Þeim er varla sjálfrátt!
23.2.2011 | 10:24
Maður á ekki orð yfir ábyrgðarleysi þessara s.k. verkalýðsforkólfa. Nú verðum við að taka höndum saman, aðilar þessara samtaka og hrinda af höndum okkar þeirri forystu sem svo freklega misbýður réttlætiskennd okkar og talar gegn heilbrigðri skynsemi.
Það er reyndar alveg rétt sem fram kemur hjá þeim blessuðum að brýnt er að ljúka þessari Icesave deilu sem fyrst. En auðvitað gerum við það ekki með að fallast á kröfur sem okkur ber ekki að greiða. Það gerum við með að segja allir sem einn eitt stórt , feitt NEI við því að taka ríkisábyrgð á sauðarlegum svikasamningi Steingríms og Co. Afgreiðum þetta frá okkur þannig, og hlustum ekki á neinar kröfur um að okkur sem þjóð beri að greiða þetta. Leyfum þeim að sprikla, ef þeir vilja, Niðurlendingum og Bretum. Hef trú á að þeir róist ef þau Afglapahjú sem þykjast stjórna hér, hætta að eltast við að fá endilega að borga ,og það sem mest.
Svosem skiljanlegt að þetta rugli þá svolítið að meintir fulltrúar Íslands séu að biðja um að fá að borga, en svo komi þjóðin sem þeir segjast RÁÐA YFIR og segi jafnharðan nei!
Annað mál er að bjóða fram liðveislu til að ná saman eigum þeirra efnahagsböðla sem stýrðu Lansdbankanum til þessarar ránsferðar á hendur Breskum og Hollenskum sparifjáreigendum. Okkar siðferðilega skylda liggur þar. Að hálpa þeim sviknu og rændu til að taka þá kumpána til rækilegs rúnings uppí skuldir hins einkarekna banka!
Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já við segjum feitt nei við þessum samningi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2011 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.