Rasísk framkoma?

Erum við að verða vitni að býsnamálflutningi sumra áhangenda s.k. vinstri flokka í garð Ólafs F. Magnússonar, málflutningi og framkomu sem minnir mann helst á það sem gerðist í hænsnakofanum hjá manni í sveitinni forðum? 

 Ef hænurnar urðu þess áskynja að einhver úr hópnum var veikluð-þá var hún gogguð til ólífis af skaranum. Nú ætla ég þessu fólki, hvorki Ólafi eða hans andstæðingum í borgarpólitíkinni að vera nein hænsn, eða að meiningin sé að gogga Ólaf til ólífis- en heldur finnst manni samt leggjast lítið fyrir kappana að reyna með heilsufarsdylgjum að slá öflugan hugsjónamann útaf hinu pólitíska sviði- í von um að ná sjálf fyrri stöðu í borginni.

Þetta er sama fólkið virðist mér sem grípur gjarnan til rasistagrýlunnar gagnvart þeim sem leyfa sér að telja veikleika fólginn í of hröðu innstreymi útlendinga til landsins. Sama fólk og telur rasisma að fólk sé greint eftir þjóðerni ef það brýtur lög. Þá er umburðarlyndi því efst í huga gagnvart hverri mennskri sál.

En nú er það fyrir bí, eða hvað?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við skulum segja að umburðarlyndið sé staðbundið.  Ótrúlega mikið svoleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 17:56

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það verður að reyna að skilja gjörðir flokkana í ljósi þess að samstarf þeirra hvíldi ekki á neinum málefnalegum grunni og þess vegna snúa þeir sér að læknisvottorðum og öðru þvílíka.

Sigurjón Þórðarson, 31.1.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband