Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Þegar óttinn við"FLOKKINN" ræður ríkjum!

Einhver snautlegustu svör sem hafa verið gefin í undanfara þessarar kosningabaráttu og meðan hefur staðið, eru staðlaðir frasar s.k. Sjálfstæðisfólks, sem aðspurt hvort rétt hafi verið ákvörðun þeirra ofstjórnarmannanna, Davíðs og Halldórs, að gera Íslenska þjóð samseka í innrásina í Írak!

"Já, miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu"

Nú var það svo, að miklar brigður voru á þeim tíma bornar á þessar upplýsingar sem Busharar báru á borð, án þess að bíða eftir niðurstöðum Hans Blix og félaga sem sögðu minni líkur fyrir að þarna fyndust gereyðingarvopn. En allt kom fyrir ekki Bush-sleikjunum þótti svo mikið liggja við að þóknast þeim herra , að ekki þótti ástæða til að bera þetta undir til þess kjörin stjórnvöld hér heima. Heldur treyst á að hægt yrði að beygja í duftið efasemdamenn í eigin röðum , eins og kom á daginn.

Spurningin er fyrir þessar kosningar:

 Getum við sem þjóð treyst þessu fólki áfram til að fara með málefni íslenskrar þjóðar? Fólki sem hafði ekki þor til að mótmæla gerræðislegum gjörningi tveggja manna . Gjörningi sem allavega jaðrar við landráð,er líklega landráð, sem brot gegn íslenskum þjóðarvilja.

 Þeir tóku sér vald sem þeir formlega höfðu ekki undir þessum kringumstæðum. Ekkert kallaði á svo skyndilega ákvörðun um þetta málefni, að ekki væri tími til að bera þetta undir utanríkismálanefnd, og eða Alþingi sjálft!

 

 


Valdið spillir, og þeim mun meir sem lengur er setið

Þótt litlar væru ávirðingar á núverandi stjórn væri samt nauðsyn að gefa þeim frí.

En það er nú ekki aldeilis að ekki sé af nógu að taka með afglöpin!

Aðför að öryrkjum og eldri borgurum.

Þjóðinni att í stríðsþátttöku með ákvörðun tveggja manna sem ekkert umboð höfðu til þess.

 Aðför að Stjórnarskránni og forsetaembættinu sem stappaði nær landráðum, í kjölfar fáránleika farsa með s.k. fjölmiðlafrumvarp.

Þjóðlendumál, þar sem farið er fram með hörku gegn þinglýstum eignarréttindum, og það af fjármálaráðherrum flokks sem þykist vera sérstakur málsvari einkaeignarréttarins, en þar hangir auðvitað annað á spýtunni!

Bankasala á gjafaprís til sérvalinna flokksgæðinga.

Kárahnjúkavirkjun og álver keyrt áfram með óeðlilegum flýti, þar sem ekki var nógu vel vandað til undirbúnings.

Aukin skattheimta sem auk þess kemur þyngra niður á þeim sem minna hafa handa milli.

Byrgishneykslið og margt fleira.

Stór hluti þessara hneykslismála koma upp á seinni hluta valdaferils þessarar stjórnar. Skyldi það vera tilviljun? Held ekki!

Þetta er frekar vísbending um að valdið spillir og þeim mun meir sem lengur er á hendi sömu manna.

Hvað sem sagt er um stjórnarandstöðuflokkana, getur ekki verið verra að þeir fái tækifæri til að spreyta sig á landsstjórninni næstu 4 árin. Áhættan er miklu meiri að framlengja líf þessarar hrokafullu einkavinavæðingarstjórnar sem virðist stefna að því leynt og ljóst að koma auðlindunum sem flestum í hendur vildarvina, sem verða handvaldir af formönnum Framsóknar og Íhalds. Vatnið og jarðhitinn er í húfi og flest þau náttúrugæði sem menn sjá að hægt sé að fénýta.

Ég skora því á alla hugsandi kjósendur að kjósa gegn sitjandi stjórn. Setjum X við F.

 


Að skipta um skoðun eður ei!

Allir hægri sinnaðir brandarakallar landsins hamast nú við að gera Steingrím Joð hlægilegan vegna aðdáunar hans á uppbyggingu bjórverksmiðju við Eyjafjörð. Og ástæðan sem talin er gera "Grimma" broslegan, er að hann barðist gegn bjórnum á sínum tíma.

Þetta skilja ekki einfaldir íhaldsmenn! Að einhver geti tekið sönsum. Þeim er alveg fyrirmunað það sjálfum, s.b.r. að þeir geta ekki getað annað en argast útí  Ólaf forseta ár og síð vegna þess að þeir kusu hann ekki sjálfir!

Þroskaðir menn hinsvegar taka slaginn og berjast fyrir sannfæringu sinni meðan tími er til, en beygja sig svo fyrir þeim veruleika sem ofaná verður, svo fremi það sé ekki einhver augljós glópska.

Það á við í þessu tilfelli . Ekki sýnt að bjórinn hafi verið landanum skaðlegur, og því ekki ástæða til annars en að taka honum sem orðnum hlut!


Stjórnarflokkarnir auglýsa sig á kostnað skattborgaranna!

Nýbirt og leiðrétt  úttekt á auglýsingakostnaði flokkanna, sýnir að Framsókn hefur ekki lengur forystuna í eyðslunni þar og Íhaldið svarta rekur lestina sem fyrr.

Augljós ástæða ,að þessir flokkar hafa tök á að auglýsa sig á kostnað ríkissjóðs , þ.e.a.s. umfram hina. Varla líður sá dagur að ekki sé tilkynnt um þennan eða hinn samninginn borgurum til hagsbóta.

Ekki nema gott eitt um það að segja í sjálfu sér, en einkennilegt ráðslag að geta ekki gert þetta aðeins fyrr,á meðan menn hafa sjálfir stöðu til að takast á við kostnaðinn. Ekki bara samþykkja víxla inn í framtíðina.


Auðlindir og atvinnuréttindi verða séreign fárra ef við kjósum yfir okkur ótuktarflokkana áfram!

Framtíðarstefna forkólfa Þarmsóknar og Ríghalds , er að koma í eigu nokkurra útvalinna vildarvina flokkanna sem flestum auðlindum til lands og sjávar.

Í kjölfarið má búast við lagasetningu um að enginn megi ráða sig í vinnu nema í gegnum starfsmannaleigur , sem vildarvinum flokkanna verður að sjáfsögðu úthlutað réttindum til að reka. Þar verður stundað eitt allsherjar hórerí með vinnuaflið. Allir seldir út á forsendum rétthafanna sem hirða drjúgan hluta afgjaldsins.

Verslunin verður bundin sérleyfum, n.k. kvótakerfi í anda hinnar gömlu verslunareinokunar Hansakaupmannanna . Verslunarkeðjurnar skipta með sér markaðnum og versla með leyfin sín á milli .

Að sjálfsögðu munu ótuktarflokkarnir setja þeim útvöldu reglur um tíund vegna gæslu sérhagsmunanna!

Síðan verður galað hátt um dásemdir frelsis og einkaframtaks í skjóli þeirra Gei Hil Hungs og Jons Sig Sungs!


Ránfuglinn sýnir klærnar! Lítilmagnanum skal haldið í fjötrum fátæktar !

Fylgjendur stjórnarflokkanna fara nokkrir mikinn á blogginu og víðar og býsnast yfir "ÓSVÍFNUM" tillögum Frjálslyndra og fleiri um að leiðrétta til fyrra horfs skattleysismörk launþega, en þau hafa verið markvisst skert með þeim hætti í tíð þessara vina ríka mannsins.  Síðast í gær var Birgir Ármannsson að býsnast yfir þessu hér á blogginu.

"150.000 kr. skattleysismörk - 50 milljarða tekjutap

Fjármálaráðuneytið fjallar í vefriti sínu í dag um áætlað tekjutap ríkissjóðs vegna hækkunar skattleysismarka. Skattleysismörkin hafa verið vinsælt umræðuefni í kosningabaráttunni og sumir stjórnarandstöðuflokkar hafa gefið afar glannalegar yfirlýsingar um áform sín í þeim efnum.

Af samantekt ráðuneytisins má sjá að hækkun skattleysismarka í 100.000 kr. á mánuði myndi leiða til samdráttar í tekjum ríkisins um 6,4 milljarða, hækkun í 120.000 kr. þýða tekjutap upp á meira en 25 milljarða og 150.000 kr. skattleysismörk myndu leiða til þess að ríkið hefði 50 milljörðum króna minna úr að spila á ári.

