Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvernig getur verið óviðeigandi að fjalla um náttúruvernd í kirkjum?

Held að þeir hljóti að misskilja eitthvað sem telja verndun umhverfisins utan viðfangsefna kirkjunnar.

 Ólíkt finnst mér sú kirkja standa mér nær en sú sem galar einhverjar særingar upp úr fornum skræðum sem enginn veit hver samið hefur!


Meirihlutamyndanir í sveitarstjórnum á gráu svæði?

Vísa hér aftur til ábendingar minnar í grein Ámunda Loftssonar hér næst á undan.

Hef stundum velt fyrir mér, líkt og Ámundi, lögmæti þess að s.k. meirihlutar geti sest á málefni sveitarfélaga og jafnvel haldið upplýsingum frá hluta kjörinna fulltrúa sinna til lengri eða skemmri tíma.

Tel að líta verði svo á að allir réttkjörnir fulltrúar sveitarfélags hafi jafnan rétt til að fá allar upplýsingar sem varða sveitarfélag sitt og allar fyrirætlanir um framkvæmdir og annað sem það varðar svo fljótt sem verða má. Þeir eru allir kjörnir sem jafnréttháir  til að fara með stjórn sveitarfélagsins í upphafi.

Vantar sennilega viðurlög til að taka á þeim sem brjóta gegn þessari sjálfsögðu reglu.

Fyrirframgefnir meirihlutar eru í sjálfu sér óþarfir þannig séð, því auðvitað myndast í umræðunni um málaflokka meirihlutar um það sem vænlegt þykir fyrir viðkomandi sveitarfélög.

 


Þörf ábending Ámunda!

Ámundi Loftsson ritar þarfa hugvekju í Fréttablaðið í dag undir titlinum ,

"Meðferð valds.

Menn hafa farið mikinn vegna síðustu meirihlutamyndunar í borgarstjórn Reykjavíkur. Þótti sumum þetta réttur framgangur lýðræðisins. Aðrir tala um lygi, svik, launráð og valdafíkn.

Ekkert hefur þó verið minnst á hvort meirihlutamyndun sé nauðsynleg í sveitarstjórnum. Eða stjórnmálum yfirleitt. Hvað felur hún í sér og er hún lýðræðisleg? Við myndun meirihluta er einnig myndaður minnihluti. Með því er afstaða og atkvæði þeirra sem kusu þá sem í minnihluta lenda að nánast engu gerð. Það geta verið einir í dag og aðrir á morgun eins og dæmin sanna.

Það er undarlegur siður og í raun magnað að það skuli viðgangast að hluti kjörinna fulltrúa geti bundist samtökum um að ræna aðra fulltrúa möguleikum á að gegna því starfi sem þeir voru þó kosnir til að sinna. Það er í fyllsta máta andlýðræðislegt að mynda meirihluta um útilokun minnihlutans. Þetta á sér ekki stoð í sveitarstjórnarlögum og þarf að banna. Verksvið sveitarstjórna er að mestu afmarkað og bundið í lögum og lítill ágreiningur manna eða flokka þar um. Ekkert er heldur athugavert við að breytilegur meirihluti myndist við afgreiðslu mála. Þvert á móti er það mikið eðlilegra en að atkvæði séu greidd eftir fyrirfram gerðu samkomulagi um gagnkvæman stuðning til meiri valda en upp úr kjörkössunum kemur og útilokunar allt að helmingi kjörinna fulltrúa.

Þess vegna er það brýnt íhugunarefni hvernig menn fara með það umboð sem þeim er fengið.

Nýr borgarstjóri í Reykjavík var kjörinn í nafni Frjálslynda flokksins sem hann hefur gengið úr, aukinheldur er hann rúinn trausti félaga sinna í borgarstjórn. Hann er engu að síður borgarstjóri vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn seldi honum helming þess valds sem hann fékk frá kjósendum sínum fyrir það gjald að gera nærri helming borgarfulltrúa valdalausan.

Höfundur er verktaki"

Þetta er auðvitað mergurinn málsins. Kjörnum fulltrúum er trúað fyrir því í sameiningu að tryggja skynsamlega stjórn sveitarfélaga og þetta meiri-minnihlutarugl er gengið algjörlega út í öfgar.


Fréttablaðið í dag! Hvenær fáum við svona stjórnmálamenn?

 

Hér sjáum við í reynd þann mikla mun sem er á siðferði íslenskra stjórnmálamanna samanborið við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Í stað þess að verjast og afneita sök með rökleysum eins og við höfum ítrekað mátt hlýða á af munni íslenskra ráðherra sem hafa verið staðnir að vafasömum gerningum, er veruleikinn hjá frændum vorum í Skandinavíu þessi:

"Upplýsti forsætisráðherra ekki um vinskap.

Noregur Manuela Ramin-Osmundsen, ráðherra barna- og jafnréttismála í Noregi, sagði af sér á fimmtudag, aðeins fjórum mánuðum eftir að hún tók við embættinu. Hún hafði gert þau mistök að skipa vinkonu sína, Idu Hjort Kraby, í embætti umboðsmanns barna. Engu breytti þótt Kraby hafi að flestra mati tvímælalaust verið hæfust allra umsækjenda í embættið.

Það sem úrslitum réði var að Ramin-Osmundsen hafði ekki skýrt frá fyrri kynnum þeirra opinberlega. Hún hafði heldur ekki upplýst Jens Stoltenberg forsætisráðherra um vinskap þeirra, sem staðið hefur í sextán ár.

Í gærmorgun, daginn eftir að ráðherrann sagði af sér, sendi Kraby síðan frá sér yfirlýsingu um að hún hefði sagt af sér sem umboðsmaður barna, aðeins viku eftir að hún var skipuð í embættið. Í yfirlýsingunni segist hún líta svo á að embætti umboðsmanns barna verði að geta "þolað deilur og átök á opinberum og pólitískum vettvangi, þegar barist er fyrir hagsmunum barna". Embættinu sé best þjónað með því að ekki verði með nokkru móti hægt að "draga í efa lögmæti þess og sjálfstæði".

Kraby hafði reyndar skömmu fyrir jól dregið til baka umsókn sína um embætti umboðsmanns barna. Þann 3. janúar hittust þær Kraby og Ramin-Osmundsen hins vegar yfir hádegisverði ásamt fleiri kvenkyns lögfræðingum. Við það tækifæri átti ráðherrann samtal við sameiginlega vinkonu þeirra beggja, sagðist hafa frétt að Kraby hafi dregið umsókn sína til baka og sagði það synd því hún væri sterkur umsækjandi. Daginn eftir hringdi Kraby í ráðuneytið og bað um að umsókn sín yrði tekin með við afgreiðslu málsins.

Þessa atburðarás vissi Stoltenberg forsætisráðherra ekkert um fyrr en að morgni fimmtudagsins nú í vikunni, sama dag og Ramin-Osmundsen sagði af sér.

Ramin-Osmundsen er frá eyjunni Martinique í Karíbahafinu, þar sem Frakkar ráða ríkjum, og var því franskur ríkisborgari þegar hún giftist Norðmanninum Terje Osmundsen árið 1987. Sama ár lauk hún lögfræðinámi í París. Þau fluttu til Noregs árið 1991 og hún hlaut norskan ríkisborgararétt í október árið 2007, rétt áður en hún varð ráðherra barna- og jafnréttismála í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs. Hún varð þar með fyrsti innflytjandinn í Noregi sem settist á ráðherrastól. - gb"

Gott væri nú ef Árni "settur" tæki sér konuna til fyrirmyndar.

Hér virðist ekki deilt um að sú hæfasta hafi verið valin, heldur yfirsjón að greina ekki frá vinskap sem gat valdið vanhæfi þess sem skipaði.

(feitletranir eru síðuritara)


Ósköp yrði það heiminum til mikillar farsældar ef þjóðir heims kæmu sér saman um að banna trúarbrögð!

Það er auðvitað engin hemja að heimsbyggðin skuli þurfa að búa við allt þetta tilgangslausa ofstæki sem viðgengst víða í nafni trúarbragða.

Ég er farinn að hallast að því að framtíðin muni hlægja að okkur fyrir að láta þessi hindurvitni draga okkur á asnaeyrum öldum saman.

Líklega yrði að fara leið Þorgeirs Ljósvetningagoða til baka frá vitleysunni.  Leyfa mönnum að blóta á laun á aðlögunartímanum en stjórnvöld hefðu lagalega stöðu til að taka umsvifalaust á öllum vitleysisyfirgangi í nafni hverskonar trúar

 


mbl.is Líkur taldar á mótmælum múslíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum Vilhjálmi frí en rifjum upp glöp setts dómsmálaráðherra í Stóra-héraðsdómaraskipunarmálinu!

Einhvern veginn finnst mér nóg komið af látunum kringum borgarstjórn Reykjavíkur, og þetta endalausa nagg út í Vilhjálm blessaðan, þótt réttmætt sé, farið að gerast leiðigjarnt og jaðra við persónulegt einelti.

Á meðan hefur fennt yfir annan ekki síður gagnrýniverðan skandal, semsé ómálefnalega og líklega ólögmæta skipun í dómaraembætti hér fyrir Norður og Austuramtið.

Verður ekki annað sagt en hasarinn í Reykjavíkursýslu hafi komð á besta tíma fyrir Árna Mathiesen.


Blóð krists og gralið helga .

Hef verið að lesa bókina undanfarna daga. Niðurstaða höfunda ,Michael Baigent,Richard Leigh og Henry Lincoln, sýnist mér vera ,að við höfum verið höfð að fíflum.

 Kirkjunnar menn gegnum tíðina í samráði við veraldlega höfðingja fyrr á öldum hafa falsað söguna og hagrætt staðreyndum að eigin geðþótta í þeim tilgang að hafa stjórn á lýðnum. Upphaflega í þágu Rómaverskra keisara. Gæska Guðs gegn helvítisógninni hefur verið notuð sem stjórntæki til að ráðskast með almenning.

Jesú  var auðvitað mennskur maður getinn af karli og konu á hefðbundinn hátt. Var  kannske af fornri konungsætt og barðist til áhrifa á þeim forsendum. Var á sinn hátt gagnrýninn á spillt og afvegaleitt siðferði síns tíma og á þeim forsendum kannske hægt að virða hans skoðanir en ekki að tilbiðja sem guðlega veru.

Hann var giftur og átti að öllum líkindum afkomendur . Kirkjan hefur gegnum aldirnar reynt að eyða öllum vísbendingum þess að svo hafi verið. Svifist einskis í þeim tilgangi að viðhalda hinni fölsku imynd um upprisuna, sem hefur ekki síst orðið til að hefja Jesú á hinn Guðlega stall. Tilgáta er um að hann hafi komist lifandi frá krossfestingunni, jafnvel að staðgengill hafi verið krossfestur eða ástand hans ekki verið lífshættulegt , þannig að í samráði við Pílatus hafi hann verið tekinn fyrr en tíðkaðist af krossinum og náð heilsu á ný og verið komið undan.

 

 


Er fjárhagsleg hagkvæmni af að búa til nýjan óþarfan kostnaðarlið inn í rekstur ?

Kvótakerfin eru afætukerfi sem bera í sér dauðann fyrir þær atvinnugreinar sem lenda í þeirri áþján sem þau valda.

Íslensk stjórnvöld verða að vitkast og hætta að hlusta á þá fáu sem hafa persónulegan hag af að viðhalda þessari vitleysu. Stjórnvöld sem taka hagsmuni fárra fram yfir hagsmuni fjöldans eru sek um landráð.


Kvóti ljóti til lands og sjávar er uppfinning þess vonda!

Neita ekki að nú hlakkar í fyrrverandi Brúnabónda.

Ófáar skammarræðurnar flutti hann gegn þessari uppfinningu Andskotans sem kvótakerfin eru(fyrirgefið orðbragðið). Fékk á sig kverúlantastimpil fyrir vikið og fleiri sem voru sama sinnis og voru litnir hornauga af hinum réttsýnu bændahöfðingjum sem létu gráðuga ,slóttuga gróðamenn plata sig til þeirra óhæfuverka, sem það er að pakka atvinnuréttindum heillar stéttar saman framleiðslukvóta sem gengur kaupum og sölum eftir lögmálum markaðarins þar sem meirafífls kenningin hefur svo sannarlega sannað sig.

Bændur hafa unnvörpum látið narrast til að kaupa sér aðgang að styrkjum hins opinbera til landbúnaðarins á uppsprengdu óraunhæfu verði. Verði sem ólíklegt er að skili sér nokkurntíman til baka með tilliti vaxtaokursins . Eftir situr hnípin stétt í vanda meðan upphafsmennirnir eru flestir löngu komnir í öruggt fjárhagslegt skjól eftir feitar sölur á eigin kvótum!

Allt var þetta gert undir yfirskyni nauðsynlegrar hagræðingar í atvinnugreininni og stórkostleg eignaupptaka hjá þeim sem ekki mökkuðu rétt fyrir þessa vitleysu réttlætt með þjóðarhag sem yfirvarp.

Stórkostlegt að lesa umsögn núverandi formanns Bændasamtakanna um árangurinn !

"Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þyrftum að endurskoða þetta kerfi(kvótakerfið)Á margan hátt hamlar það bæði hagræðingu og framförum í landbúnaði".

Kerfið hefur semsagt reynst álíka stórkostlegt og kvótakerfi sjávarútvegsins!

 


mbl.is Eigum að feta okkur frá kvótakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ég kaupi eitthvað og veit að sá sem seldi ,hvorki átti né hafði heimild til að selja mér ....

Get ég þá ekki búist við að þurfa að skila því aftur til rétts eiganda án þess að eiga kröfur á hann á móti.

Málflutningur LÍÚ-ara er enn sem fyrr á þeim nótum að eitthvað sé óeðlilegt við að útgerðarmenn þurfi að taka á sig skellinn af því að hafa látið ginnast til að kaupa veiðiheimildir , augljóslega í eigin áhættu,á uppsprengdu verði  því lögin beinlínis taka fram í upphafsgrein að eignaréttur eða óafturkræfur umráðaréttur geti aldrei fylgt úthlutun veiðiréttindanna.

Ef íslensk stjórnvöld þurfa að taka upp kerfið til að geta staðið við alþjóðasáttmála sem við höfum staðfest, þá eru það fullkomlega lögmætar ástæður til að afturkalla þær veiðiheimildir sem til þarf!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband