Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Einstakt dómgreindarleysi!

Að hann Björn skuli ekki átta sig á vanhæfi sínu í þessu máli!

Í ljósi þess að stærstur hluti þessara hlerunarmála eiga sér sennilega upptök í ráðuneyti og eða stjórnsýslustofnunum sem lutu yfirstjórn föður hans, Bjarna Benediktssonar, og þannig á hans ábyrgð, hver sem vitneskja hans hefur verið um aðgerðir hverju sinni.

Þar af leiðandi á ekki nokkur maður svo mikið sem hlusta á píp Björns um þessi mál, tali hann sem dómsálaráðherra um þau.

Honum ber auðvitað að segja af sér sem slíkur gagnvart allri umfjöllun um þessi mál.

Hitt er svo önnur saga og auðvitað ekki nema mannlegt ,að hann reyni að bera blak af föður sínum, ef verið er að ásaka hann um að hafa farið fram ólöglega gegn samborgurum og samþingsmönnum sínum mörgum, að þessu leyti.

Honum ber þá að gera það sem óbreyttur Björn Bjarnason .


mbl.is Símhleranirnar voru ekki ólöglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig má það vera að ekki sé hægt að leiðrétta ranglæti í einum áfanga?

Nánast alþjóð, jafnt lærðir sem leikir , virðast sammála um að launakjör ljósmæðra séu ranglát miðað við menntun og ábyrgð þeirra í starfi!

En, ótrúlegasta fólk virðist tilbúið að fallast á að ekki sé hægt að leirétta þetta ranglæti nema í áföngum.

Sambærilegt væri líklega  maður sem hefði verið ranglega dæmdur til fangavistar , að  ekki væri hægt að veita honum frelsi nema í áföngum þegar hann ljóst væri að hann hafi hlotið óréttlátan/rangan dóm og sýknun átt sér stað!

Hvað er heilbrigðiskerfið búið að spara gegnum tíðina með því að vanmeta störf þessarar stéttar, og neita henni um leiðréttingu þegar betur áraði?

Hversu mikið meira er til skiptanna í kerfinu ,vegna þessara vangreiddu launa.

Mér finnst eðlilegt að verða við kröfum ljósmæðra nú þegar, og prísa okkur sæl fyrir að þær fari ekki fram á afturvirka leiðréttingu til margra ára!

Ljósmæður! Ekki gefa þumlung eftir fyrir hálaunuðum lágmennum hins heillum horfna dýralæknis!


Hvaða undirmálsfólk sat í nefndinni?

Maður hlýtur að spyrja sig þessarar spurningar við lestur þessarar niðurstöðu.

Hraksmánarlegar bætur fyrir að rústa lífi manna. Er þetta fólk ekki í lagi?

 Ráðamenn hefðu betur haldið kjafti og eða neitað strax að gera nokkuð fyrir þetta fólk, heldur en að vekja vonir sem síðan er traðkað á!


mbl.is Fimm stig gefa 375 þúsund krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband