Fangaflug CIA, þvílík forsmán að skuli líðast í nútímaþjóðfélögum

að eitt öflugasta stórveldi heims valti yfir heimsbyggðina með þessum viðbjóði. Var að horfa á Danska heimildarmynd um þessa hneysu. Ljóst er að Bandaríkjamönnum hefur tekist að gera okkur Íslendinga og Dani f.h. Grænlendinga samseka í hrikalegum mannréttindabrotum með að samþykkja með uppgerðar meðvitundarleysi að s.k. fangaflugvélar fái að millilenda og fljúga um lofthelgi ríkjanna.

Snautlegt að sjá danska ráðamenn þykjast tröllheimska þegar gengið var á þá með að tjá sig um rökstuddar grunsemdir um þessi fangaflug. Öll munum við undirlægjuhátt okkar ráðamanna við svipaðar aðstæður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo margt viðbjóðslegt sem hefur þrifist í skjóli ráðamanna bandarísku þjóðarinnar að maður myndi ekki vita hvar ætti að byrja að telja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Við Íslendingar höfum horft uppá þessar vélar koma og fara með sakleysissvip heimskingjans. Ekki voru viðbrögð valdamanna á Íslandi neitt snöfurmannleg þegar þessi mál  komu upp á sínum tíma.

Auðun Gíslason, 27.2.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband