Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Skot í eigin fót? Davíð mátti ekki koma nálægt þessari ákvörðun af vanhæfisástæðu!
30.9.2008 | 22:34
Maður spyr sig hvort löngunin til að koma viðskiptajöfrum á kné ,hafi villt seðlabankastjóra sýn við mat á hvað væri heppilegast til að tryggja sem best hagsmuni viðskiptamanna Glitnis sem og Íslensku þjóðarinnar.
Ný met í lækkun gengisvísitölu og lækkandi lánshæfismat á öllum póstum íslensks fjármálaumhverfis , sýnir að um heimurinn metur þessa aðgerð ekki traustsverða.
Hún beinlínis grefur undan fjárhagslegum grundvelli þessarar þjóðar.
Er það þess virði ,til að geta komið höggi á persónulegan andstæðing eins valdsmanns?
![]() |
Fitch lækkar lánshæfismat ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jæja hann er reyndar bara SETTUR þessi!
30.9.2008 | 15:23
U.þ.b. 6 mínútum eftir að ég kom með tilgátu um Georg Lárusson sem nýjan lögreglustjóra á Suðurnesjum, er Björn búinn að setja mann í embættið!
Útilokar ekki að minn maður komi við sögu seinna!
![]() |
Settur lögreglustjóri á Suðurnesjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verður Georg Lárusson sýslumaður á Suðurnesjum?
30.9.2008 | 13:38
Heyrist hvíslað að þeir Björn Bjarnason hafi borðað saman kvöldverð nýverið!
Sel ekki dýrara en ég keypti!
En maðurinn er jú hokinn af reynslu i samskiptum við útlendinga!
Hvort sem eitthvað er til í kenningum um skyndiákvörðun seðlabankans að fara þessa leið til björgunar Glitni, þ.e. þá leið sem kom hluthöfum verst, ef maður skilur málið rétt, þá er allavega ljóst að seta Davíðs í forsæti þessa sama Seðlabanka er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika hans í svona aðgerðum.
Svona í ljósi ýmissa átaka milli aðila máls hér áður!
![]() |
Kallaði ráðherra og þingmenn á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki við öðru að búast en þessi Kommaflokkur styðji ríkisvæðinguna!
29.9.2008 | 19:17
![]() |
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks styður aðgerðirnar fullkomlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Var ráðning WELDINGS til Glitnis , MELDING til að koma bankanum á kné?
29.9.2008 | 19:01
Það vekur óneitanlega furðu að bankastjóranum skuli ekki skipt út á þessum tímamótum!
En eftir að hafa horft á fréttirnar áðan á stöð 2 fer maður að raða saman brotunum!
Spurnig hvort Welding er ekki hið eitraða peð sem var laumað inní bankann til að auðvelda þessa atburðarás?
Athyglisverð misvísandi sjónarmið stjórnarformannsins og bankastjórans. Hver var það sem fór á fund Seðlabankastjóra með fregnir um veikleika í Glitni?
Hver er það sem heldur starfi í banka sem á að vera fallítt ,og það þá væntanlega af hans völdum aðallega. Maðurinn fékk þó góðan upphafsbónus greiddan á sínum tíma á forsendum færni sinnar!
Þetta allt samanlagt, í ljósi þess hverjum þetta kemur verst, og hver gekk vaskast fram í að verðfella bankann !
Hér var óvenju hratt gengið til verks miðað við allt SLUGSIÐ hjá sömu aðilum undanfarið!
En þar sem við höfum ekki fjármálavit , þá þorðum við ekki að hafa hátt um þessa skoðun okkar!
Auðvitað vonuðum við að ótti okkar væri ástæðulaus.
Nú segja okkar ráðamenn að þetta sé ekki okkar "strákum" að kenna, bara einhverjir bjánar útí heimi sem valdi vandræðunum.
En áttu snillingarnir okkar ekki að taka með í reikninginn, að við værum kannske svolítið háðir fjármálakerfi heimsins alls?
Hefur sagan ekki kennt mönnum það að enginn er eyland í þessum efnum, jafnvel þótt búi við góða eigin KRÓNU!
![]() |
Glitnir hefði farið í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skyldi launasamningurinn hans ekki endurskoðaður?
29.9.2008 | 10:45
Nógu slæmt er að þessum manni skuli áfram treyst fyrir stjórn bankans, en það væri hrein hneysa ef hann heldur sínum ofurkjörum óskertum!
![]() |
Lárus áfram bankastjóri Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skyldi hann geta bjargað íslensku Bön Ku-num!
27.9.2008 | 00:45
![]() |
Geir bauð Ban Ki-moon til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Las óstaðfesta slúðursögu !
23.9.2008 | 23:04
Man ekki einu sinni hvar!
Nefnilega að vegna mikillar vináttu milli fjölskyldna hlutaðeigandi, hafi Björn nokkur stundum tekið að sér barnagæslu hjá vinafólki, þar sem ungur drengur að nafni Haraldur hafi þarfnast eftirlits!
Hygg að geti staðist út frá aldursmun þeirra félaga!
Forðum bleyjum skipti Björn,
á barninu hans Matta.
Fróni nú hann velur vörn,
og veðjar á þann patta.