Sjálfstætt fólk!

Sjálfstæður nokkuð er sagður hann Geir,

að setið hann geti til eilífðarnóns.

Vandamál stórt að hann viljum ei meir,

á valdastóli hins arðrænda(alræmda) Fróns!

 


Við þurfum algjöra endurnýjun á Alþingi, annað kemur varla til greina!

Ein af þeim meinsemdum sem hafa leitt til algjörs hruns hér er það óþverrafyrirkomulag sem viðgengst hefur á löggjafarsamkomunni.

Vegna kosningafyrirkomulags hér hefur aldrei verið unnt að ná þeirri endurnýjun í þingliðið hverju sinni til að sporna gegn hrossakaupahefðinni sem þar viðgengst og nýir þingmenn eru eineltir til að undirgangast .

Sjálfur kynntst ég miniútgáfu á þessu fyrirkomulagi er ég hlaut kosningu á stéttarsambandsþing bænda i byrjun tíunda áratugarins. Hlaut kosningu sem fulltrúi Eyfirskra bænda , en þar í sveit hafði ég talað fyrir frekar uppreisnargjörnum sjónarmiðum, gegn ríkjandi kerfi í landbúnaði.

Taldi mér auðvitað skylt að halda mig við þann málflutning þegar til þings kom.

Leið ekki á löngu þar til fulltrúar fóru að taka mig á eintal og gera mér ljóst að svona málflutningur, þ.e. að tala á hreinni íslensku og umbúðalaust úr ræðustól um hvað maður teldi rétt eða rangt í stefnunni hentaði ekki. Jafnvel þótt þeir væru um margt,ef ekki flest sammála mér efnislega , þá einfaldlega væri þetta ekki vænlegt til árangurs.

Menn hinsvegar hittust á göngum og kaffistofum utan hins eiginlega þinghalds og töluðu sig saman um málin og kæmu svo sáttir til fundar, allt klappað og klárt  hver styddi hvaða mál!

Á íslensku þýddi þetta ,ef ég skyldi rétt , Hrossakaup!  Ef þú klórar mér þá klóra ég þér á móti.

Ekkert er ókeypis, skítt með eigin sannfæringu og heiðarleika!

Svona skítafyrirkomulag hefur viðgengist á alþingi alltof lengi, við þurfum algjöra endurnýjun þingheims og nýja kosningalöggjöf sem stuðlar að hraðari endurnýjun þingheims. t.d. með tímatakmörkunum sem koma í veg fyrir slímusetur einstakra þingmanna og ráðherra.

Ég hef stundum sagt og hneykslað með því,- en reynsla getur stundum verið neikvæð, þegar hún er farin að hindra framþróun.


Er sama óvissa um forsendur hliðstæðra aðgerða gegn Sjálfstæðisflokknum?

Flokknum sem hefur unnið óumdeilt efnahagslegt hryðjuverk gegn íslenskri þjóð sl. tæpa 2 áratugi í samstarfi við Framsókn!
mbl.is Alger óvissa um forsendur hryðjuverkalaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskaplega órökvís og óviðeigandi fannst mér samlíkingin.....

hjá Samfylkingarformanninum  þegar hún líkti því ,að efna til kosninga fljótlega, við björgunarsveit sem færi fram á fund í slysavarnarfélaginu meðan á björgun á strandstað stæði!

Því miður er ríkisstjórnin/Alþingi  ekki stöðu björgunarsveitanna, heldur hefur stöðu Strandkapteinsins sem líklega var drukkinn eða ruglaður við stjórn skútunnar. 


mbl.is Stjórnarsáttmáli heyrir sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru íslensk stjórnvöld að missa sig i fasískum vinnubrögðum?

Maður hefur verulegar áhyggjur af þessari framgöngu gegn ungum manni sem ekkert hefur til saka unnið annað en mótmæla með friðsamlegum hætti!  Eða hvað?

Er fánastöng Alþingishússins mikið sködduð?

Vonandi fá yfirvöld á baukinn fyrir, ef þetta reynist lögleysa og valdníðsla!


mbl.is Bónusfánamaður handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er auðvitað ekki í lagi ......

með svona fólk sem veit ekki hvað traust er.

Rugludallar sem eru búin að keyra allt í kaldakol , halda að þeim verði treyst fyrir endurreisninni!


mbl.is Hissa á ummælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðfesting á skítlegu eðli?

það er ekki hægt annað en að furða sig á hversu lágt hann Dabbi blessaður hefur verið tilbúinn að leggjast til að koma höggi á fjandvin sinn Ólaf Ragnar!

En í ljósi síðustu messu hans þarf svosem engan að undra. 

Líklega var nokkuð til í því sem forhertur allaballi sagði við mig ,sem  þá, nýkominn af landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991 var afar stoltur af aðkomu minni að kosningu nýs formanns.

"Ég held að þið séuð ekki í lagi! þessi maður er sko geðbilaður".


mbl.is Davíð sagður hafa gert aðför að forsetahjónunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig í ósköpunum dettur stjórnvöldum í hug að skera niður í lífsnauðsynlegum opinberum rekstri?

Við þær aðstæður sem nú ríkja? 

 Maður hefði haldið að sjaldan hafi verið mikilvægara að halda í öll störf á vettvangi umönnunar og heilbrigðisþjónustu en einmitt nú!

Einnig aðrar opinberar framkvæmdir ,s.s. vegagerð . 

Nei það virðist vera efst í huga stjórnsýsluflónanna ,sem sum hver stóðu að Kárahnjúkauppbyggingunni á þenslutímum, að lama atvinnulífið sem mest þau mega núna í samdrættinum!

 

 


mbl.is Uppsagnir ekki ákveðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtryggingaraðallinn á yfirreið!

Sorglegt hvað þessi blessuð verkalýðshreyfing er blind á hvað kemur umbjóðendum hennar best.

Foringjarnir hugsa aðallega um hvað kemur þeim sjálfum best! Nefnilega að fá að sukka með sjóði sem fólkið leggur sína tíund í,  oftast af takmörkuðum efnum, en þeir þiggja síðan sjálfir tröllaukna umbun fyrir að ráðskast með .

Allt tal um afnám verðtryggingar barið niður með vísan í að lífeyrisskerðingar í framtíðinni.

En hvað höfum við að gera með einhverja óvissa  framtíð ef við lifum ekki af nútíðina?


mbl.is Líflegur ASÍ-fundur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsagnarhefð að myndast á Íslandi?

Mann rekur í rogastans síðustu daga yfir afsögnum framsóknarforkólfanna tveggja, Bjarna og Guðna.

Bjartsýnir vonuðu að hér væri verið að ryðja braut fyrir aðra pólítíkusa og embættismenn sem almanna- og alheimsrómur telur að miklu heldur þyrftu að taka haldapokann sinn.

Því miður eru litlar líkur að slíkt verði,  því auðvitað voru þessir ágætu menn ekki að axla ábyrgð vegna brota gegn landi og þjóð , heldur flokknum sínum.  Gjörspilltir stjórnmálamenn þessarar þjóðar telja sig nefnilega fyrst og fremst þurfa að standa flokknum sínum reikningsskil gerða sinna, en er slétt sama hvort þeir hafa svikið, og svínað á kjósendum sínum.

Almenningi þessa lands.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband