Ef skrattinn sjálfur byði best mundi ég skipta við hann!
14.12.2008 | 21:20
Ætla ekki að líkja þeim ágæta manni Sullenberger við þann vonda sjálfan, en það rifjaðist upp fyrir mér saga úr sveitinni forðum.
Og ágætt að hafa þá í huga þá blámóðu hrifningar ímynd sem hin ágæta framsóknarþingkona Eygló Harðardóttir hefur af samvinnuhugsjóninni. Líklega of ung til að muna blákaldan spillingarveruleika þess forms jafn vel og við sem fædd erum um og fyrir miðja síðustu öld.
Þó er skemmst að minnast sorasögunnar um hvernig leyfar blessaðrar hreyfingarinnar sukkuðu með síðustu reyturnar og komu þeim í "rétta" vasa . En nóg um það!
Þegar hér var komið sögu voru hafnir mjólkurflutningar úr sveitum landsins til helst þéttbýlisstaða þar sem samvinnufélög bænda sáu um vinnslu og dreifingu vörunnar.
Bændur sjálfir gjarnan í hverjum hreppi ,eða sveitarhluta stofnuðu með sér flutningafélög og kom fljótt þar sögu að þeir uppgötvuðu þá markaðsleið að bjóða út flutningana. Eðlilega til að lágmarka kostnað.
Einhverju sinni urðu einhverjar meiningar í sveit einni norðanlands hvort rétt hefði verið að taka lægsta tilboði ,sem þar með gerði gamla reynda bílstjórann atvinnulausan, því hann hafði verið svo óheppinnn að bjóða ekki lægsta verðið.
Kom til orðaskipta milli flutningafélagsstjórnarmanns, þekkts og grandvars sómabónda og mikils samvinnumanns sem kallað var , og annars bónda sem þótti illa farið með gamla bílstjórann.
Gamli ,grandvari gegnsýrði samvinnumaðurinn afgreiddi deiluna í eitt skipti fyrir öll með eftirfarandi rökum.
"EF ANDSKOTINN SJÁLFUR ER MEÐ BESTA TILBOÐIÐ Í MJÓLKURFLUTNINGANA ÞÁ SEM ÉG VIÐ HANN"!
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Facebook
Athugasemdir
Já Guð forði okkur frá SÍS veldinu aftur og krumlunum á þeim, sem ekki voru betri en kolkrabbakrumlurnar. Burtu með allar slíkar krumlur, þó við verðum að semja við ANDSKOTANN UM AÐSTOÐ!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.