Í ljósi þess hvað hér getur verið um gríðarlega háar fjárhæðir að ræða er nauðsynlegt að stjórnarandstöðuflokkarnir - einkum þeir sem mestu lofa í þessu sambandi - skýri nánar út hvernig þeir hyggjast mæta þeim mikla samdrætti í tekjum ríkisins sem þessar tillögur geta haft í för með sér. Ætla þeir að hækka aðra skatta gríðarlega eða hafa þeir hugmyndir um tugmilljarða niðurskurð í ríkisútgjöldum?"

Er þetta ekki dæmigert fyrir siðblindu,að flokkur sem í orði kveðnu þykist berjast fyrir lægri sköttum, skuli ganga fram fyrir skjöldu í að skattpína þá sem minnst hafa fyrir sig að leggja í þjóðfélaginu, og tala um "tekjutap ríkissjóðs" í því sambandi.

Þessir höfðingjar tala hinsvegar hástemmt fyrir lækkun skattprósentunnar sem kemur hálaunamönnunum margfalt betur .

Það á að vera algjört bannorð að skattleggja þær tekjur sem einstaklingar þurfa sér til framfærslu, og þá án þess að um algjört hokur sé að ræða!

 


Tilkynning dómsmálaráðuneytis ekki pappírsins virði og sannfærir engan!

Nema ef til vill hörðustu frammara!   Björn "frændi " reynir að koma stóra stráknum í allsherjarnefnd til hjálpar!

Ráðuneyti útskýrir skjóta afgreiðslu ríkisborgararéttar

Segir ekkert athugavert við afgreiðslu ríkisborgararéttar

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið segir ekkert athugavert við afgreiðslu á umsókn stúlku frá Gvatemala um íslenskan ríkisborgararétt en stúlkan tengist Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra.

Í tilkyningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að aðalreglan sé sú að alþingi veiti íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Þegar umsækjandi óski eftir að umsókn fari fyrir alþingi fari hún um hendur dóms- og kirkjumálaráðuneytis sem leiti umsagnar lögreglu og útlendingastofnunar.

Í þessu tilviki hafi verið gefið til kynna að afgreiðsla umsóknarinnar hafi verið á annan veg en almennt gerist en það sé ekki rétt. Upplýsingar frá lögreglu og útlendingastofnun séu þess eðlis að almennt sé unnt að veita þær samdægurs ef svo beri undir.

Segir enn fremur í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu að tímafrestir, sem getið sé um á vefsíðu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, gildi þegar ráðuneytið sjálft veitir ríkisborgararétt en ekki þegar umsókn sé lögð fyrir alþingi.


Matthíasi til lítils sóma!

A.m.k. tveimur Framsóknarmönnum,Birni Inga Hrafnssyni og Pétri Gunnarssyni, þykir henta að taka upp orðrétta tilvitnun í fyrrverandi Moggaritstjóra af bloggi hans í gær! 

Þar reynir hann með lágmennsku að kasta rýrð á það fólk, fréttamenn ,stjórnmálamenn og fleiri,  sem hafa komið að því , í þágu íslenskrar þjóðar , að upplýsa um meint feilspor allsherjarnefndar alþingis við tillögugerð um veitingu ríkisborgararéttar.

"Eltingarleikurinn við Jónínu Bjartmarz út af ríkisfangi tengdadóttur hennar er engum til sóma og       sýnir freistingar bloggsins.Þar voru á ferðinni beinakerlingar sem eru ekkert betri en vondir fréttamenn og enn verri pólitíkusar sem ég hef ekki geð í mér að nefna."

Í mínum huga eru þetta fólk, í himinhæðum ofar Matthíasi og Framsóknarmönnunum í réttsýni og heiðarleika. 

Þetta mál snýst ekki um Jónínu Bjartmarz og fjölskyldu, þótt þau með óþægilegum hætti lendi í hringiðu umræðunnar. Þetta varðar kröfu okkar um að öll stjórnsýsla sé málefnaleg og réttlát á þessu sviði sem öðrum, og að valdhafar viti að með þeim sé fylgst, og við þorum að gera athugasemdir ef útaf ber! 

Það á ekki að líðast að gamlir beturvitrungar dúkki upp og kasti rýrð á þá sem standa vaktina fyrir okkur .Það að hafa ritstýrt Mogga um áratuga skeið jafngildir ekki vottorði um tiltekna mannkosti !

"

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband