Meirihlutayfirgangur!Er það grunnurinn að kristnu siðgæði?
5.12.2007 | 00:09
Maður gæti haldið það eftir að hafa hlýtt á og lesið pistla ýmissa stjörnufréttamanna,ritstjóra og annarra , jafnt leikra sem lærðra ,sem hafa tjáð sig um breytt orðalag í frumvarpi , þar sem lagt er til að afnema beina tengingu við kristna trú,eftir athugasemdir tiltekins hóps.
Það er varla hægt að ímynda sér að sumir þessara skríbenta hafi leyft sér að staldra við og hugsa ,áður en þeir sendu frá sér vitleysuna!
Réttur fólks til að ákveða hverju það trúir eða trúir ekki verður ekki af því tekinn með meirihlutaákvörðunum . Sum réttindi eru þess eðlis að meirihlutaákvarðanir fá ekki afnumið þau. Allavega ekki í siðuðum samfélögum.
Komið nú út úr miðaldamyrkrinu svo maður þurfi ekki að skammast sín fyrir að vera alinn upp í kristnum sið! Sið sem meirhluti þjóðarinnar er skráður fylgjandi á forsendum ónógs valfrelsis gegnum tíðina.
Sið sem á sínum tíma var lögákveðinn fyrir þjóðina og hefur því óréttmætt forskot á aðrar lífsskoðanir. Hvar er samkeppnisráð?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
tek undir með þér hér.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2007 kl. 13:47
Ég held það sé enginn að segja að vegna þess að meirihlutinn trúir á Jesú Krist eigi allir hinir að gera það líka, heldur að vegna þess að meirihlutinn vill halda kristinfræðikennslu í skólum eigi að halda henni inni. Þessir sömu menn vilja einnig halda inni almennri trúarbragðafræðslu en að lögð verði meiri áhersla á kristinfræðina vegna þessa mikla meirihluta sem er þeirrar trúar, en fyrst og fremst vegna sögulegs samhengis, enda erfitt, nei ómögulegt, að kenna börnum sögu Íslands án þess að kenna þeim um kristni
Margrét Elín Arnarsdóttir, 10.12.2007 kl. 16:41
Það er sitt hvað að fræða um kristni ,og þá önnur trúarbrögð auðvitað í leiðinni, eða að boða með ákveðnum hætti kristinn sið ufmfram önnur trúarbrögð. Um þetta snýst deilan.
Mér virðist ýmsir kirkjunnar menn telja það eðlilegt ,í skjól hins mikla meirihluta, að þeir fái að boða sinn sið sérstaklega innan veggja skólanna.
Um þetta snýst deilan,hef ekki orðið var við ágreining um kennslu trúarbragðasögu séu fleiri siðir kynntir .
Þar að auki er þetta tiltölulega nýtilkomið þessi átroðningur kirkjunnar í skólum landsins og á sér því engan hefðarrétt!
Einsog margoft hefur verið bent á í umræðunni hefur kirkjan nægan húsakost og aðstöðu til að stunda boðun og fræðslu innan eigin veggja og þarf síst á auknu forskoti að halda í skjóli hins opinbera menntakerfis!
Kristján H Theódórsson, 10.12.2007 kl. 20:28
Það er einmitt þessi nálgun að ekki sé hægt að kenna siðferði og almenna siði, nema blanda trúnni inn í þær umræður sem er verst að eiga við. Þetta er svo mikill heilaþvottur að það tekur langan tíma að koma þeim hugsunum burtu að Kristnir EIGI siðferðið.
Það er niðurlægjandi fyrir fólk sem ekki aðhyllist þá trú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.