Hvað með klúður af hálfu forseta áður?
23.1.2012 | 21:27
Er að velta fyrir mér hver ber ábyrgð á því klúðri að leyfa fjórskipta atkvæðagreiðslu um hverjir skyldu dregnir fyrir landsdóm á sínum tíma! Voru það þingtæk vinnubrögð, ef svo má segja?
Allir sjá í dag að þar voru aðlamistökin gerð. Auðvitað átti ekki að koma til greina annað en kjósa um tillögu um þessi 4 fyrir landsdóm í einum pakka, til samþykktar eða synjunar.
Við þá aðferð sem viðhöfð var , hefði mögulega getað komið upp sú staða að t.d. Björgvin G Sigurðsson einn hefði verið fyrir landsdómi. Sá ráðherrann sem var sniðgenginn og lítisvirtur, og haldið frá eldlínunni af hinum þegar mest lá við.
Sáu menn ekki hve fáránlegt þetta var. Tilviljun ein réð að það varð þó sá sem mesta ábyrgð bar sem lenti í gapastokknum!
Lýðræðisleg niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn upphefst gólið!!!
23.1.2012 | 11:07
Nánast alltaf þegar netsöfnun undirskrifta til stuðnings, eða eftir atvikum gegn tilteknum mönnum eða málefnum er í gangi koma fram spekingar sem reyna að niðra þessar safnanir og ganga jafnvel svo langt að játa á sig lögbrot sínum málflutningi til framdráttar.
Þetta er þvílíkt bull, því að hér er auðvitað ekki um lögformlegar kosningar að ræða sem hafi skuldbindandi áhrif, heldur viðhorfskannanir til að fá lauslega hugmynd um fylgi við tiltekinn einstakling eða málstað.
Viðkomandi, einstaklingur eða aðstandandi málefnis hefur svo í hendi sér að meta trúverðugleika útkomunnar.
Það er staðreynd að ekki nándar nærri allar svona safnanir skila árangri! Og hvers vegna?
Vegna þess að málefnið nýtur ekki stuðnings.
Ættu ekki allir að geta bara svindlað og kosið ómælt um eigin hugðarefni í nafni annarra , ef það er svona auðvelt?
Skil ekki þetta óðagot!
18.1.2012 | 20:25
Horfði á ógeðfellda mynd um iðnað í kringum s.k. staðgöngumæðrun . Peningamenn með græðgisglampa í augum berandi sæðisbrúsa milli landa, frá USA og fleiri löndum til Indlands þar sem konur voru sæddar eins og hver önnur húsdýr og þær síðan geymdar eins og beljur á bás á meðgöngunni.
Frekar ógeðfellt og andstyggilegt á að horfa. Fengu eitthvað lítilræði fyrir, miðað við hvað dílerarnir hirtu.
Börnin tekin með keisaraskurði þegar einhverjum dólgum hentaði. Ómanneskjulegt hvernig börnin voru svo rifin af meðgöngumæðrunum sem sátu eftir sundurristar með tár á hvörmum.
Nei hér þarf að fara varlega og ekki ana að neinu. Þetta var hálfu ógeðfelldara en nokkur vændismiðlun fannst mér.
Frumvarp samið um staðgöngumæðrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þessi maður má fara!
12.1.2012 | 11:55
Vanviti af þessari stærðargráðu hefur varla sést innan íslenskrar stjórnsýslu fyrr, og er þó af nógu að taka.
Fái sér bara aðra vinnu ef óánægður hér.
Hann er ekki ósmissandi, öðru nær. Allavega ljóst að þetta vaxtaflón getur ekki gengt stöðu seðlabankastjóra meðan málaferlin standa!
Már í mál við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er ekki full ástæða
28.11.2011 | 16:18
til þess að skipa ráðherranefnd um málefni fjármálaráðuneytis framhjá Steingrími?
Þessi larfur klúðrar hverju máli sem hann kemur nálægt.
Nú síðast gerður afturreka með sk. kolefnisgjald sitt!
Fyrri afrek eru flestum kunn. Þarf nokkuð að nefna Icesavesnilldarsamningana, milljarðana útí loftið til Sjóvar og fleiri o.s.frv.!
Held að Jón sé í góðum málum miðað við Steingrím þennan!
Svaraði ekki hvort Jón nyti stuðnings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bernskir kjánakarlar fara mikinn gegn Ögmundi!
