Pólitísk ábyrgð? Hvernig stendur Árni skil á henni ef hann fer til annarra starfa fyrir næstu kosningar?
21.1.2008 | 21:03
Smávangaveltur í framhaldi af pælingum Stefáns Friðriks Stefánssonar um að Árni Mathiesen sé liklega að taka við forstjórastöðu Landsvirkjunar.
Ein meginrökin hjá Árna og hans verjendum í stóra-Héraðsdómaraskipunarmálinu,fyrir því að hann hafi óskoraðan rétt til að skipa hvern þeirra umsækjenda sem honum sýndist , eru að hann muni sem pólitíkus þurfa að mæta dómi kjósenda í fyllingu tímans!
Hvernig halda þau rök í ljósi þess að hann getur hvort heldur sem er, ákveðið að hverfa til annarra starfa áður en til þess dóms kemur, eða beinlínis ákveðið að gefa ekki kost á sér oftar til kjörs af óútskýrðum ástæðum. Hvernig fara menn þá að því að koma hinni pólitísku ábyrgð á hendur honum?
Læðist nokkuð að manni grunur, að Árna hafi verið att á foraðið í trausti þess að hann mundi aldrei þurfa að leggja verkið í dóm kjósenda í kosningum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.