Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
Ein meginrök verðtryggingarsinna húsnæðislána ,er sú að breytilegir vextir geti riðið greiðendum á slig vegna tímabundinna verðbólguskota sem muni skila sér í hærri breytilegum vöxtum.
Ein megin rök gegn launahækkunarkröfum vinnandi stétta er nær undantekningarlítið að reksturinn hafi ekki efni á að greiða hærri laun, en auðvitað alltaf gefið í skyn að vonandi komi betri tíð ,ef launþegar haldi sig á mottunni. Sú betri tíð reynist því miður seint ætla að skila sér.
Nú dettur mér í hug sú einfalda lausn að við bjóðum vinnuveitendum okkar bara greiðslujöfnun á td. 10-40 ára launasamningi. Þannig að það sem reksturinn hefur ekki efni á að greiða í dag, bætist eftir ákveðnum reglum þar um við höfuðstól og safnar þar vöxtum, og hæstu breytilegum vöxtum og vöxtum ofan á þá eftir öllum kúnstarinnar reglum!
Nánari útfærsla bíður betri tíma.
Trúi ekki fyrr en ég tek á að atvinnurekendum lítist ekki vel á þetta, og munu örugglega ekki væla yfir vaxandi greiðslubyrði þegar fram í sækir. Og allra síst munu þeir kvarta yfir þótt uppsafnaðar launaeftirstöðvar með vöxtum og vaxtavöxtum fari langt fram úr verðmæti fyrirtækjanna. Það er nefnilega svo dæmalaust gott að fá að pissa í skóinn sinn ef manni er kalt !
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)