Valdið spillir, og þeim mun meir sem lengur er setið
7.5.2007 | 00:14
Þótt litlar væru ávirðingar á núverandi stjórn væri samt nauðsyn að gefa þeim frí.
En það er nú ekki aldeilis að ekki sé af nógu að taka með afglöpin!
Aðför að öryrkjum og eldri borgurum.
Þjóðinni att í stríðsþátttöku með ákvörðun tveggja manna sem ekkert umboð höfðu til þess.
Aðför að Stjórnarskránni og forsetaembættinu sem stappaði nær landráðum, í kjölfar fáránleika farsa með s.k. fjölmiðlafrumvarp.
Þjóðlendumál, þar sem farið er fram með hörku gegn þinglýstum eignarréttindum, og það af fjármálaráðherrum flokks sem þykist vera sérstakur málsvari einkaeignarréttarins, en þar hangir auðvitað annað á spýtunni!
Bankasala á gjafaprís til sérvalinna flokksgæðinga.
Kárahnjúkavirkjun og álver keyrt áfram með óeðlilegum flýti, þar sem ekki var nógu vel vandað til undirbúnings.
Aukin skattheimta sem auk þess kemur þyngra niður á þeim sem minna hafa handa milli.
Byrgishneykslið og margt fleira.
Stór hluti þessara hneykslismála koma upp á seinni hluta valdaferils þessarar stjórnar. Skyldi það vera tilviljun? Held ekki!
Þetta er frekar vísbending um að valdið spillir og þeim mun meir sem lengur er á hendi sömu manna.
Hvað sem sagt er um stjórnarandstöðuflokkana, getur ekki verið verra að þeir fái tækifæri til að spreyta sig á landsstjórninni næstu 4 árin. Áhættan er miklu meiri að framlengja líf þessarar hrokafullu einkavinavæðingarstjórnar sem virðist stefna að því leynt og ljóst að koma auðlindunum sem flestum í hendur vildarvina, sem verða handvaldir af formönnum Framsóknar og Íhalds. Vatnið og jarðhitinn er í húfi og flest þau náttúrugæði sem menn sjá að hægt sé að fénýta.
Ég skora því á alla hugsandi kjósendur að kjósa gegn sitjandi stjórn. Setjum X við F.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Facebook
Athugasemdir
Þu gleymir Okurvöxtum, Verðbólgu, Eftilaunafrumvarpi, Bruðli í utaríkisþjónusu. Fiskveiðstjórnun, Baugsmálum, Aðalverktökum, og aukningu ríkisútgj. ofl.ofl.
haraldurhar, 7.5.2007 kl. 00:44
Þakka þér fyrir Haraldur. Mér var það ljóst að mig skorti minni til að kalla fram í fljótheitum allar þær misyndisákvarðanir sem hafa verið teknar af þessari stjórn. Má líka nefna lögin sem kveða á um að stía sundur hjónum ef annað er af erlendum uppruna og undir 24 ára aldri!
Kristján H Theódórsson, 7.5.2007 kl. 00:57
Heyr, heyr!
Auðun Gíslason, 7.5.2007 kl. 18:39
Ég mun setja exið við Effið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.