Þörf ábending Ámunda!

Ámundi Loftsson ritar þarfa hugvekju í Fréttablaðið í dag undir titlinum ,

"Meðferð valds.

Menn hafa farið mikinn vegna síðustu meirihlutamyndunar í borgarstjórn Reykjavíkur. Þótti sumum þetta réttur framgangur lýðræðisins. Aðrir tala um lygi, svik, launráð og valdafíkn.

Ekkert hefur þó verið minnst á hvort meirihlutamyndun sé nauðsynleg í sveitarstjórnum. Eða stjórnmálum yfirleitt. Hvað felur hún í sér og er hún lýðræðisleg? Við myndun meirihluta er einnig myndaður minnihluti. Með því er afstaða og atkvæði þeirra sem kusu þá sem í minnihluta lenda að nánast engu gerð. Það geta verið einir í dag og aðrir á morgun eins og dæmin sanna.

Það er undarlegur siður og í raun magnað að það skuli viðgangast að hluti kjörinna fulltrúa geti bundist samtökum um að ræna aðra fulltrúa möguleikum á að gegna því starfi sem þeir voru þó kosnir til að sinna. Það er í fyllsta máta andlýðræðislegt að mynda meirihluta um útilokun minnihlutans. Þetta á sér ekki stoð í sveitarstjórnarlögum og þarf að banna. Verksvið sveitarstjórna er að mestu afmarkað og bundið í lögum og lítill ágreiningur manna eða flokka þar um. Ekkert er heldur athugavert við að breytilegur meirihluti myndist við afgreiðslu mála. Þvert á móti er það mikið eðlilegra en að atkvæði séu greidd eftir fyrirfram gerðu samkomulagi um gagnkvæman stuðning til meiri valda en upp úr kjörkössunum kemur og útilokunar allt að helmingi kjörinna fulltrúa.

Þess vegna er það brýnt íhugunarefni hvernig menn fara með það umboð sem þeim er fengið.

Nýr borgarstjóri í Reykjavík var kjörinn í nafni Frjálslynda flokksins sem hann hefur gengið úr, aukinheldur er hann rúinn trausti félaga sinna í borgarstjórn. Hann er engu að síður borgarstjóri vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn seldi honum helming þess valds sem hann fékk frá kjósendum sínum fyrir það gjald að gera nærri helming borgarfulltrúa valdalausan.

Höfundur er verktaki"

Þetta er auðvitað mergurinn málsins. Kjörnum fulltrúum er trúað fyrir því í sameiningu að tryggja skynsamlega stjórn sveitarfélaga og þetta meiri-minnihlutarugl er gengið algjörlega út í öfgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er sannarlega góður punktur, og mjög eftirtektarverður, og þetta sjónarmið þarf að skoða með alvöru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.2.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband