Hugarfarsbreyting!

Nú eru menn unnvörpum að átta sig á fáránleika ofurlaunastefnunnar.

Auðvitað getur verið réttlætanlegt að hafa nokkurn launamun, einhver hvati þarf að vera til að fólk leiti sér menntunar og fái metnað til að sækjast eftir stjórnunarstörfum.  Hitt hef ég aldrei skilið, að í heimi , þar sem margur hefur vart til hnífs og skeiðar sé talið réttlætanlegt að greiða einstaklingum í tugavís margföld nauðþurftarlaun.

Ég stakk uppá því fyrir rúmum 20 árum , á fundi með Þorsteini Pálssyni þ.v. forsætisráðherra, að fyrirtæki yrðu látin gjalda þess skattalega ef þau greiddu sínum silkihúfum úr hófi fram í launum og öðrum viðurgerningi. Sló þessu fram í hálfkæringi, en þó með ákveðnum undirtón.

Á þeim árum  voru erfiðir tímar sem oft áður og atvinnuþref, og margur vanhaldinn í launum meðan aðrir töldu sér sæma að þiggja margfalt umfram þarfir, gjarnan þeir sömu og þóttust ekki hafa efni á að greiða starfsmönnum sínum nauðþurftartekjur.

Skipti náttúrulega engum togum, að "frelsispostulinn íhaldsins" Þorsteinn P. vildi senda mig rakleiðis til Síberíu, ef ég væri þá einu sinni tækur þangað.  "Það ríkti jú samningsfrelsi í landinu"!

Gott ef ekki var nýbúið að ómerkja kjarasamning einhverra við ríkið með bráðabirgðalögumAngry.


mbl.is Vilja lækka laun stjórnenda lífeyris VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband