þetta gos upp og gera sem mest úr þeirri "vá" sem fylgir. Blessuð börnin á svæðinu vita ekki sitt rjúkandi ráð og búast við heimsendi!
Fellið gæti heitið Hrunafell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hagsmunaaðilar ..
24.3.2010 | 10:14
Eiga ekki og mega ekki vera ráðandi í störfum nefnda sem fjalla um og taka afstöðu til kerfa sem fjalla um þeirra sömu hagsmuni. Eðli máls samkvæmt geta þeir aldrei verð ráðandi í svona starfi, þótt sjálfsagt sé að hlusta á þeirra sjónarmið.
Sorglegt er hins vegar að sjá fulltrúa sjómanna gerast handbendi sinna atvinnurekenda með þeim hætti sem fram kemur , vekur grun um auðsveipni við húsbóndavaldið. Svipunni er sveiflað óspart ef þið hlýðið ekki strákar!
Mikið fagnaðarefni að skref skuli loks stigin til að vinda ofan af þessari kvótavitleysu, bent hefur verið á að s.k. fyrningarleið geti verið varasöm , þar sem með henni væri í raun verið að viðurkenna eignarrétt á aflaheimildunum.
Ástæðulaust að fara nokkrar þær leiðir sem viðurkenna slíkt. Þessi réttur sem þessir blessaðir kóngar þykjast einir mega hafa yfir auðlindum sjávar, þ.e. öllu sem lifandi hrærist í sjónum, er sjálftökuréttur og hefur enga eignarheimild myndað.
Nú ríður á að þjóðin þjappi sér um stjórnina í þessu máli, því ekki munu hrunflokkar íhalds og framsóknar vera nothæfir til að vinda ofan af þessu rugli sem hefur líklega lagt grunninn að hruninu.
Fyrirmyndin af hverskonar sjálftöku og ófyrirleitni í viðskiptum.
„Nefndarmenn eru hafðir að fíflum“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Standiði nú í lappirnar!
23.3.2010 | 13:13
Vonandi hefur stjórnin kjark til að takast á við LÍÚ frekjuhundana og aðra óþurftargaura sem gala hátt með þeim s.s. Vilhjálm Egilsson sem virðist hafa tekið að sér að vera einhversskonar Með-Harmagrátur fyrir útgerðaraðalinn.
Ef Stjórn Jóhönnu sýnir hörku gegn þessum frekjudrengjum þá fær hún plús í kladdan. Hennar tækifæri að endurreisa eitthvað af þeim væntingum sem þjóðin hafði til hennar í upphafi en hafa klúðrast í meðförum s.k. Icesave máls, sem og vesældóms í leiðréttingum til handa skuldsettum heimilum.
Sýnum ákveðni og hrifsum til þjóðarinnar aftur réttmæta eign. Látum ekki vargana komast upp með neitt múður. Afgreiðum þá með þjóðaratkvæðagreiðslu ef með þarf!
Ætla að hitta forustu SA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ÁLHER á suðurnesjum ?
20.3.2010 | 22:23
Nú um stundir virðast býsn mikil geta gerst , og það undir styrkri stjórn Steingríms Jóhönnu Sigfúrðarsonardóttur.
Semsé að það að með milligöngu Árna Sigfússonar og Johnsen bjóðist í einum pakka atvinnuuppbygging á suðurnesjum, sem hefur verið efst á óskalista Vinstri manna gegnum tíðina. Nefnilega álver og endurkoma hers í einkareknu formi. Má ekki alveg slá þessu saman og kalla þetta ÁLHER til suðurnesja. !
Þvílík MEGAFÍFL er þetta fólk!
19.3.2010 | 10:31
Ef að þessar hálfvita/fábjána/glæpa hugmyndir verða að veruleika er ekki um annað að ræða en gera áhlaup á stjórnarráðið og bera þessi kvikindi út!
Að láta sér detta í hug að upphækkun höfuðsstóls lána, af völdum hörmulegs og glæpsamlegs stjórnarfars, geti verið skattstofn þegar og ef þau verða lagfærð nær fyrra og eðlilegu horfi!
Við hljótum að spyrja Jó-Grímsfíflin! Hvaða ávinning höfðum við af þessari bólgu sem kom í lánin okkar? Og hvernig nýttist það okkur til fjárhagslegs hagræðis? Finnum við þetta einhversstaðar á bankareikningum?
Afskriftir verða skattlagðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hér þarf að segja stórt STOPP!
16.3.2010 | 14:16
Ganga hreint til verks og beinlínis banna með ótvíræðum og skýrum lögum alla bónusa og skylda umbun í bankakerfinu.
Rökstuðningur fyrir slíku banni er augljós, við súpum seyðið af þessháttar rugli í dag!
Fulltrúar bankanna spurðir út í bónuskerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mikið væri nú gott !!!!
12.3.2010 | 10:59
Að satt væri!
Því óneitanlega væri skárra að Steingrímur og co gerðu ekki nokkurn skapaðan hlut frekar en alla þá vitleysu sem þau hafa afrekað. Vísast þar til Icesave-klúðursins og þeirra skemmdarverka sem Jó-Gríma hafa unnið í því máli.
Svo maður nefni ekki afrekin í bankamálunum, að nánast siga þeim illræmdu stofnunum á saklausan almenning með innheimtuhörku gagnvart ofvöxnum skuldbindingum sem þeir sömu bankar eru búnir að fá afskrifaðar að stórum hluta.
Er ekki einhversstaðar tekið á svona framkomu í dæmisögum Jesú?
Hvað segja kirkjunnar menn um það.
Einhver slordóninn fékk eftirgefna skuld hjá lánadrottni sínum , hitti fyrir náungann, sem skuldaði honum sjálfum lítilræði og greip fyrir kverkar honum óðara með kröfu um fulla greiðslu! (er aðeins farinn að ryðga í biblíusögunum).
Þreyttur á þessu kjaftæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ögmundur yfirgefi VG !!!!!
10.3.2010 | 22:13
og leiði breiðfylkingu gegn hverslags heimsku og spillingu í stjórnun landsins. Þar verði baráttan gegn bankamafíunni og skuldaþrælkun almennings í þágu fjármagnsins í boði núverandi og fyrrverandi stjórna, sett á oddinn. Ásamt með endurheimt auðlindanna til lands og sjávar!
Kúgunarstjórnmál að hætti Davíðs, Halldórs, Geirs, Ingibjargar og nú síðast Jóhönnu og Steingríms verði aflögð!
Stjórnarsamstarf á ekki að byggjast á auðsveipni þingmanna stjórnarflokka við misvitra foringja sína sem gjarnan skeyta hvorki um skömm né heiður, né hvort þeirra eigin framganga samrýmist stefnumálum eigin flokka eða kosningaloforðum!
Til í sæti á réttum forsendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Siðaðar þjóðir!
7.3.2010 | 22:41
Greiða víst umyrðalaust þegnum sínum út innistæður í bönkum óreiðumanna ,sem hafa lent í þroti, og senda síðan þriðja aðila reikninginn og fylgja eftir innheimtunni af hörku!
Skv. nýverðlaunuðum stjörnublaðamanni í Silfri Egils í dag!
Tökum þær þjóðir til fyrimyndar ,og ætlum okkur jafnframt góða fúlgu í hagnað af innheimtunni!
E.S.
Reyndar má segja að okkar stjórnvöld séu á þessu siðaða plani. Topptryggðu innistæður í íslenskum bönkum og senda þriðja aðila, skuldurum sérstaklega og öðrum skattgreiðendum þessa lands reikninginn þar sem ekkert verður gefið eftir, meðan stóreignamennirnir þakklátir brosa allan hringinn!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málið er svo einfalt!
6.3.2010 | 13:10
En ótrúlega stór hópur fólks hefur látið blekkjast af ruglanda bulli Jóhönnu og Steingríms og ómerkilegustu fylgifiska þeirra.
Rökin fyrir nauðsyn þess að mæta á kjörstað og segja NEI ,eru eins og forsetinn bendir á, að annars halda lögin um heimild fjármálaráðherra til að ábyrgjast þessar óréttmætu skuldbindingar á ríkissjóð þegar honum hentar. Viðsemjendur , Bretar og Hollendingar , vitandi afstöðu þeirra stjórnar-hjúanna, munu að sjálfsögðu ekki seinna en strax kippa að sér hendinni með frekari og betri tilboð. Að sjálfsögðu ,ítreka ég!
Heldur íslensk þjóð að það búi hálfvitar í stjórnarráðum annarra þjóða þótt við búum við þau ósköp?
Ólafur Ragnar búinn að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)