Að skipta um skoðun eður ei!

Allir hægri sinnaðir brandarakallar landsins hamast nú við að gera Steingrím Joð hlægilegan vegna aðdáunar hans á uppbyggingu bjórverksmiðju við Eyjafjörð. Og ástæðan sem talin er gera "Grimma" broslegan, er að hann barðist gegn bjórnum á sínum tíma.

Þetta skilja ekki einfaldir íhaldsmenn! Að einhver geti tekið sönsum. Þeim er alveg fyrirmunað það sjálfum, s.b.r. að þeir geta ekki getað annað en argast útí  Ólaf forseta ár og síð vegna þess að þeir kusu hann ekki sjálfir!

Þroskaðir menn hinsvegar taka slaginn og berjast fyrir sannfæringu sinni meðan tími er til, en beygja sig svo fyrir þeim veruleika sem ofaná verður, svo fremi það sé ekki einhver augljós glópska.

Það á við í þessu tilfelli . Ekki sýnt að bjórinn hafi verið landanum skaðlegur, og því ekki ástæða til annars en að taka honum sem orðnum hlut!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú held ég að þú sérst alveg búin að tapa gleðinni.

"Grimmi" vinur þinn var ekki aðeins á móti bjór hér um árið heldur erum við að tala um mann sem einnig var á móti fjölgun sjónvarpsrása, útvarpsrása og fleiri góðum hlutum sem sumir kalla framþróun. 

 Ég er þér alls ekki sammála með að íhaldið skilji ekki að einhver geti tekið sönsum, það sem þeir skilja ekki hvernig nokkrum manni getur dottið annað eins í hug það sem hann hefur gert á undanförnum árum. 

Veit ekki með þig en fyrir mína parta er ég nokkuð ánægður með að við getum fylgst með hvað gerist í heiminum í gegnum þær sjónvarpsstöðvar sem hann var á móti. Stillimynd á fimmtudögum höfðar ekki til mín árið 2007.

 p.s það er víst skiptar skoðanir um skaðsemi bjórs.

Baldur (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Mér sýnist reyndar að Baldur "óskráði" hafi ekki skilið hvað ég er að fara! Nefnilega að menn mega vitkast, og beygja sig fyrir orðnum hlut!

Kristján H Theódórsson, 7.5.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband