"Uss,ekkert að marka, þau geta alveg verið í sundskýlum".

Datt í hug gömul saga af einum gömlum sveitunga mínum forðum, þegar menn velta fyrir sér hvort ekki sé alvara á ferðum í bólförum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Karlinn ,sem var einhleypur bóndi og ekki mikið við kvenfólk kenndur, en þóttist vita helstu undirstöðuatriðin í samskiptum kynjanna, fór með nokkrum yngri mönnum í bíó , að sjá hina "djörfu"  mynd, á þeirrar tíðar mælikvarða, 79 af stöðinni.  Þetta mun hafa verið um eða eftir 1960, í upphafi Viðreisnar, og mig hálfminnir að talað hafi verið um að bíómiðinn kostað svipað og kíló af smjöri og þótti dýrt á þeim tíma.

Þegar hæst stóð leikurinn í rúmsenu myndarinnar með leikurunum Gunnari Eyjólfssyni og Kristbjörgu Kjeld  , sem að þeirrar tíðar hætti fór að mestu fram undir sæng,  heyrðu félagarnir að hnussaði í karlinum!

"Uss , ekkert að marka ,þau geta alveg verið í sundskýlum".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var nú sagt þegar þau Ingibjörg og Björn bitust um borgina að hann væri ekki kominn í sundskýluna meðan hún tók sundið.  Svo samlíkingin er ekki fráleit.  En sagan er góð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.5.2007 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband