Ég bið þjóðina afsökunar!
20.1.2009 | 22:00
Ég var í rúman áratug s.k. styrktarmaður Sjálfstæðisflokksins, og flokksbundinn þar nokkrum árum betur!
Ég greiddi nk. tíund í flokksjóð, c.a. 4000 krónur á ári sem drógust af Visareikningi mínum mánaðarlega. Þetta lét ég mig hafa í þeirri trú að þessi flokkur minn, væri mannúðlegur og sanngjarn og hugaði jafnt að hagsmunum hinna smærri sem stærri. Taldi hann betri kost en forræðishyggju yfirgangssamra vinstri manna og spilltrar Framsóknarklíku sem hafði alltof lengi fengið að koma sínu fram.
En svo kom sælustundin ,þegar flokkurinn fékk sinn sterka "Fuhrer" og náði að komast til valda.
Gekk nokkuð bærilega framan af , en svo var Framsóknar-minknum aftur hleypt að kjötkötlunum ,og þá fór að halla á ógæfuhliðina. Saman sýndu þessir flokkar, eða öllu heldur Foringjar þeirra þjóðinni , fljótlega þvílíkan hroka og yfirgang, og þegar Foringi minna fornu drauma fór að skattyrðast við okkar minnstu bræður ,öryrkjana, og gerðist helsti talsmaður sérhagsmunahyggjunnar, nefnilega kvótaránsins, jafnframt aukinni skattpíningu lág-og meðaltekjufólks. þá fékk ég nóg og sagði mig úr þessum félagsskap.
En semsagt, ég hef það á samviskunni að hafa tekið af takmörkuðum tekjum míns barnmarga heimilis, til að ala þennan monster sem Sjálf(græðg)(stæð)isflokkurinn síðar varð.
Í dag skammast ég mín fyrir að hafa haft trú á þessum mönnum!
Dauðskammast mín!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég samhryggist þér! Það er kannski hægt að fá endurgreitt? Hér eru augljós vörusvik:
Auðun Gíslason, 24.1.2009 kl. 15:44
Skil þig mjög vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2009 kl. 15:11
Mér hætti til að öfunda fólk sem græddi,en stórgróðafólk undanfarin áratug er búin að flytja stórfé út úr landinu.Í þá„ gömlu góðu daga „þegar menn græddu t.d. á loðnuvertíð var nánast allri hýrunni eytt innanlands.Skárra að fleiri græði aðeins minna og kaupi vöru og þjónustu .Risapeningasummur enda oft bara að litlum hluta hér innanlands.
Hörður Halld. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.