Gott svar við bullinu í Birgi Ármannssyni vegna greina Indriða fv. ríkisskattstjóra.

 Rakst á þetta í athugasemdadálki hjá Birgi Ármannssyni http://birgir.blog.is/blog/birgir/entry/207208/ sem er að bregðast við bloggi hjá  Indriða H.Þorlákssyni . Leyfi mér að vekja hér frekari athygli á góðri hantéringu á bullinu í Birgi!

 

"Ég er alveg gáttaður á þessari grein þinn og á hvern hátt þú getur nálgast þetta og komið síðan fram með þessa niðurstöðu. Þvert á niðurstöðu manns sem eytt hefur mestum parti ævi sinnar við fjárlagagerð og skattheimtu og er mjög gegn og grandvar maður. Ég er gamall og flokksbundinn Sjálfstæðismaður, hef alltaf haft að heiðri þær hugmyndir sem flokkurinn var upphaflega stofnaður um. Frelsi einstaklingsins og einkaframtaksins. Því miður verð ég að segja að þið þessir ungu menn hafið ekki þá hugsjón sem við hinir eldri höfðum. Þið setjið allt á ríkisreksturinn, aukið útgjöldin, sem nú nema 42% af landsframleiðslu og er það met ef ég veit rétt. Bruðlið með almannafé og hafið lítið vit á rekstri, enda enginn ykkar komið nálægt rekstri eða migið í saltan sjó eins við köllum það hérna.

Ég er búinn að fá nóg af þessari þvælu ykkar um bættan hag, veit það sjálfur hvernig mín kjör hafa rýrnað á undanförnum árum. En lygina má lengi reyna, það lengi að hún verði álitin sannleikur. Helst fer ég að hallast að því að þið farið að slá út mesta lygamörð sögunnar, sjálfan Göbbels.

Það er ekki nógu góð stjórnun  á fjármálum ríkisins og skattbyrðinni er ekki réttlátlega dreift. Verðbólgan er komin úr böndum, mælist nú yfir 6%, þrátt fyrir 9% styrkingu kr. frá áramótum og afnám vsk. og vörugjalda. Nær væri að ætla að verðbólgan væri 15%, sérstaklega þegar verðbólgan fer af stað og Hrunadansinum lýkur. Já Birgir þetta er Hrunadans, ég er gamall rekstrarmaður, þekki pólitíkina vel og veit að þið siglið of nærri landi á fullum seglum með áhöfn ´sem er mismunað. Öll teikn segja manni að það þurfi að rifa seglin, færa sig dýpra og sætta áhöfnina. Svo einfalt er það. En þið berjið hausnum enn við steininn og því miður hefur það leitt til þess að mitt atkvæði lendir í fyrsta skiptið ekki hjá mínum gamla flokki."

Kv.

Hagbarður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband