Hræðsluáróður gegn Íhaldslausri stjórn !

Hryggjarstykkið í áróðri Sjálfstæðismanna fyrir þessar kosningar er sú að mikil skelfing sé að við fáum aftur s.k. Vinstri stjórn.  Þannig skilgreina þeir stjórnir sem þeir sjálfir eru ekki aðilar að.

Sjálfur var ég fylgjandi D flokksins til skamms tíma , og á þeim tíma frá u.þ.b. 1971 til 1991, sem var sá tími sem ég var að stofna mitt heimili og koma börnum á legg, stofna mitt bú í sveitinni og semsagt miðhlutinn og blóminn af mínum lífshlaupi, voru s.k. vinstri stjórnir meira og minna við völd.

Þegar ég lít yfir farinn veg, get ég samt ekki skrifað uppá að þetta hafi verið eitthvað erfiðari tímar að stofna bú og ala upp börn, heldur en mér virðist í dag.

Ég að vísu, sem sannkristinn sjálfstæðismaður trúði þessu þá ,að það yrði ávísun á betri tíð ef flokkurinn minn kæmist til meiri áhrifa í landsstjórninni. Flokkurinn minn studdi að vísu með ráðum og dáð ýmsar þær aðgerðir sem rústuðu atvinnufrelsinu til lands og sjávar, og gróf þannig undan minni lífsafkomu í sveitinni, en ég auðvitað taldi mér trú um að þetta væri ill nauðsyn vegna málamiðlana við aðra flokka þá sjaldan þeir komust í stjórn á tímabilinu.

Loks komu þau tímamót 1991 að flokkurinn fékk sterkan foringja og komst til áhrifa. Þá höfðu reyndar s.k. vinstri stjórn ríkt ,og svo einkennilega tókst til að verðbólgan hafði náðst niður umtalsvert er hér var komið sögu . Nú hélt ég að allt yrði á betri veg, en öðru nær. Ekki bólaði á auknu atvinnufrelsi,nema síður væri. Kvótakerfi til lands og sjávar fest í sessi, og sovésk handstýring atvinnuveganna heldur hert.

Barnabætur markvisst skertar með auknum tekjutengingum og það á þeim tíma þegar börnin voru orðin unglingar og ennþá dýrari í rekstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill hjá þér Kristján minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband