Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Stolið og staðfært hnoð!
11.11.2008 | 16:04
Íhaldsþý og auðvaldsræksn,
enn að völdum húka.
Samfylkingar sauðagæksn,
sitja hjá og kúka.
Það er eiginlega ekki hægt annað en taka stórt upp í sig! Eru þetta vitleysingar?
11.11.2008 | 15:01
Æ skýrar kemur á daginn að þetta fólk sem við höfum treyst fyrir stjórn landsins er dómgreindarlaust pakk!
Ráðherrar sem yfirmenn málaflokka eiga að segja af sér ef undirmenn þeirra klúðra hlutunum! Þá er það engin afsökun að þeir hafi ekki vitað um þá sjálfir. Það er auðvitað staðfesting á að þeir hafa ekki unnið sína vinnu og/eða kunnað að velja sér undirmenn!
Ábyrgðin er samt ráðherrans, en auðvitað eiga þeir að reka viðkomandi undirmann fyrst!
Vegið ómaklega að ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ónytjungar verkalýðshreyfingar!
9.11.2008 | 22:36
Skömm er að viðhorfum nýkjörins forseta ASÍ sem var hjá Sigmundi Erni í Mannamáli í kvöld ásamt Þór Sigfússyni formann S.A.
Hann kóar með og ver óviðeigandi setu formanns stéttarfélags í bankaráði , þar sem hann tóku þátt í ofurlaunasukkinu og gamblinu með lífeyrissjóði landsmanna.
Rökin ,að þessir menn verði að gæta hagsmuna lífeyrissjóðanna eru ekki haldbær. Verkalýðshreyfingin f.h. lífeyrissjóðanna á auðvitað að kjósa fulltrúa til eftirlits með þessum eigum sínum, en það mega aldrei vera sjálfir forystumennirnir sem eru settir í þá stöðu að vera beggja megin borðsins, þiggjandi feita bitlinga úr hendi viðkomandi banka.
Þá er snautlegt viðhorf þeirra kumpána beggja til þess hvort kjósa skuli sem fyrst.En þeir virtust báðir telja það fjarstæðu og óþarft.
Það er ekki hægt að óska A.S.Í. félögum til hamingju með nýjan forseta ef sú mynd sem af hans viðhorfum sem þarna birtust er sönn.
Þrælslundaðir kerfiskarlar og flokkaundirlægjur , stórhættulegir hagsmunum umbjóðenda sinna!
Hvernig gat mönnum yfirsést hversu skaðlegir kaupréttarsamningar stjórnenda og starfsmanna banka geta verið!
6.11.2008 | 14:41
Eftir uppá komuna í Kaupþingi hlýtur öllum að vera ljóst ,að það hlýtur að vera algjört eitur að leyfa stjórnendum og starfsmönnum fjármálastofnana að eiga hlut í þeim og eða fá lán í eigin banka!
Þetta er beinlínis ávísun á hrun viðkomandi stofnunar fyrr eða síðar!
Eru lífeyrissjóðirnir ósnertanlegir?
6.11.2008 | 13:48
Væri þeim ekki raunverulega betur varið til að létta eitthvað undir með okkur í gegnum þessa efnahagslegu lægð ,sem meðal annars er á ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna okkar, eins og að ríghalda í þá og verðtryggingu þeirra inní óvissa framtíð.
Hver segir að þessir 500 milljarðar sem okkur er sagt að ávaxtaðir séu í útlöndum gufi ekki einfaldlega upp einhvern daginn í efnahagslegum áföllum og svikastarfsemi á mörkuðum heimsins!
Búið er að ljúga hinn vinnandi mann fullan um þá framtíðartryggingu sem felst í að leggja í lífeyrissjóði. Hið opinbera ,ríkið hefur miskunnarlaust komið aftan að fólki og hirt í mörgum tilfellum rjómann af þeim ávinningi með skerðingarmörkum bóta og allrahanda fiffi.
Séreignasparnaðurinn ætti umsvifalaust að verða laus til útborgunar hjá þeim sem þess óska , í ljósi aðstæðna sem eru uppi.
Athuga hvort ekki sé fært að koma á einhverskonar gegnumstreymissjóðum í lífeyrismálum.
Losna þannig við spillingarhvatann sem fylgir því að verkalýðsrekendur eru að kaupa sjálfum sér stöður með aðkomu að ráðstöfun þessa fjár!
Ef ég, sem bílstjóri á hópferðabíl, keyri útaf með fullan bíl af fólki!
6.11.2008 | 11:22
Og þegar allir hafa brölt úr bílnum,vonandi lítt sárir en samt eitthvað lemstraðir, ýmist á sál eða líkama, finna vínlykt af mér. Enda ég sýnt af mér nokkuð annarlegt aksturslag síðustu kílómetrana. Rásað á milli kanta jafnvel, gefið í og svo snarbremsað svo bílinn hentist stjórnlaus útaf!
Hverjar eru þá líkurnar til að farþegarnir vilji að ég fái að aka þeim áfram á áfangastað ?