Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Ég er svo rasandi hissa!
30.7.2010 | 00:27
Hefur fólk ekki enn áttað sig á að þessi s.k. matsfyrirtæki og þeirra álit eru ekki pappírsins virði?
Hvenær hefur nokkuð staðist sem þau hafa spáð fyrir?
Þetta lyktar sem stundum fyrr sem pantað álit , en hverjum hentar að fá slíkt álit?
Eigum við nokkuð að giska?
Mjög vond tíðindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Margs enn ógetið sem máli skipti!
3.7.2010 | 14:50
Eitthvað að róast umræðan um lánamálin, en mér flaug í hug eitt atriði sem mótrök gegn bulli þeirra sem segja lántakendur gengistengdra lána hafa verið varaða við gengisáhættunni áður en lánasamningur var frágenginn. Því beri þeim engin leiðrétting, þetta hafi verið vísvitandi fjárhagslegt harakiri og viðkomandi maklegt að súpa seyðið af ruglinu.
Hins hef ég hvergi séð getið, að fulltrúar lánveitanda hafi bent lántökum á ólögmæti þessara lána, sem þeim auðvitað bar miðað við að sú vitneskja hefur verið fyrir hendi í lánastofnunum frá því lög voru samþykkt þar um 2001. Hér er þegar komin mótrök sem slátra að mínu áliti snarlega hinum.
Hitt kjaftæðið stóðst auðvitað enga skoðun, því tilvitnuð gengisáhætta varð langt umfram það sem nokkrun gat órað fyrir.
X-mál og ákærur vegna hruns vofa yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þeir eru viðbragðsfljótari ....
2.7.2010 | 14:39
Bankaræningi handtekinn í Stokkhólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Allir vanhæfir á báða bóga ef svona kjaftæði stæðist!
2.7.2010 | 09:43
Hvernig er með forstöðumenn þeirra stofnana sem gáfu lánendum tilmæli um að hunsa hæstaréttardóm sem er skýr og afdráttarlaus. Þeir eru talsmenn stofnana sem brugðust eftirlitshlutverki sínu og því vanhæfir að hafa nokkur afskipti af málinu, allra síst á þennan veg. Hvernig er með alla embættismenn og dómara þessa lands, væntanlega allt skattgreiðendur, sem er búið að fullvissa um að ef dómurinn standi, þá komi það við buddu þeirra? Hljóta allir að vera vanhæfir. Gylfi, Steingrímur og fleiri innanbúðar í stjórninni, bullandi vanhæf, því þau hafa klúðrað málum og vilja núna bjarga eigin skinni á kostnað lántakenda tiltekinna lána.
Allir Íslendingar með verðtryggð lán eru vanhæfir útfrá ýmsum sjónarhornum, því þeim hefur verið talin trú um að þetta sé ósnanngjarnt fyrir þá, og í annan stað, að þetta hljóti að kalla fram "leiðréttingu" þeirra lána líka.
Nei þetta er algjört kjaftæði, en svosem eðlilegt að spurningin komi upp, en fjölmiðlinum sem bar hana fram bar jafnframt að skýra fleiri hliðar málsins og velta upp mögulegu vanhæfi allra íslendinga!
Litast ekki af eigin lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |