Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Mér finnst varla hægt

að tala um hótun ef satt væri. Hljómaði þvert á móti mjög jákvætt fyrir þjóðfélagið að þetta fólk færi í langt frí frá stjórnarathöfnum. 

Vonandi hefði það hvatt forsetann til dáða ef afsögn vanhæfra hefði fylgt með sem bónus við málskot!


mbl.is Hótaði ekki forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkur til að Icesave verði kolfellt !

5.-6. janúar  2010, semsagt strax eftir vísun forseta á Icesave 2 til þjóðaratkvæðis, var skv. þjóðarpúlsi nokkur meirihluti, eða 53,2% á því að samþykkja samninginn en 41% aðspurðra vildi hafna og 5,8% ætluðu að skila auðu.  Tæpri viku seinna höfðu hlutföll heldur betur snúist við og 61,9% vildi hafna samningnum en 32,9 samþykkja aðrir 5,3% skila auðu. jafnt og þétt hallaði svo á þá sveifina sem niðurstaðan síðan endurspeglaði, og endaði með algjörri höfnun þess vitleysissamnings.

Því skulu þeir sem berja sér á brjóst í dag í ljósi meints meirihluta skv. fyrstu könnun nú, tala af hógværð um að reka forsetann og svívirða sem mest.

Nú sem áður virðist ógnandi hræðsluáróður undirlægjuaflanna virka fyrstu dægrin, en almenningur síðan sjá í gegnum lygavefinn sem spunninn er í þágu handrukkara Breta og Hollendinga.Eða hvað sem á að kalla þau skötuhjúin sem telja sig hafa þann tilgang helstan með stjórnarsetu að ganga þeirra erinda!

Miðað við þá fylgissveiflu sem varð frá fyrstu könnunum í fyrra , má ætla að nýjustu afurðinn verði íklega hafnað með 75-85% atkvæða gegn kannske 12-15%.


Það yrði alveg dásamlegt....

að horfa uppá þessa fávita hjóla svona í forsetann. Held ég geti lofað að þeir lægju flestir í svaðinu með stóóór skóför á rassinum áður en því ferli lyki, en líklega stæði Bessastaðabóndi brosandi á sínu setri fastari í sessi en áður!

Held að Þráinn sé þarna að stimpla sig inn í 5% flokkinn sinn. Þann hluta þjóðarinnar sem teljast fábjánar að hans eigin mati!


mbl.is Þráinn: Þingmenn lesi 11. grein stjórnarskrárinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn getur líka flengt óþægt Alþingi

1)L. 56/1991, 3. gr.
23. gr. Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum.
[Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.]
1)
1)
L. 56/1991, 4. gr.
24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)

En auðvitað verða hafa ríkar ástæður til, s.s. ef vart verður aðfarar undirmálunga líkt og nú gapa um að veikja völd forseta!

Eitthvað þarf að skýra betur í stjórnarskrá hvernig þetta á að virka.

Semsagt í grunninn er hugsunin sú að aðilar löggjafarvaldsins veiti hvor öðrum aðhald. Ef annar misbýður almenningi og ógnar hagsmunum eða sjálfstæði þjóðarinnar, þá getur hinn stoppað það af og skotið til lýðsins til staðfestingar eða synjunar. Leggur sig þá augljóslega undir í leiðinni ef dómgreindarlaus inngrip eiga sér stað!


Þeim er varla sjálfrátt!

Maður á ekki orð yfir ábyrgðarleysi þessara s.k. verkalýðsforkólfa. Nú verðum við að taka höndum saman, aðilar þessara samtaka og hrinda af höndum okkar þeirri forystu sem svo freklega misbýður réttlætiskennd okkar og talar gegn heilbrigðri skynsemi.

Það er reyndar alveg rétt sem fram kemur hjá þeim blessuðum að brýnt er að ljúka þessari Icesave deilu sem fyrst.  En auðvitað gerum við það ekki með að fallast á kröfur sem okkur ber ekki að greiða. Það gerum við með að segja allir sem einn eitt stórt , feitt NEI við því að taka ríkisábyrgð á sauðarlegum svikasamningi Steingríms og Co.  Afgreiðum þetta frá okkur þannig, og hlustum ekki á neinar kröfur um að okkur sem þjóð beri að greiða þetta. Leyfum þeim að sprikla, ef þeir vilja, Niðurlendingum og Bretum.  Hef trú á að þeir róist ef þau Afglapahjú sem þykjast stjórna hér, hætta að eltast við að fá endilega að borga ,og það sem mest.

Svosem skiljanlegt að þetta rugli þá svolítið að meintir fulltrúar Íslands séu  að biðja um að fá að borga, en svo komi þjóðin sem þeir segjast RÁÐA YFIR og segi jafnharðan nei!

Annað mál er að bjóða fram liðveislu til að ná saman eigum þeirra efnahagsböðla sem stýrðu Lansdbankanum til þessarar ránsferðar á hendur Breskum og Hollenskum sparifjáreigendum. Okkar siðferðilega skylda liggur þar. Að hálpa þeim sviknu og rændu til að taka þá kumpána til rækilegs rúnings uppí skuldir hins einkarekna banka!


mbl.is Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi koma þessir álfar ekki til með.....

að hafa neitt um breytingar á stjórnarskrá að segja nema sem almennir kjósendur þegar til kemur!

Þetta eru einfaldlega þvílíkir ómerkingar og umskiptingar,- í tilfelli Steingríms,  að það hálfa væri nóg.  Auðvitað má eitthvað slípa til ákvæðin um meðferð forseta á þessum rétti sem hann hefur sem fulltrúi hins almenna kjósanda. En sannast hefur hversu mikilvægt þetta ákvæði til að veita óhæfum yfirgangssömum stjórnmálamönnum aðhald.

Til að komast hjá svona krísum sem þau skötuhjú stjórnarinnar og Fjölmiðlalagafarsastjórnin forðum lentu í,  er aðeins eitt ráð. Nefnilega að sitjandi stjórnir hverju sinni vandi sína málsmeðferð og taki tillit til hins eiginlega valdhafa, fólksins í landinu! Hlusti á fólkið!

Vonandi tekst að bera þetta lýðræðisfjandsamlega fólk út úr stjórnarráði og alþingi fyrr en seinna!


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa enga vigt!

Þessir aðilar eru meira og minna undir hælnum á kvótaaðlinum og eiga að halda sig til hlés!

 


mbl.is Bæjarstjórar vilja samningaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband