Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Eru ekki öll ljós tendruð hjá sumum?

 

 Af Vísi.is í dag!

 

"Ég sé þetta þannig að í 18.grein vaxtalaga er ákvæði um hvernig þetta virkar afturvirkt", segir Aðalsteinn Egill Jónasson hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

"Að mínu mati eru brostnar forsendurnar fyrir samningsvöxtum við ógildingu gengistryggingarinnar.Ef samningur um vexti og annað endurgjald, og verðtrygging er til dæmis annað endurgjald, er ógildur þá eigi uppgjör milli skuldara og kröfuhafa varðandi endurgreiðslu að miða við 4. gr. laganna.Þar er vísað í þessa seðlabankavexti sem eru birtir skv. 10. gr, vaxtalaga".

Aðalsteinn segir að að löggjöfin sé skýr að þessu sviði og ákvæði 18 gr. vaxtalaga sé ætlað að koma í veg fyrir að skuldarinn hagnist . "Skuldarinn á bara að greiða þá lágmarksvexti sem miðað er við samkvæmt vaxtalögunum."

Þetta fæ ég ekki til að passa við tilvitnaðar lagagreinar. Hér er hlutunum snúið á hvolf!

Tilvitnuð 18. grein laga nr. 38,26.maí 2001, hljóðar svo í mínum bókum:  

Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun  endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr. eftir því sem við getur átt.

 Hér sýnist mér , öfugt við álit blessaðs dósentsins , verið að tryggja að kröfuhafinn hagnist ekki á ólögmætri innheimtu!  Hvernig fær maðurinn hið gagnstæða út?

Eru lögin eitthvað mismunandi skráð eftir hver les?


Ef þú hefur rangt við í spilum en tapar samt.......

Áttu þá sjálfgefinn rétt á að aftur sé gefið og spilið endurtekið?

Aldeilis furðulega asnalegt sjónarmið að lesa um!   Augljóslega gildir hér aðeins það sem eftir stendur löglegt af samningnum, nefnilega hinir samningsbundna vaxtaprósenta og lánstíminn.

Ætli lánastofnanir að ná fram breytingu þar á verða þau einfaldlega að fara bónarveg að lánþegum sínum sem eru með þessi lán sem hafa verið dæmd ólöglega gengistryggð!

Stofnanir þessar hafa sjaldnast sýnt lánþegum neina miskunn eða skilning, hví ættu þær núna að geta ætlast til samúðar?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband