Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Þeim mun varasamari er maðurinn.

Menn sem hafa verið neyddir til starfa eru auðvitað líklegri til að vinna tilætluð verk með hangandi hendi, því þeir telja sig alltaf hafa þessa afsökun. "Ekki sóttist ég eftir þessu starfi" !

Þar fyrir utan skal engan undra að innan fárra daga verði tilkynnt um brotthvarf Gylfa úr ríkisstjórn af öðrum tilgreindum ástæðum, nefnilega þeim að ráðherrauppstokkun/fækkun hafi alltaf staðið til.

Því miður er þetta lenska hér að viðurkenna helst aldrei mistök þótt augljós sú öllum sem sjá vilja. 

Meiri mannsbragur þótti mér að stjórnanda gámastöðvar á Selfossi um daginn, þegar kvartað var undan fuglafári við flugbraut þarf.

Honum þótti sjálfsagt að endurskoða stöðu mála ,en reyndi ekki að bulla sig frá því með að allir flugmenn sem kvörtuðu væru bara vitlausir og haldnir ofsóknaræði gagnvart honum persónuega.


mbl.is Sóttist ekki eftir starfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumasti af öllum aumum!

Að sjá þennan garm reyna að ljúga sig frá mistökum sínum og dómgreindarleysi.

Svo lenti hann í mótsögn við sjálfan sig þegar hann , eftir að hafa í upphafi sagt seðlabankann hafa bannað öðrum en einum tilteknum starfsmanni ráðuneytis síns að lesa umrætt lögfræðiálit, þá stynur hann því upp að tiltekið hafi verið að efni þess skyldi ekki til brúks utan veggja ráðuneytisins!

Semsagt, hver og einn einasti starfsmaður að Gylfa sjálfum meðtöldum mátti lesa plaggið!

Ætli að það sé tilviljun  að í nafninu Gylfi og orðinu Lygi eru að stórum hluta sömu bókstafir?LoL

Skilyrðislaust á þessi garmur að segja sig nú þegar frá embætti!


mbl.is Mátti ekki dreifa minnisblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband