Hænsnakofa syndromið segir enn til sín!
10.5.2008 | 20:31
Undanfarna daga hefur þjóðin orðið vitni að lágkúrulegu einelti gegn Ólafi borgarstjóra. Hann hefur víst unnið það til saka að hafa ráðið mann ,tímabundið ,til að taka til í miðborginni. Þetta virðist hugsað sem skorpuvinna, n.k. akkorð, enda verið hamast á bogaryfirvöldum undanfarið fyrir niðurlægingu miðbæjarins.
Nú fara þeir sömu fjölmiðlar, sem hneyksluðust sem mest á því skammarlega ástandi sem þarna ríkir, hamförum gegn borgarstjóra fyrir að ætla að hrista af sér slyðruorð. Sleppa löngu auglýsinga-og ráðningaferli, og ráða röskan mann til að ganga strax í verkið.
Borgarstjóri er tekinn í yfirheyrslur æ ofan í æ eins og um óbótamann sé að ræða,meira að segja Villi Vill var varla yfirheyrður annað eins fyrir sín sannanlega stórkostlegu afglöp.
Og spældir minnihlutamenn reyna að ata hann auri sem mest þeir mega. Líkast til hræddir um að opinberað verði þeirra eigið getuleysi í fyrri meirihlutum borgarkerfisins.
Það er líkast því að dagskipunin sé að reyna að brjóta borgarstjóra á bak aftur , svona í ljósi meintra andlegra erfiðleika hans um tíma, er hann tók sér leyfi frá störfum. Minnir þetta óneitanlega á það hátterni sem löngum hefur verið kennt við hænsnfugla ,og ekki þótt þeim til sóma, að ráðast að meint veikluðum einstaklingum og reyna að gogga þá til ólífis!
Ekki ætla ég Ólafi annað en að standa þessa atlögu af sér.Margur hefur lent í tímabundinni krísu og náð sér upp aftur.
Hlálegur er sá málflutningur að maður geti ekki verið traustur einstaklingur, þótt honum sé ekki sýnt að koma fram í fjölmiðlum sem einhver glansfígúra og tala í hringi eins og sagt hefur verið um forvera hans einn. Annar forveri sem nú er komin í landsstjórnina, þótti röggsöm í viðtölum, en hvað blasir nú við um efndir í landsmálum ? Svik á svik ofan!
Sakna þess að stöð 2 spyrji Samfylkingarformanninn beint að því reglulega, hvenær eftirlaunaósóminn verði afnuminn s.k.v. hennar eigin loforði!
Virðist ekki geta stutt sinn flokksfélaga ,Valgerði Bjarnadóttur,í þeirri baráttu!
Miðborgarstjóra R-listans var boðið starfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill sem ég tek undir heils hugar.
Hamingjuóskir með bloggafmælið!
Árni Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 20:56
Að sjálfsögðu er þessi meirihluti bandalag um völd, nákvæmlega eins og flestir meirihlutar undanfarið lengi bæði í Reykjavík og víðar þar sem s.k. meirihlutar eru myndaðir .
Spurning hvort ekki ætti að banna þann óskapnað með lögum, þessar s.k. meirihlutamyndanir í sveitarstjórnum. Þarna er í raun verið að níðast á rétti kjósenda. Miklu eðlilegra að fulltrúar myndi meirhluta um hvert málefni fyrir sig eftir hvað hverjum þeirra þykir skynsamlegt, en séu ekki pískaðir til hlýðni af ráðríkum frekjudöllum!
Auðvitað var brýnt að koma þessu starfi sem fyrst af stað ,og það réttlætir þessa skyndiráðningu. Ekkert sem segir að síðan verði ekki auglýst og ráðið í stöðuna til lengri tíma.!
Kristján H Theódórsson, 10.5.2008 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.