Matthíasi til lítils sóma!

A.m.k. tveimur Framsóknarmönnum,Birni Inga Hrafnssyni og Pétri Gunnarssyni, þykir henta að taka upp orðrétta tilvitnun í fyrrverandi Moggaritstjóra af bloggi hans í gær! 

Þar reynir hann með lágmennsku að kasta rýrð á það fólk, fréttamenn ,stjórnmálamenn og fleiri,  sem hafa komið að því , í þágu íslenskrar þjóðar , að upplýsa um meint feilspor allsherjarnefndar alþingis við tillögugerð um veitingu ríkisborgararéttar.

"Eltingarleikurinn við Jónínu Bjartmarz út af ríkisfangi tengdadóttur hennar er engum til sóma og       sýnir freistingar bloggsins.Þar voru á ferðinni beinakerlingar sem eru ekkert betri en vondir fréttamenn og enn verri pólitíkusar sem ég hef ekki geð í mér að nefna."

Í mínum huga eru þetta fólk, í himinhæðum ofar Matthíasi og Framsóknarmönnunum í réttsýni og heiðarleika. 

Þetta mál snýst ekki um Jónínu Bjartmarz og fjölskyldu, þótt þau með óþægilegum hætti lendi í hringiðu umræðunnar. Þetta varðar kröfu okkar um að öll stjórnsýsla sé málefnaleg og réttlát á þessu sviði sem öðrum, og að valdhafar viti að með þeim sé fylgst, og við þorum að gera athugasemdir ef útaf ber! 

Það á ekki að líðast að gamlir beturvitrungar dúkki upp og kasti rýrð á þá sem standa vaktina fyrir okkur .Það að hafa ritstýrt Mogga um áratuga skeið jafngildir ekki vottorði um tiltekna mannkosti !

"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband