Þeim mun varasamari er maðurinn.
16.8.2010 | 21:15
Menn sem hafa verið neyddir til starfa eru auðvitað líklegri til að vinna tilætluð verk með hangandi hendi, því þeir telja sig alltaf hafa þessa afsökun. "Ekki sóttist ég eftir þessu starfi" !
Þar fyrir utan skal engan undra að innan fárra daga verði tilkynnt um brotthvarf Gylfa úr ríkisstjórn af öðrum tilgreindum ástæðum, nefnilega þeim að ráðherrauppstokkun/fækkun hafi alltaf staðið til.
Því miður er þetta lenska hér að viðurkenna helst aldrei mistök þótt augljós sú öllum sem sjá vilja.
Meiri mannsbragur þótti mér að stjórnanda gámastöðvar á Selfossi um daginn, þegar kvartað var undan fuglafári við flugbraut þarf.
Honum þótti sjálfsagt að endurskoða stöðu mála ,en reyndi ekki að bulla sig frá því með að allir flugmenn sem kvörtuðu væru bara vitlausir og haldnir ofsóknaræði gagnvart honum persónuega.
Sóttist ekki eftir starfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega rétt, góður punktur hjá þér Kristján.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2010 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.