Eru ekki öll ljós tendruð hjá sumum?

 

 Af Vísi.is í dag!

 

"Ég sé þetta þannig að í 18.grein vaxtalaga er ákvæði um hvernig þetta virkar afturvirkt", segir Aðalsteinn Egill Jónasson hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

"Að mínu mati eru brostnar forsendurnar fyrir samningsvöxtum við ógildingu gengistryggingarinnar.Ef samningur um vexti og annað endurgjald, og verðtrygging er til dæmis annað endurgjald, er ógildur þá eigi uppgjör milli skuldara og kröfuhafa varðandi endurgreiðslu að miða við 4. gr. laganna.Þar er vísað í þessa seðlabankavexti sem eru birtir skv. 10. gr, vaxtalaga".

Aðalsteinn segir að að löggjöfin sé skýr að þessu sviði og ákvæði 18 gr. vaxtalaga sé ætlað að koma í veg fyrir að skuldarinn hagnist . "Skuldarinn á bara að greiða þá lágmarksvexti sem miðað er við samkvæmt vaxtalögunum."

Þetta fæ ég ekki til að passa við tilvitnaðar lagagreinar. Hér er hlutunum snúið á hvolf!

Tilvitnuð 18. grein laga nr. 38,26.maí 2001, hljóðar svo í mínum bókum:  

Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun  endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr. eftir því sem við getur átt.

 Hér sýnist mér , öfugt við álit blessaðs dósentsins , verið að tryggja að kröfuhafinn hagnist ekki á ólögmætri innheimtu!  Hvernig fær maðurinn hið gagnstæða út?

Eru lögin eitthvað mismunandi skráð eftir hver les?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband