Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Froðufellandi froðusnakkar fordæma Frjálslynda!

Þetta kom helst uppí hugann við lestur innleggja hér á blogginu undanfarið.

Virðist sem örfáir einstaklingar hafi fengið þetta svo á heilann, að flokksmönnum frjálslyndra gangi eitthvað óhreint til með að taka upp umræðu um málefni innflytjenda, að þeim getur varla verið sjálfrátt.

Engin rök , bara fullyrðingar um eitthvað misjafnt hugarfar sem að baki búi. Skólabókardæmi um fordómafulla einstaklinga. 

Haldið þessu bara áfram, fólk sér í gegnum froðusnakkið !


Leiðbeinandi fyrir kjósendur. Ekki leyfa langar stjórnarsetur!

Jón framsóknarmaður benti réttilega á ,að Jóhannes Geir væri búinn að sitja nógu lengi í Stjórn Landsvirkjunar ,og því kominn tími á breytingu þar.

Ríkisstjórnin á  12 ára afmæli um þessar mundir. Búin að sitja álíka lengi og hinn burtrekni Jóhannes Geir.  Engin ástæða til annars en þeirra setu sé líka lokið.

Útaf með þá kumpána Jón og Geir!


Geir "góði" reynir að blekkja!

Horfði á umræðuna í Reykjavík suður á stöð 2 áðan.  Þar reyndi Geir að slá sig til riddara á kostnað flokka sem hafa boðað hækkun skattleysismarka. Býsnaðist yfir að þeir gerðu sér ekki grein fyrir kostnaði sem gæti numið allt að 50-60 milljörðum fyrir ríkissjóð. 

 Síðan sló Geir því fram, að auk þess hefði hækkun skattleysismarka þann annmarka, að hinir hæstlaunuðu fengju jafn mikið og þeir láglaunuðu. því væri betra að lækka skattprósentuna, Og gauka svo einhverjum aumingjastyrkjum að þeim lægralaunuðu eftir að búið væri að taka af þeim nauðþurftartekjurnar í sköttum.

Þvílíkt endemis bull!

Hækkun skattleysismarka gefur jú hálaunamanninum sömu krónutölu og þeim sem lægri hefur launin en  minna sem hlutfall launa .

Lækkun skattprósentu gefur hinsvegar hálaunamanninum margfalt meiri ávinning en þeim sem lægri hefur launin.

 

 


Réttindi einhleypra fyrir borð borin,! Prestar neita að vígja 50 ára piparsvein í hjónaband með sjálfum sér!

Hvað eigum við að elta vitleysuna lengi. Ég veit að ég er að steypa mér í hálfgerða ormagryfju með að velta þessum málum fyrir mér, og á eflaust að fá á mig ásakanir um að ég hati hina og þessa þjóðfélagshópa, en tel mig samt tiltölulega fordómalausan mann, með mikið umburðarlyndi.

 Er ekki heittrúaður þótt ég tilheyri þjóðkirkjunni og hafi m.a. gengt meðhjálparastörfum á þeim vettvangi fyrir c.a. 20 árum síðan. Út frá trúarlegum forsendum tæki ég ekki nærri mér að sam kynhneigðir fengju venjulega hjónavígslu, en það er bara rökleysa að það sé einhver réttur sem þeim skilyrðislaust ber.

Ég get með engu móti skilið,að öllu þurfi að  steypa í sama mót.   Að öll sambúðarform   eigi rétt á    samskonar  athöfnum hjá trúféögum, án tillits til upphafsins, er auðvitað bara bull.

Karlmaður sem gengur í hjónaband með konu, er t.d. þar með búinn að afsala sér réttinum til að fara heim af ballinu , hvort heldur sem er  með   "fallegustu stelpunni eða þeirri sem gerir sama gagn".  Hann verður að láta sér nægja þá þeirra sem hreppti þaðan í frá.

Ýmsar ákvarðanir okkar á lífsleiðinni  hafa áhrif á hvaða möguleika við höfum til að taka þátt í ýmsum serimoníum samfélagsins. Skiptir þá litlu hvort þær  eru meðvitaðar eða ómeðvitaðar, ég á enga sérstaka kröfu á að allir lúti mér og mínum löngunum til að gera allt sem mig langar til að gera.

 

 


Vanstilltir "vinstri" menn!

Það er svolítið umhugsunarvert , að nokkrir einstaklingar hafa verið sérstaklega heiftúðugir og vanstilltir í garð Frjálslyndra vegna umræðunnar um innflytjendamálin. Þetta eru yfirleitt fylgjendur s.k. vinstri flokka Samfylkingar og Vinstri grænna. Þetta eru auðvitað bara örfáir minni spámenn.

 Allt þokkalega upplýst fólk er löngu búið að átta sig á að engin rök eru fyrir þeim heiftaráróðri sem verið hefur gegn Frjálslyndum vegna innlytjendaumræðunnar. Það mátti öllum vera ljóst sem hlýddu á yfirvegaðan málflutning Lýðs Árnasonar í Silfri Egils á sunnudaginn var.

Sömuleiðis hefur verið greint frá því að Karl Tómasson, sem reyndar er fulltrúi Vinstri grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar , hefur að sögn orðið fyrir svæsnum árásum vegna framkvæmda í Mosfellsdal sem bæjaryfirvöld samþykktu í óþökk margar bæjarbúa. Nú hef ég reyndar ekki sönnur á að þar séu flokkssystkini hans , eða Samfylkingarfólk sérstaklega á ferð þótt óneitanlega læðist að manni grunur um að svo sé.  Þetta fólk vill jú gjarnan telja sig sérstaka umboðsmenn náttúrunnar nú um stundir.

Er þetta virkilega sérstakur fylgifiskur s.k. vinstrimennsku, að hafa litla stjórn á skapsmunum, og kunna sér ekki hóf í skætingi,og því að úthrópa fólk fyrir skoðanir sínar, þegar  rökin þrýtur!

 


Kjósendur! Hvílum þessa stjórn, hún á það skilið!

Ég er farinn að hafa áhyggjur af stöðu mála. Þessi stjórn sem hefur verið að hrella okkur síðustu 8 árin er sannarlega búin að vinna fyrir hvíldinni. 

Oft stóð tæpt á líðandi kjörtímabili með að maður hefði á hreinu hvort maður væri búandi á Íslandi, eða einhverju ótilgreindu grínríki!

 


Hvað heldurðu að það kosti ríkissjóð?

Er algengt að spurt sé þegar flokkar  og frambjóðendur kynna hugmyndir sínar um hækkun skattleysismarka!   Hér er verið að snúa hlutunum við ! Ríkið verður að sníða sér stakk eftir vexti, og þarfirnar í ýmsum félagsmálapökkum hljóta að minnka eftir því sem minna er hirt af matarpeningum fólks í ríkishítina!

Spyrja á fyrst hvað borgararnir hafi efni á að greiða til samneyslunnar án þess að komast á vonarvöl og þurfi að fara að þiggja "ölmusu" til baka !


Hólmsheiðarvitleysan!

Fyrir 4-5 árum leigði ég mér sumarhús í Ölfusi eina viku yfir hásumarið, um eða eftir miðjan júlí.  Það er skemmst frá að segja að allan tímann grúfði þokan yfir Ölfusinu og Hellisheiðinni. Fór að rofa til svona við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni, en varla lendandi á Hólmsheiðarvelli allan tímann held ég! Glæsileg framtíðarsýn fyrir innanlandsflugið!

Hættum þessu vitleysisröfli,. Sjálfsagt að skoða hvort megi finna betri útfærslu í Vatnsmýrinni eða á Lönguskerjum, annað er bara rugl.


Er þeim ekki sjálfrátt hjá Hafró! Hvað á þessi vitleysa að ganga lengi?

"NAUÐSYNLEGT AÐ DRAGA ÚR VEIÐUM Á ÞORSKI" , segir í innsíðu moggans í dag ,og í eftirfarandi fréttaskýringu Hjartar Gíslasonar er farið yfir fræðin af miklum fjálgleik, hversvegna við þurfum að minnka enn þorskveiðina til að spara fiskinn í sjónum!

Og í niðurlaginu segir" Miðað við þær aðferðir sem Hafrannsóknarstofnun beitir við stofnstærðarmat er ljóst að nauðsynlegt er að draga úr veiðiálagi á þorskstofninn".

Þetta eru nú vísindi í lagi!

 


FÚSK-veiðistjórnun! Er ekkert í hausnum á "þessum" Hafró mönnum?

Fór á fund með Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi, helsta ráðgjafa Færeyinga um fiskveiðistjórnun nú um stundir. Er margs fróðari eftir en áður, en erindi hans í máli og myndum var mjög upplýsandi, og má segja að hafi opnað manni aðra sýn á þessi mál.

Röksemdir hans eru svo borðleggjandi, um að við séum að svelta fiskinn í hafinu, með of lítilli veiði á stundum. Sem gamall bóndi og sveitamaður frá upphafi, skilur maður svo  vel rökin sem hann leggur fram, enda studd athugunum til langs tíma á holdarfari  og magainnihaldi fiska  og víða leitað fanga!

Ef við erum með of margar ær, kýr ,eða hross í beitarhólfi, fer að halla undan fæti þegar grösin hafa ekki undan beitinni, og þá eru aðeins tvær leiðir færar fyrir bóndann, að fækka í hólfinu þar til jafnvægi er náð, annað hvort með slátrun eða reka hluta bústofns í annað velgróið hólf. Í hafinu eru auðvitað engar girðingar ,og við rekum fiskinn ekker annað á beit, það er háð hans eigin duttlungum, sem og kannske skilyrðum á öðrum nálægum hafsvæðum.

Því er kenning Jóns ,að við getum í líklega aldrei eytt fiskistofnum með ofveiði, en miklu heldur spillt þeim með vanveiði! Tiltölulega lítinn hrygningarstofn þarf til að viðhalda góðum veiðistofni, ef skilyrðin í hafinu eru að öðru leyti hagstæð, semsagt að hinn uppvaxandi stofn hafi nóg að éta, sé ekki afétinn af  Óveiddum ofvernduðum fiski sem Hafró er að geyma til seinni tíma!

 Fiskurinn bíður sko ekkert eftir að okkur þóknist að veiða hann!

Íslensk fiskveiðistjórnun byggð á ráðleggingum Hafró virðist því sannkölluð Fúsk-veiðistjórnun, og kvótakerfið sem slíkt byggt á afar hæpinni ráðgjöf!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband