Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Bændur að sligast af völdum kvótakerfisins?

Sérkennileg hagfræði að það geti verið hagræðing fyrir atvinnugrein að búa til aukakostnaðarlið sem veruleg fjárhagsleg þyngsli eru af og ljúga í menn að það sé til eflingar greininni!

Líkt og í sjávarútveginum hafa menn komist upp með það áratugum saman að ljúga í bændur að kvótakerfið sé til hagræðingar fyrir greinina.

Niðurgreiðslum og styrkjum sem áður voru til staðar í landbúnaðinum var pakkað saman í s.k. beingreiðslur, eða greiðslumark til bænda. Auðvitað spratt upp markaður með þessi réttindi, því framan af var með fasískum hætti hengt saman rétturinn til að framleiða á markað og rétturinn til að fá þessar greiðslur.

Líkt og í fiskveiðunum hafa menn síðan selt þessi réttindi sín á uppsprengdu verði til örvæntingarfullra bænda sem hefur verið talin trú um að þetta sé framtíðin. Upphaflegir handhafar réttarins verðmæta fara svo í auknum mæli útúr greininni með fjármuni, en eftir stendur ofurskuldugur landbúnaður. 

 Segir sig sjálft að erfitt er að taka við keflinu í búskapnum þegar menn þurfa ofaná tugmilljónafjárfestingu í jarðnæði, bústofni og búnaði , að festa milljónatugi á okurvöxtum í að kaupa sér markaðsaðgengi sem áður kostaði ekki neitt. Bændur eru komnir í hring. Aftur orðnir ánauðugir skuldarar á klafa banka eða afurðastöðva, sem í sumum tilfellu hafa haft milligöngu um að útvega framleiðsluréttindin ,gegn kvöð um innleggsskyldu afurða. Áður voru það Kaupfélögin sem áttu margan bóndann með þessum hætti.

Hvernig getur verið glóra í að kaupa sér réttinn til að framleiða mjólkurlíterinn á 300-400 kr eða sem nemur allt að þeirri upphæð sem er verið er að tryggja sér í beingreiðslur á samningstímanum hverju sinni. Þá stendur útaf að greiða allan vaxtakostnað af þessu.

Ekki furða að landbúnaðarafurðir sé dýrar á Íslandi þegar greiðslur sem í upphafi voru hugsaðar til niðurgreiðslu , þ.e.  lækkunar vörunnar ,fyrst á sölustigi síðar á framleiðslustigi , beinlínis fara að virka sem verðlækkunarhindrandi. Halda uppi háu matvælaverði og vinna gegn hagræðingu sem kann að hafa fengist af samþjöppun í greininni.

 

 


Steinunn Valdís ber saman epli og appelsínur!

Umræða á alþingi um starfsheitið ráðherra sýnd í morgun. Steinunn Valdís flutningsmaður tillögu um að finna nýtt ókynbundið heiti reyndi með lélegum kynjarökum að rökstyðja sitt mál. Greip m.a. til vafasamrar samlíkingar að segja, að engum þætti það við hæfi að ávarpa hana Herra Steinunni Valdísi, eða  karl á þingi t.d.Frú Árni Johnsen . (man ekki fyrir víst hvern hún tiltók í dæmi sínu).

Hér segi ég hana vera að bera saman ólíka hluti, herra eða frú í þessu tilliti er allt annars eðlis, en sem starfsheiti. Steinunn Valdís yrði að sjálfsögðu ef hún fengi ráðuneyti til umráða,Frú Steinunn Valdís Jafnréttismálaráðherra, en Árni Johnsen gæti hæglega kallast Herra Árni Johnsen Prófkjörshetja fyrir afrekið að komast svo fljótt til starfa aftur á löggjafarsamkomunni eftir það sem á undan er gengið!

En Árni benti ráttilega á að karlar kveinkuðu sér ekki undan að vera kallaðir hetjur þótt það sé kvenkynsorð.

Ljóskir þingmenn með hálfvitamálflutning!

Var að fylgjast með störfum á alþingi áðan ,þar sem til umfjöllunar var hugsanleg viðbrögð við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, um fiskveiðstjórnarkerfi okkar Íslendinga, að það bryti mannréttindi. Sýndist flestum að okkur yrði ekki stætt á að koma ekki til móts við álitið og gera lagfæringar sem tryggðu að mannréttindi yrðu virt.

 Ekki þó talsmenn Sjálfstæðisflokksins,þeir draga lappirnar sem stundum áður í þessum málaflokki. Lúbarðir til hlýðni af kvótaaðlinum, líktu þau, Sigurður Kári Kristjánsson og Arnbjörg Sveinsdóttir málflutningi þeirra sem vilja úrbætur við árásir á sjávarútveginn! 

Minnir mig á þá gömlu góðu daga meðan SÍS og kaupfélögin voru uppá sitt besta og maður leyfði sér stundum að gagnrýna störf þeirra sem leiddu samsteypurnar, og ýmsar ákvarðanir þeirra . Þá voru menn barðir niður með því að þetta væri árás á Samvinnuhreyfinguna í heild! Semsé gagnrýni á ákvarðanir ráðinna og kjörinna misviturra starfsmanna var árás á SÍS-ið sjálft! Þetta virkaði því miður alltof lengi á heilaþvegna félagsmenn og almenna starfsmenn hreyfingarinnar. Öll vitum við örlög SÍS og flestra kaupfélaganna,kannske vegna þess að gagnrýni taldist drottinssvik!

En í dag er fólk orðið það upplýst að svona plötusláttur gengur vonandi ekki í almenning. Kvótakerfið sem verið er að krefjast breytinga á hefur sannanlega farið illa með sjávarútveginn hvernig sem á er litið!

Gagnrýni á það kerfi sem þeim hörmungum hefur valdið, getur ekki talist árás á sjávarútveginn.  Hér er verið að krefjast að snúið sé af braut illrar meðferðar á atvinnugreininni,meðferðar sem aðeins hefur þjónað hagsmunum fárra.

Þingmenn eiga ekki að leyfa sér svona heimskulegan málflutning. Rökstudd gagnrýni á kerfi sem valdið hefur ómældum skaða í sjávarútvegi, öllum nema örfáum lukkuriddurum sem tókst að véla útúr þjóð sinni gefins einkaafnot sér og sínum til handa á fiskistofnum við landið, er ekki árás á sjávarútveginn sem slíkan , Arnbjörg og Sigurður Kári, þvert á móti er hér tekið til varna fyrir greinina! !

 

 


Brosleg hugmynd! Hví ætti ríkið að kaupa það sem það á?

Greiðslumarkið er verðmæti fyrir tilverknað ríkisins. Semsagt ávísun á styrk til framleiðslunnar.

Engin rök eru fyrir að kaupa þetta af bændum. Samningurinn er tímabundinn og ef ekki er vilji af hálfu hins opinbera  að endurnýja hann , þá einfaldlega er það staðreynd sem bændur verða að sætta sig við. Þeir geta eftir sem áður  framleitt sína vöru, en þurfa e.t.v. að skoða verðlagninguna.

Það eina sem gerist er að vafasamt forskot sumra bænda er af þeim tekið! Getur varla kallað á bótaskyldu ef samnings tíminn er útrunninn,eða hvað?


mbl.is Ríkið kaupi kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Augu æ fleiri opnast fyrir þeim lyga og svikavef sem spunnin hefur verið .

Vonandi fá þeir sem ábyrgir eru fyrir þessari stærstu aðför að atvinnu- og eignaréttindum landsbyggðarfólks sinn dóm í sögu og fræðiritum framtíðarinnar.
mbl.is Telja kvótakerfið getulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband