Ósköp yrði það heiminum til mikillar farsældar ef þjóðir heims kæmu sér saman um að banna trúarbrögð!

Það er auðvitað engin hemja að heimsbyggðin skuli þurfa að búa við allt þetta tilgangslausa ofstæki sem viðgengst víða í nafni trúarbragða.

Ég er farinn að hallast að því að framtíðin muni hlægja að okkur fyrir að láta þessi hindurvitni draga okkur á asnaeyrum öldum saman.

Líklega yrði að fara leið Þorgeirs Ljósvetningagoða til baka frá vitleysunni.  Leyfa mönnum að blóta á laun á aðlögunartímanum en stjórnvöld hefðu lagalega stöðu til að taka umsvifalaust á öllum vitleysisyfirgangi í nafni hverskonar trúar

 


mbl.is Líkur taldar á mótmælum múslíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég skil hvað þú ert að fara...en það verður að vera hægt að blóta á laun...kommúnistar reyndu að banna trúarbrögð, en sjáðu hvað er að gerast í þeim löndum núna?...Nei, trúarbrögð verður að leyfa (því miður) en þau verða að lúta veraldlegum lögum, og lögin skulu vera ein!!! Ríkistrú er út í hött!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 21:35

2 identicon

Ef andskotinn er til þá fann örugglega upp trúarbrögðin og hvílik snilld að hafa þau mörg. Pottþétt leið til eilífra illinda því auðvitað eru þau öll hin einu réttu.

Ólafur Theodórsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ólafur, þú hefur því miður nokkuð til þíns máls!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Meginviðmiðið yrði auðvitað að hver mætti hafa sína trú útaf fyrir sig en ekki liðið að troða henni uppá aðra.

Kristján H Theódórsson, 13.2.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Einmitt, Kristján!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.2.2008 kl. 22:50

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt hver má hafa sína trú í friði, en ekki svona hópamyndun og ofstæki.  Sannarlega er þetta satt og rétt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2008 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband