Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Eru íslensk stjórnvöld að missa sig i fasískum vinnubrögðum?
22.11.2008 | 13:16
Maður hefur verulegar áhyggjur af þessari framgöngu gegn ungum manni sem ekkert hefur til saka unnið annað en mótmæla með friðsamlegum hætti! Eða hvað?
Er fánastöng Alþingishússins mikið sködduð?
Vonandi fá yfirvöld á baukinn fyrir, ef þetta reynist lögleysa og valdníðsla!
Bónusfánamaður handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er auðvitað ekki í lagi ......
21.11.2008 | 12:53
með svona fólk sem veit ekki hvað traust er.
Rugludallar sem eru búin að keyra allt í kaldakol , halda að þeim verði treyst fyrir endurreisninni!
Hissa á ummælunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Staðfesting á skítlegu eðli?
20.11.2008 | 10:52
það er ekki hægt annað en að furða sig á hversu lágt hann Dabbi blessaður hefur verið tilbúinn að leggjast til að koma höggi á fjandvin sinn Ólaf Ragnar!
En í ljósi síðustu messu hans þarf svosem engan að undra.
Líklega var nokkuð til í því sem forhertur allaballi sagði við mig ,sem þá, nýkominn af landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991 var afar stoltur af aðkomu minni að kosningu nýs formanns.
"Ég held að þið séuð ekki í lagi! þessi maður er sko geðbilaður".
Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig í ósköpunum dettur stjórnvöldum í hug að skera niður í lífsnauðsynlegum opinberum rekstri?
20.11.2008 | 00:00
Við þær aðstæður sem nú ríkja?
Maður hefði haldið að sjaldan hafi verið mikilvægara að halda í öll störf á vettvangi umönnunar og heilbrigðisþjónustu en einmitt nú!
Einnig aðrar opinberar framkvæmdir ,s.s. vegagerð .
Nei það virðist vera efst í huga stjórnsýsluflónanna ,sem sum hver stóðu að Kárahnjúkauppbyggingunni á þenslutímum, að lama atvinnulífið sem mest þau mega núna í samdrættinum!
Uppsagnir ekki ákveðnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verðtryggingaraðallinn á yfirreið!
18.11.2008 | 22:50
Sorglegt hvað þessi blessuð verkalýðshreyfing er blind á hvað kemur umbjóðendum hennar best.
Foringjarnir hugsa aðallega um hvað kemur þeim sjálfum best! Nefnilega að fá að sukka með sjóði sem fólkið leggur sína tíund í, oftast af takmörkuðum efnum, en þeir þiggja síðan sjálfir tröllaukna umbun fyrir að ráðskast með .
Allt tal um afnám verðtryggingar barið niður með vísan í að lífeyrisskerðingar í framtíðinni.
En hvað höfum við að gera með einhverja óvissa framtíð ef við lifum ekki af nútíðina?
Líflegur ASÍ-fundur í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Afsagnarhefð að myndast á Íslandi?
18.11.2008 | 21:55
Mann rekur í rogastans síðustu daga yfir afsögnum framsóknarforkólfanna tveggja, Bjarna og Guðna.
Bjartsýnir vonuðu að hér væri verið að ryðja braut fyrir aðra pólítíkusa og embættismenn sem almanna- og alheimsrómur telur að miklu heldur þyrftu að taka haldapokann sinn.
Því miður eru litlar líkur að slíkt verði, því auðvitað voru þessir ágætu menn ekki að axla ábyrgð vegna brota gegn landi og þjóð , heldur flokknum sínum. Gjörspilltir stjórnmálamenn þessarar þjóðar telja sig nefnilega fyrst og fremst þurfa að standa flokknum sínum reikningsskil gerða sinna, en er slétt sama hvort þeir hafa svikið, og svínað á kjósendum sínum.
Almenningi þessa lands.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að athafna sig á vettvangi glæps sem maður hefur sjálfur framið!
18.11.2008 | 10:16
Horfði á löggumynd í sjónvarpinu í gærkvöldi, sem er ekki í sjálfu sér frásagnarvert.
En smám saman rann upp fyrir mér samlíkingin við íslenskan veruleika í dag.
Semsagt lögreglumaður "lenti" í því að verða mannsbani í átökum við fíkniefnadela, var kannske með eitthvað óhreint í pokahorninu sjálfur! Sá reyndar ekki upphaf myndarinnar.
Nema hvað ? Hann var kallaður til sjálfur meðal annarra lögreglumanna til að rannsókna á vettvangi, var held ég sérfræðingur í blóðrannsóknadeild jafnvel. Hann mætti auðvitað, sakleysið uppmálað og fór að hamast við að fjarlægja allt sem gæti vísað á hann sjálfan, m.a. tönn eða jaxl sem sýndist mér sem hann hafði misst í átökunum.
Nákvæmlega hliðstæða þess sem er að gerast í íslensku stjórn og bankakerfi í dag!
Sjálfir vafagemlingarnir á vettvangi að eyða sönnunargögnum sem gætu vísað á þá sjálfa,..... eða hvað?
Ég veit ekki hvort er nokkuð verra......
17.11.2008 | 23:40
að vondu karlarnir séu úti í Evrópu, en ekki okkar eigin hrokafullu Sjálfstæðis, Samfylkingar- eða Framsóknargikkir sem hingað til hafa kúgað okkur með KVÓTAKERFUM ANDSKOTANS TIL LANDS OG SJÁVAR, VERÐTRYGGINGU OG HVERSKONAR VITLEYSU!
Kannske gæti þá þjóðin staðið sameinuð gegn ÓSKÖPUNUM!
Ég hef litla trú á að við verðum nokkuð frekar rænd eigum okkar og sjálfsbjargarrétti ,heldur en raunin er orðin undir stjórn þess vitfirrta og spillta sjálftökuliðs Framsóknar og Íhalds sem hér skilur eftir sviðna jörð eftir áratuga stjórnarforræði!
Til Ingibjargar !
11.11.2008 | 23:44
Þá Geira ráð um gengi,
vart gagnast okkur nein.
Ei líður honum lengi,
að lemja haus við stein.
Þá lætur til þín taka,
tekur á þig rögg.
Honum á kaldan klaka,
kemur, vertu snögg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2008 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Til Geirs!
11.11.2008 | 23:06
Upp er runninn erfið tíð,
allt að frjósa.
Vilji stjórnin forðast stríð,
strax skal kjósa.
Aulasvör og afglöp stór,
ei líðum drengur.
Seðlabanka syndin stór,
ei sitji lengur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)