Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
Skynsamur maður Hjalti Hugason
28.11.2012 | 15:33
Sama verður ekki sagt um biskupinn blessaðan , þröngsýni og heimska ræður enn ríkjum á þeim bænum. Það þarf ekki miðlungsgreind til að átta sig á að ekki var verið að staðfesta óbreytt ákvæði, aðeins að eitthvað skyldi minnst á þjóðkirkju.
Vill breytt þjóðkirkjuákvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki trúleysi normal ástand við fæðingu!
14.11.2012 | 09:33
Held að þurfi aðeins að taka í hnakkadrambið á þeim sem stunda svona ómerkilegan málflutning eins og þessi trúarkóngur. Auðvitað eru s.k. "trúlausir" ekki vandamálið í þessu. I ljósi þess að blessuð börnin fæðast auðvitað án sérstakrar meðvitaðrar trúarskoðunar, þá geta trúlausir ekki verið að þröngva neinu uppá þau. Víðsfjarri að það geti verið rökrétt ályktun!
Hinsvegar gæti verið nauðsynlegt að setja ákvæði í lög sem vernda þau gegn beinni trúarítroðslu þar til þau hafa vitsmunalegan þroska til að taka afstöðu á eigin forsendum til þess hvort þau vilja undirgangast skilmála hinna misgáfulegu trúarbragða! Hiklaust á að miða þar við sjálfræðisaldurinn. Auðvitað er það allt annað mál hvort foreldrar geti vítalaust tekið afkvæmin sín með sér í athafnir þess trúfélags sem þau kjósa að tilheyra og á þannig fái þau að kynnast því sem þar fer fram, en fái sjálfdæmi á forsendum eigin óþvingaðra viðhorfa hvort þau kjósa að undirgangast formlega þær lífsskoðanir.
Trúlausir þröngva afstöðu sinni á börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvert er vandamálið?
13.11.2012 | 10:10
Er ekki augljóst að sá naumi meirihluti sem vill hafa þjóðkirkju, og er þá væntanlega sanntrúaður á þær gömlu frásagnir sem liggja til grundvallar þeirri trú, einfaldlega leggi þessari stofnun til meira fjármagn til að starfið megi blómstra áfram ?
Það stendur auðvitað meðlimum þjóðkirkjusafnaðanna næst að leggja eitthvað af mörkum, og því skyldu þeir ekki gera það þvingunarlaust, í frjálsum framlögum ef hugur fylgir máli?
Svolítið sérstakt viðhorf að sértrúarsöfnuðir geti lagt almannsjóðum skyldur á herðar í framtíðinni með byggingu skrauthýsa til eigin þarfa, sem útaf fyrir sig eru í andstöðu við kenningar þess spámanns sem tilbeiðslan snýr að, nefnilega Jesú krists! Og síðan ef þegar enginn hefur lengur nóga sannfæringu á forsendum s.k. trúar sinnar , til að nenna og eða vilja viðhalda þessu prjáli, þá eigi það að leggjast af fullum þunga á framfæri ríkissjóðs.
Enginn bannar Jóni Bjarnasyni að borga auka tíund til kirkjunnar sinnar.
Við köllum á kirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |