Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Frá hvaða plánetu kemur þetta blessað fólk, s.k. trúnaðarmenn V.R.?
Misskilja þeir sitt hlutverk svo gjörsamlega, að þeir telji sig eiga að vera trúnaðarvini hins breyska foringja, en ekki gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, hins almenna félagsmanns?
Er fólkið ekki að ná því hvað er að gerast og gerjast í þjóðfélaginu þessa dagana?
Heyrir það ekki daglegar sukk og svínaríis sögur af Kaupþingi, þar sem þessi foringi þess var með í stjórn að blessa yfir ósómann?
Gunnar Páll fékk þorra atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það tókst!
27.1.2009 | 00:02
Þökk sé öllum þeim ósérhlífna mótmælenda-SKRÍL sem barði bumbur,potta og pönnur af miklum ELDMÓÐ síðustu viku og undanförunum sem með þrautseigju héldu uppi nöldri á Austurvelli og víðar.
Niðurstaðan sannar það líka ,að við megum aldrei leyfa Bjarnar-bófum landsins að hervæðast með svo öflugum hætti að hægt verði að berja niður réttmætar kröfur almennings með vopnavaldi.
Aldrei framar mun þjóðin láta hrokagikki á valdastólum beygja sig.
Gefum Íhaldinu laaaaaaaaannnngggggggt frí frá stjórnaráðinu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég bið þjóðina afsökunar!
20.1.2009 | 22:00
Ég var í rúman áratug s.k. styrktarmaður Sjálfstæðisflokksins, og flokksbundinn þar nokkrum árum betur!
Ég greiddi nk. tíund í flokksjóð, c.a. 4000 krónur á ári sem drógust af Visareikningi mínum mánaðarlega. Þetta lét ég mig hafa í þeirri trú að þessi flokkur minn, væri mannúðlegur og sanngjarn og hugaði jafnt að hagsmunum hinna smærri sem stærri. Taldi hann betri kost en forræðishyggju yfirgangssamra vinstri manna og spilltrar Framsóknarklíku sem hafði alltof lengi fengið að koma sínu fram.
En svo kom sælustundin ,þegar flokkurinn fékk sinn sterka "Fuhrer" og náði að komast til valda.
Gekk nokkuð bærilega framan af , en svo var Framsóknar-minknum aftur hleypt að kjötkötlunum ,og þá fór að halla á ógæfuhliðina. Saman sýndu þessir flokkar, eða öllu heldur Foringjar þeirra þjóðinni , fljótlega þvílíkan hroka og yfirgang, og þegar Foringi minna fornu drauma fór að skattyrðast við okkar minnstu bræður ,öryrkjana, og gerðist helsti talsmaður sérhagsmunahyggjunnar, nefnilega kvótaránsins, jafnframt aukinni skattpíningu lág-og meðaltekjufólks. þá fékk ég nóg og sagði mig úr þessum félagsskap.
En semsagt, ég hef það á samviskunni að hafa tekið af takmörkuðum tekjum míns barnmarga heimilis, til að ala þennan monster sem Sjálf(græðg)(stæð)isflokkurinn síðar varð.
Í dag skammast ég mín fyrir að hafa haft trú á þessum mönnum!
Dauðskammast mín!
Heybrókarháttur stjórnarandstöðunnar?
20.1.2009 | 21:06
Velti fyrir mér eftir atburði dagsins, því stjórnarandstaðan í heild sinni gekk ekki á dyr og sameinaðist mótmælendum fyrir utan.
Hefði getað lýst yfir að hún kæmi ekki aftur til þingstarfa fyrr en fyrir lægi að ræða skyldi tímasetningu kosninga til nýs alþingis og einhver mikilvægari mál, en virtust á dagskrá í dag.
Mér skilst að það hafi þótt brýnast, í ljósi aðstæðna, að keyra í gegnum þingið samþykkt fyrir brennivínssölu í matvörubúðum, svo illa haldinn almenningur eigi auðveldara aðgengi til áfengiskaupa, svo það geti drukkið frá sér áhyggjur, helst uppá hvern dag.
Kannske fengi þá þessi Óþurftarstjórn, sem virðist að stórum hluta skipuð ósómakæru undirmálsfólki, frið til að skipa málum á þann veg aftur, að spillingin sem hafa unnið sér friðhelgi hérlendis fái grasserað sem aldrei fyrr.