Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Er ekki einhver leið til að kæra þetta sem sakamál. Koma þeim undir lögreglurannsókn!

Með ólíkindum að þjóðin þurfi fyrst að sætta sig við svik þeirra í starfi sem eftirlitsaðila með lánastofnunum ,og svo þegar dómur er fallinn og ofan af svikunum flett, þá geti fulltrúar þeirra sem brugðust ganga í lið með "svikahröppunum!
mbl.is Tala máli kerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níðast á því sem þeim er til trúað!

Nú hafa talað fulltrúar þeirra stofnana sem brugðust þjóð sinni og þegnum með að sinna ekki eftirlitsskyldu sinni gagnvart lánastofnunum ,sem komust upp með það í 8-9 ár að lána ólöglega lán með erlendu gengisviðmiði sem tryggingu og tóku síðan stöðu gegn krónunni svo umrædd lán hækkuðu glæpsamlega.

Nú vilja þessir eftirlitsaðilar sem brugðust svo hrikalega verðlauna brotaaðilann með því að, gegn dómi æðsta dómstóls þjóðarinnar, leyfa þeim að bæta sér upp missi hins ólögmæta gengisgróða með mikið hærri vöxtum en lánaskjöl kveða á um.

Þetta hlýtur að vera fordæmalaus valdníðsla og ekkert annað! Lögleysa!


Þar kom það!

Stendur ekki á blessuðum Gjaldþrotabankanum að taka stöðu með þeim sem þeir meta sterkari.

Dæmigert fyrir fyrrverandi róttækan "vinstri" mann.


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökk sé Vilhjálmi, hann er annar af kannske 2 alvöruverkalýðsleiðtogum landsins!

Hinn er Aðalsteinn á Húsavík, enda þeir sem ASÍ vill nánast þagga niður í og einelta úr sínum húsum.

En allt sem haft er eftir Vilhjálmi í þessari frétt er aldeilis eins og talað út úr mínum munni!


mbl.is Segir „sveiattan" við málflutningi Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efast um dómgreind Jóns Steinssonar?

Það sem gleymist ítrekað hjá þessum snillingum sem gagnrýna niðurstöðu dómstólsins, er sú staðreynd að lánastofnanirnar eru gerendur glæps, brotlegi aðilinn. Það er því eðlilegt að þær beri skaða. Blessaðir einfeldningarnir fjalla um þetta eins og um saklausa sveitadrengi sé að ræða ,sem fái ómaklegan skell.  Lántakendur sk. gengistryggðra lána hafa þolað margt mótlætið vegna þess arna og því mega þeir  ekki fá einhverja umbun á móti ?

Samlíking: Ökumaður ekur bíl sínum drukkinn og lendir í árekstri, veldur öðrum ökumanni tjóni og eyðileggur sinn eigin bíl. Nú er víst næsta líkleg niðurstaða dóma í slíku máli að hinn drukkni ökumaður telst hafa fyrirgert rétti sínum til bóta fyrir sitt eigið ökutæki, og að auki skal hann venjulega greiða úr eigin vasa allan skaða hins. 

Upphafið að þessum árekstri var sá að aðilar mæltu sér mót á ákveðnum stað, en hinn ódrukkni vissi ekki,eða mátti vita , að félaginn væri óökufær og ólöglegur til aksturs. Hvort sem hann lagði að þeim drukkna að koma eða atvik voru á hinn veginn, að sá drukkni heimtaði stefnumótið, þá fengi sá drukkni ekki bílinn sinn að nokkru leyti viðgerðan nema á eigin kostnað, fyrir utan auðvitað að missa bílprófið!


mbl.is Efast um íslenska lögfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er Gylfi endanlega orðinn ómerkingur!

Menn héldu að AGS væri með þumalskrúfur á karlinum ef hann ónýtti ekki líklega réttarbót hæstarréttar, en hér er endanlega staðfest að hann er að ljúga að allt fari á hliðina ef  réttarríkið fær að virka, og réttlætið fram að ganga!
mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilur mannfíflið ekki íslensku?

Sé ekki betur en þau blessuð hjúin Jóhanna og Steingrímur verði að láta þetta heimska gerpi taka pokann sinn strax. Hann er að rústa trúverðugleika stjórnarinnar sem mátti ekki við miklu.

Þrátt fyrir að texti lagagreinar nr 18 í vaxtalögum, sem Gylfi segir styðja sinn málflutning rynni yfir skjáinn á mbl.is , þar sem nánast er rekið þveröfugt ofan í hann bullið , þá heldur hann því fram þveröfugri þýðingu laganna. Lögin semsagt tryggja rétt  neytandans/lánþegans!


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki búast við.....

Að stjörnuróttæklingar í líkingu við þá Má Guðmundsson "sérgóða", Mörð "Valgarðsson", og Kristinn H Gunnarsson "Lánþegasleggju", verði í framvarðarsveit þessa bráðnauðsynlega flokks?

Þetta eru víst nú um stundir helstu málsvarar lítilmagnans í landinu gagnvart fjármagninu!


mbl.is Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolröng aðferð!

Þótt einhverjir séu svo einfaldir að trúa því að eitthvað annað búi að baki dóma hæstarréttar um gengistryggingarmálin en þar er sagt, semsagt vilji gera einfalt mál flókið.  Þá eru samt engar forsendur  til að innheimta með fyrirvara sem verðtryggð íslensk lán.

Auðvitað ætti þá í besta falli að innheimta miðað við það sem dómurinn sem fallinn er segir, semsagt með samningsvöxtum og eftir atvikum að bjóða lántakendum að höfuðstóllin lækki sem nemur ofreiknaðri gengistryggingu, og fyrivarinn sé hafður um verðtryggingu eða hærri vexti ef dómar falla í þá átt!

Ég sé ekki að ætluð leið lánastofnana standist.


mbl.is Afnám gengistryggingar kostar 100 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættum að svara þursunum,- við gengislánafíflin!

Viðurkennum bara að við séum gráðug fífl sem létum ginnast af ennþá gráðugri lánastofnunum, sem buðu okkur að því er virtist miklu hagkvæmari lán en þau gengistryggðu íslensku. Við stukkum á þessi tilboð af því að við vildum ekki vera áfram ennþá meiri fífl að sætta okkur við hægan og öruggan efnahagslegan dauða sem þau ágætu verðtryggðu lán buðu okkur uppá.

Við vorum þvílík fífl að fatta ekki að helvítis mannaskítsglottið á lánafulltrúunum sem afgreiddu lánin voru ekki vegna samkenndar með okkur, að hafa frelsað okkur frá helvíti íslenskra ránslána, heldur vegna þeirrar vitundar að þeir voru að hafa okkur að fíflum! Höfðu narrað okkur til að taka ólögleg lán og svo lá fyrir ásetningur þeirra yfirmanna að taka stöðu gegn krónunni, og þar með okkar hagsmunum. Þegar við gengum út var klappað í bankanum fyrir einu fórnarlambinu enn.

Leyfum þeim mestu lúserum íslenkrar pólitíkur sem telja sínum hag best borgið með að leggjast á sveif með ránfuglunum sem ætluðu að féfletta okkur , ss. Kristni H, Merði Árna og Pétri Blöndal., að þjóna sinni lund með bullskrifum. Þeirra æðsta hugsjón er víst nú sem fyrr, að íslenskur almenningur verð hér eftir sem hingað til eins og hver annar búfénaður sem útvöldum skal leyft að rýja reglulega inn að skinni!

Verði þessum mönnum að góðu og vonandi aflar þetta þeim mikils fylgis meðal vildarvina í lánastofnunum landsins, en vonandi vinnur það frekar með hag okkar ,að þessir menn skuli tjá sig svona.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband