Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Ábyrgðarlaus og saklaus?

Viðtal var við Steingrím nokkurn í sjónvarpsfréttum kvöldsins, þar sem hann hálfskömmustulegur þó viðurkenndi ákveðin mistök að hafa ekki brugðist hraðar við í því málefni að setja  frekari skorður við því að erlendir braskarar næðu tökum á auðlindum þjóðarinnar. En hnýtti svo við með sinni alkunnu hrokarökvísi, að auðvitað væri verið að skamma hann fyir annrra manna klúður , nefnilega fyrrverandi ríkisstjórna sem opnuðu á þessa auðlindasölu.

Nú kaupi ég íbúð af ótilteknum illa þokkuðum aðila.  Íbúðin var með þeim ágalla þegar kaupin voru gerð að seljandinn hafði brotið niður svo sem svalahandriðið og fleiri handrið hússins því hann var svolítið fyrir margskonar áhættuíþróttir, s.s. svifdrekaflug og fallhlífarstökk, en vel að merkja þetta var á 12 hæð í blokk.

Eftir u.þ.b. ársdvöl í hinum nýju heimkynnum, sem mér var ljóst að voru stórvarasöm , án frekari úrbóta, býð ég til veislu. Auðvitað þarf einn eða fleiri veislugestir að álpast fram af svölunum og gjalda fyrir með lífi sínu.

Hvor skyldi nú bera meiri sök að dómi Sein-gríms þessa, ég eða sá sem seldi mér íbúðina með þessum augljósa galla?


Það getur ekki verið?

Höfum við ekki búið við besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi, bæði hvað varðar verndun og hagkvæmni?

Ef það getur ekki gengið á þeim forsendum að vera það besta sem völ er á. Því ekki bara að þjóðnýta þetta strax. Einfalt mál að yfirtaka skuldirnar og hirða kvótann. Annað er óábyrgt!


mbl.is Björn Valur: Fyrningaleiðin ófær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugið! "Rannsókn er hafin". !!!!!!!!

Hér er ekkert verið að þráast við þangað til sekt er sönnuð. Maðurinn einfaldlega víkur til hliðar því hann finnur sig ekki njóta trausts vegna vafans um að hann geti ef til vill kannske  verið sekur!

Líklega rennur mikið vatn til sjávar frá Eyjafjallajökli og víðar frá áður en okkar stjórnspekingar átta sig á þessum siðaðra þjóða venjum!


mbl.is Ítalskur ráðherra segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband