Kosningabaráttu kjaftæðið má að ósekju stytta til muna!
13.3.2009 | 00:08
Algjörlega tilgangslaust jaggedíjagg að vera að þreyta þjóðina með innihaldslausu kjaftæði svona löngu fyrir kosningar.
![]() |
Tilkynnt um þingrof á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enn og aftur sannast !
12.3.2009 | 23:29
Að við almenningur erum bara búfénaður ætlaður bönkum og öðrum gróðapungum til að rýja inn að skyrtunni og fénýta okkur á allan þann hátt sem mögulegt er.
Stjórnvöld hverju sinni telja það líka ávallt nánast skyldu sýna að gera þessum pungum kleyft að ná sem mestu út úr ræflinum af okkur áður en við leggjumst í lokastöðuna!
![]() |
Innheimta þóknun af útgreiðslu sparnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Maðurinn staðfesti margendurtekið vanhæfni sína!
24.2.2009 | 21:13
Í frekar aumkunarverðri tilraun til sjálfsupphafningar á kostnað allra hinna, kom Davíð aftur og aftur að því sem er meginrökin fyrir nauðsyn þess að hann víki úr Seðlabankanum.
Það semsagt tekur enginn mark á honum lengur, og svo hefur verið í aðdraganda bankahrunsins!
Burt séð frá því hvað er satt eða logið um viðvaranir hans í allar áttir um yfirvofandi hrun bankakerfisins, þá stendur upp úr að menn töldu hans tíma liðinn og honum ekki treystandi.
Þessvegna verður hann að víkja!
Að vera vælandi yfir aðferðinni sem notuð er til að ýta honum til hliðar er hlægilegt í ljósi sögunnar. Hvernig var t.d. þjóðhagsstofnun lögð niður?
Ég var ekki hrifinn af málsvörn þessa fyrrum snjalla foringja!
![]() |
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skiljanlegt í ljósi dálætis Höskuldar á VETTLINGATÖKUM!
23.2.2009 | 21:50
Muna menn ekki meint mismæli þingmannsins á dögunum ?
Líklega voru það eftir allt saman ekki mismæli!
Maðurinn hefur greinilega gengið í smiðju foringja hins framsóknarflokksins ,Geirs, með að best sé að láta reka á reiðanum og allt skuli látið danka.
Þetta gæti kannske lagast af sjálfu sér , og svo gæti líka komið einhver vísdómur í viðbót, t.d. frá Zimbabve, um löggjöf fyrir Seðlabankann þar.
Aldrei að vita nema vert væri að kíkja á það kannske eftilvill hugsanlega plagg sem gæti kannske hjálpað til við að hanna lögin með þægilegum glufum sem gætu gagnast við að koma "góðum" mönnum í bankastjórnina jafnvel þótt síðar verði!
En semsagt , skaðar aldrei að hafa góða ,velþæfða einþumlunga á báðum höndum, jafnvel tvöfalda áður en maður tekur á hlutunum!
![]() |
Þingfundi frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Frá hvaða plánetu kemur þetta blessað fólk, s.k. trúnaðarmenn V.R.?
Misskilja þeir sitt hlutverk svo gjörsamlega, að þeir telji sig eiga að vera trúnaðarvini hins breyska foringja, en ekki gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, hins almenna félagsmanns?
Er fólkið ekki að ná því hvað er að gerast og gerjast í þjóðfélaginu þessa dagana?
Heyrir það ekki daglegar sukk og svínaríis sögur af Kaupþingi, þar sem þessi foringi þess var með í stjórn að blessa yfir ósómann?
![]() |
Gunnar Páll fékk þorra atkvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það tókst!
27.1.2009 | 00:02
Þökk sé öllum þeim ósérhlífna mótmælenda-SKRÍL sem barði bumbur,potta og pönnur af miklum ELDMÓÐ síðustu viku og undanförunum sem með þrautseigju héldu uppi nöldri á Austurvelli og víðar.
Niðurstaðan sannar það líka ,að við megum aldrei leyfa Bjarnar-bófum landsins að hervæðast með svo öflugum hætti að hægt verði að berja niður réttmætar kröfur almennings með vopnavaldi.
Aldrei framar mun þjóðin láta hrokagikki á valdastólum beygja sig.
Gefum Íhaldinu laaaaaaaaannnngggggggt frí frá stjórnaráðinu!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég bið þjóðina afsökunar!
20.1.2009 | 22:00
Ég var í rúman áratug s.k. styrktarmaður Sjálfstæðisflokksins, og flokksbundinn þar nokkrum árum betur!
Ég greiddi nk. tíund í flokksjóð, c.a. 4000 krónur á ári sem drógust af Visareikningi mínum mánaðarlega. Þetta lét ég mig hafa í þeirri trú að þessi flokkur minn, væri mannúðlegur og sanngjarn og hugaði jafnt að hagsmunum hinna smærri sem stærri. Taldi hann betri kost en forræðishyggju yfirgangssamra vinstri manna og spilltrar Framsóknarklíku sem hafði alltof lengi fengið að koma sínu fram.
En svo kom sælustundin ,þegar flokkurinn fékk sinn sterka "Fuhrer" og náði að komast til valda.
Gekk nokkuð bærilega framan af , en svo var Framsóknar-minknum aftur hleypt að kjötkötlunum ,og þá fór að halla á ógæfuhliðina. Saman sýndu þessir flokkar, eða öllu heldur Foringjar þeirra þjóðinni , fljótlega þvílíkan hroka og yfirgang, og þegar Foringi minna fornu drauma fór að skattyrðast við okkar minnstu bræður ,öryrkjana, og gerðist helsti talsmaður sérhagsmunahyggjunnar, nefnilega kvótaránsins, jafnframt aukinni skattpíningu lág-og meðaltekjufólks. þá fékk ég nóg og sagði mig úr þessum félagsskap.
En semsagt, ég hef það á samviskunni að hafa tekið af takmörkuðum tekjum míns barnmarga heimilis, til að ala þennan monster sem Sjálf(græðg)(stæð)isflokkurinn síðar varð.
Í dag skammast ég mín fyrir að hafa haft trú á þessum mönnum!
Dauðskammast mín!
Heybrókarháttur stjórnarandstöðunnar?
20.1.2009 | 21:06
Velti fyrir mér eftir atburði dagsins, því stjórnarandstaðan í heild sinni gekk ekki á dyr og sameinaðist mótmælendum fyrir utan.
Hefði getað lýst yfir að hún kæmi ekki aftur til þingstarfa fyrr en fyrir lægi að ræða skyldi tímasetningu kosninga til nýs alþingis og einhver mikilvægari mál, en virtust á dagskrá í dag.
Mér skilst að það hafi þótt brýnast, í ljósi aðstæðna, að keyra í gegnum þingið samþykkt fyrir brennivínssölu í matvörubúðum, svo illa haldinn almenningur eigi auðveldara aðgengi til áfengiskaupa, svo það geti drukkið frá sér áhyggjur, helst uppá hvern dag.
Kannske fengi þá þessi Óþurftarstjórn, sem virðist að stórum hluta skipuð ósómakæru undirmálsfólki, frið til að skipa málum á þann veg aftur, að spillingin sem hafa unnið sér friðhelgi hérlendis fái grasserað sem aldrei fyrr.
Ef skrattinn sjálfur byði best mundi ég skipta við hann!
14.12.2008 | 21:20
Ætla ekki að líkja þeim ágæta manni Sullenberger við þann vonda sjálfan, en það rifjaðist upp fyrir mér saga úr sveitinni forðum.
Og ágætt að hafa þá í huga þá blámóðu hrifningar ímynd sem hin ágæta framsóknarþingkona Eygló Harðardóttir hefur af samvinnuhugsjóninni. Líklega of ung til að muna blákaldan spillingarveruleika þess forms jafn vel og við sem fædd erum um og fyrir miðja síðustu öld.
Þó er skemmst að minnast sorasögunnar um hvernig leyfar blessaðrar hreyfingarinnar sukkuðu með síðustu reyturnar og komu þeim í "rétta" vasa . En nóg um það!
Þegar hér var komið sögu voru hafnir mjólkurflutningar úr sveitum landsins til helst þéttbýlisstaða þar sem samvinnufélög bænda sáu um vinnslu og dreifingu vörunnar.
Bændur sjálfir gjarnan í hverjum hreppi ,eða sveitarhluta stofnuðu með sér flutningafélög og kom fljótt þar sögu að þeir uppgötvuðu þá markaðsleið að bjóða út flutningana. Eðlilega til að lágmarka kostnað.
Einhverju sinni urðu einhverjar meiningar í sveit einni norðanlands hvort rétt hefði verið að taka lægsta tilboði ,sem þar með gerði gamla reynda bílstjórann atvinnulausan, því hann hafði verið svo óheppinnn að bjóða ekki lægsta verðið.
Kom til orðaskipta milli flutningafélagsstjórnarmanns, þekkts og grandvars sómabónda og mikils samvinnumanns sem kallað var , og annars bónda sem þótti illa farið með gamla bílstjórann.
Gamli ,grandvari gegnsýrði samvinnumaðurinn afgreiddi deiluna í eitt skipti fyrir öll með eftirfarandi rökum.
"EF ANDSKOTINN SJÁLFUR ER MEÐ BESTA TILBOÐIÐ Í MJÓLKURFLUTNINGANA ÞÁ SEM ÉG VIÐ HANN"!
![]() |
Hyggst stofna lágvöruverðsverslun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á götuhorninu mínu !
14.12.2008 | 20:13
Varð var við undirbúninginn.
Hélt að unnið væri í lagnakerfi bæjarins. Steypu- og malbikssögunarhljóð og hliðstæðir skruðningar frá árla morguns til miðnættis vikulangt.
Rölti á vettvang eitt kvöldið, datt helst í hug mini útgáfa af friðarsúlu Yoko Ono. Fannst ekki veita af!
En þetta er vel til fundið og verður okkur vonandi sem flestum hvatning til að rísa gegn hvers konar órétti af hálfu yfirvalda.
Betur að Björn blessaður hugaði betur að þessum grundvallar atriðum í þeim atburðum sem brenna heitast á okkur í dag.
Virðist ekki átta sig á hliðstæðunni við fáránleika þess að láta skylda og tengda aðila rannsaka í bönkum og fjármálakerfi. Skylda og tengda þeim sem keyrðu allt í þrot og hljóta að liggja undir grun um margt misjafnt.
![]() |
Minnisvarði um sögulegan dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |