Fréttablađiđ í dag! Hvenćr fáum viđ svona stjórnmálamenn?
16.2.2008 | 21:50
Hér sjáum viđ í reynd ţann mikla mun sem er á siđferđi íslenskra stjórnmálamanna samanboriđ viđ ţađ sem tíđkast í nágrannalöndunum. Í stađ ţess ađ verjast og afneita sök međ rökleysum eins og viđ höfum ítrekađ mátt hlýđa á af munni íslenskra ráđherra sem hafa veriđ stađnir ađ vafasömum gerningum, er veruleikinn hjá frćndum vorum í Skandinavíu ţessi:
"Upplýsti forsćtisráđherra ekki um vinskap.
Noregur Manuela Ramin-Osmundsen, ráđherra barna- og jafnréttismála í Noregi, sagđi af sér á fimmtudag, ađeins fjórum mánuđum eftir ađ hún tók viđ embćttinu. Hún hafđi gert ţau mistök ađ skipa vinkonu sína, Idu Hjort Kraby, í embćtti umbođsmanns barna. Engu breytti ţótt Kraby hafi ađ flestra mati tvímćlalaust veriđ hćfust allra umsćkjenda í embćttiđ.
Ţađ sem úrslitum réđi var ađ Ramin-Osmundsen hafđi ekki skýrt frá fyrri kynnum ţeirra opinberlega. Hún hafđi heldur ekki upplýst Jens Stoltenberg forsćtisráđherra um vinskap ţeirra, sem stađiđ hefur í sextán ár.
Í gćrmorgun, daginn eftir ađ ráđherrann sagđi af sér, sendi Kraby síđan frá sér yfirlýsingu um ađ hún hefđi sagt af sér sem umbođsmađur barna, ađeins viku eftir ađ hún var skipuđ í embćttiđ. Í yfirlýsingunni segist hún líta svo á ađ embćtti umbođsmanns barna verđi ađ geta "ţolađ deilur og átök á opinberum og pólitískum vettvangi, ţegar barist er fyrir hagsmunum barna". Embćttinu sé best ţjónađ međ ţví ađ ekki verđi međ nokkru móti hćgt ađ "draga í efa lögmćti ţess og sjálfstćđi".
Kraby hafđi reyndar skömmu fyrir jól dregiđ til baka umsókn sína um embćtti umbođsmanns barna. Ţann 3. janúar hittust ţćr Kraby og Ramin-Osmundsen hins vegar yfir hádegisverđi ásamt fleiri kvenkyns lögfrćđingum. Viđ ţađ tćkifćri átti ráđherrann samtal viđ sameiginlega vinkonu ţeirra beggja, sagđist hafa frétt ađ Kraby hafi dregiđ umsókn sína til baka og sagđi ţađ synd ţví hún vćri sterkur umsćkjandi. Daginn eftir hringdi Kraby í ráđuneytiđ og bađ um ađ umsókn sín yrđi tekin međ viđ afgreiđslu málsins.
Ţessa atburđarás vissi Stoltenberg forsćtisráđherra ekkert um fyrr en ađ morgni fimmtudagsins nú í vikunni, sama dag og Ramin-Osmundsen sagđi af sér.
Ramin-Osmundsen er frá eyjunni Martinique í Karíbahafinu, ţar sem Frakkar ráđa ríkjum, og var ţví franskur ríkisborgari ţegar hún giftist Norđmanninum Terje Osmundsen áriđ 1987. Sama ár lauk hún lögfrćđinámi í París. Ţau fluttu til Noregs áriđ 1991 og hún hlaut norskan ríkisborgararétt í október áriđ 2007, rétt áđur en hún varđ ráđherra barna- og jafnréttismála í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs. Hún varđ ţar međ fyrsti innflytjandinn í Noregi sem settist á ráđherrastól. - gb"
Gott vćri nú ef Árni "settur" tćki sér konuna til fyrirmyndar.
Hér virđist ekki deilt um ađ sú hćfasta hafi veriđ valin, heldur yfirsjón ađ greina ekki frá vinskap sem gat valdiđ vanhćfi ţess sem skipađi.
(feitletranir eru síđuritara)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.