Banna ber öll stórvirk veiðarfæri s.s. troll.

Eina vitið í stöðunni. Augljóst að verið er að rústa lífríki sjávarins með yfirgangi öflugra skipa með skaðleg veiðarfæri.  Þegar sá yfirgangur bætist við ýmis mengunarvandamál og loftlagsbreytingar er ekki von að vel fari.

Leyfum eingöngu veiðar með handfærum og e.t.v . einhverjum netastubbum. Og höfum eingöngu sóknartakmarkanir ef þörf er talin á!


mbl.is Allir fiskistofnar í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála:

-Og lög þessi öðlast gildi þegar í stað!

Árni Gunnarsson, 23.2.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þegar búið er að bæta línuveiðum inn í þessi lög skrifa ég samstundis undir...

Hallgrímur Guðmundsson, 23.2.2008 kl. 01:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já línuveiðar mega vera með.  En umgengnin við sjávarbotninn hefur verið hræðileg og sjómönnum til háborinnar skammar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Já Hallgrímur , samþykki þetta með línuveiðina. Verð að játa ákveðna takmörkun á þekkingu veiðarfæraflórunnar. En semsagt vildi koma þeirri skoðunminni á framfæri, að ekki séu leyfð þau veiðarfæri sem urga botninn og eða fanga fiskinn nauðugan viljugann eins og ýmsar dragnætur og vörpur gera. Aðeins svona ginningar veiðarfæri þar sem hann er plataður til að ánetjast eða bíta á.

Kristján H Theódórsson, 23.2.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband