"Móðuharðindi af mannavöldum".
9.10.2008 | 09:57
Þekkt ummæli frá sjöunda áratug síðustu aldar rifjast upp eftir að hafa upplifað þau ósköp sem hafa gengið yfir fjármálaheiminn og hvað sterkast hér á landi.
Minnir að Karl Kristjánsson þáverandi framsóknarþingmaður og þingeyingur hafi átt þessi fleygu orð um ráðslag Viðreisnarstjórnarinnar s.k. , einhverntíman þegar að kreppti í efnahagsmálum.
Hefur verið sem við manninn mælt, að hverju sinni sem Seðlabankastjórinn okkar hefur opnað munninn hefur harðnað enn frekar á dalnum, sem bætist við meinta vanrækslu þar á bæ við að halda skikk á málum.
Blessuð útrásin þarfaðist auðvitað betra aðhalds og eftirlits ásamt með girðingum sem hefðu hamlað gegn stjórnlausu gambli sem nú er að koma bönkunum á kné.
Hvernig dettur svo Forsætisráðherra okkar í hug að lýsa yfir að þessi Seðlabankastjórn njóti fyllsta trausts?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig dettur svo Forsætisráðherra okkar í hug að lýsa yfir að þessi Seðlabankastjórn njóti fyllsta trausts?
Segi það með þér. Hann er gjörsamlega rúin trausti nema þeirra heilaþvegnustu í Sjálfstæðisflokknum, sem þora ekki að skipta um skoðun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 11:18
Manni detta nú eiginlega bar í hug tvö orð að heyra svona yfirlýsingar á þeim bænum!
Ósvífni og heimska!
Kristján H Theódórsson, 14.10.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.