25.11.2011 | 22:22
Alla toppaði þó nafni minn Möller með vangaveltum um vanhæfi Ögmundar!
Gerði semsé ekki greinarmun á því að Ögmundur var komin í stöðu ákvörðunaraðila málsins áður en umsókn um undanþágu kom fram, eða því hvort hann hefði verðið skipaður sem úrskurðaraðili eftir að umsóknin var lögð fram til samþykktar eða synjunar.
Þetta er auðvitað meginaðtriði . Eru þeir aðeins hæfir sem úrskurðaraðilar sem fyrirfram er vitað að segi já við hverju því sem fyrir þá er lagt?
Eða geta skoðanalausiir aðeins talist hæfir?
Ögmundur rökstyður sína niðurstöðu vel og erfitt að hrekja það.
Hér þurfa engin endalok að vera á samvinnu við umræddan kínverja þótt hann fái ekki allar sínar ítrustu óskir uppfylltar
. Ef honum er alvara , þá hlýtur að mega finna flöt á aðkomu hans að uppbyggingu á svæðinu án þess að svo víðfeðmar lendur komi í hans eignarhlut.
Óviss um stuðninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Álíka
23.11.2011 | 09:38
sennilegt og að hætt verði að veiða fisk við Íslandsstrendur ef núverandi kvótahafar loka sjoppunum í fýlu yfir að fá ekki allt gefins!
Þetta eru auðvitað alltaf fyrstu viðbrögð,....... að hóta!
Kannske skiljanlegt, mannlegt eðli er jú alltaf að vilja hafa sem mest fyrir sinn snúð, sem mest í eigin vasa!
Engin ástæða til að fara á taugum yfir því!
Loka ef skattur verður lagður á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þvílík HEIMSKA!
17.11.2011 | 16:24
Hefur einhver bannað Gideonfélögum að gefa Nýja Testamentið? Allt annað mál að þeir skuli ekki nenna að hafa fyrir því að dreifa því án atbeina skólanna í landinu.
Sýnir ekki mikinn raunáhuga á verkefninu að tíma ekki að póstleggja það eða þá banka uppá hjá viðkomandi og bjóða NT!
Spurningin var greinilega villandi og því er niðurstaðan skiljanleg.
Gjöf NT ekki brot á mannréttindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Getur það verið?
17.11.2011 | 11:27
Að augljós minnihluti alþingis dugi til að troða í gegnum þingið lögum?
Nú hefur það gerst að 29 af 63 þingmönnum hafa samþykkt umdeild fjáraukalög og í desember 2010 var troðið í gegnum þingið með stuðningi aðeins 27 þingmanna , sk. gengislánalögum , nr. 151/2010. Sem eru hin mesta hrákasmíð og ganga gegn stjórnarskrá í veigamiklum atriðum miðað við hvernig fjármálafyrirtækin túlka þau.
Jafnvel þótt dómstólar vonandi geri þau afturreka með þá túlkun sína, þá hafa þessi ólög valdið þvílíkum skaða,angist og óvissu meðal margra lántakenda og lagt bönkum og öðrum lánafyrirtækjum að virðist, vopn í hendur til að angra sína skuldunauta.
Jafnvel út yfir gröf og dauða ,í þeim skilningi að þau voga sér að endurreikna og innheimta viðbótargreiðslur á löngu uppgreiddum lánum hefur manni skilist.
Ef þessi túlkun , að ekki þurfi raunmeirihluta þingmanna hverju sinni til að koma í gegn lagasetningu, er rétt?????? þá er allvega mjög brýnt að breyta því strax.
Ekki líðandi að óvandaðir pappírar og málaliðar fjármálaaflanna geti troðið gegnum þingið hverju sem er í skjóli minnihluta þings! Það má leiða getum að því ,að á þingi hverju sinni geti myndast samstaða nk. undirmálsmanna af og til ,sem skeyta hvorki um skömm eða heiður í þessum efnum!
Forkastanlegt !
17.11.2011 | 10:27
Hér er úrbóta þörf, líklega í stjórnarskrá!
Hlýtur að vera krafa að ekki sé gerlegt að samþykkja löggjöf frá alþingi sem ekki er meirihlutastuðningur fyrir.
Semsagt að lagafrumvarp sem ekki fær 32 atkvæða stuðning hið minnsta, á ekki að fá framgang!
Fjáraukalögin samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |