Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sérkennilegt viðhorf !

Í umræðunni um niðurskurð,niðurfellingu eða leiðréttingu lána, virðast margir misskilja ,að hér sé farið fram á einhvern gjafagerning til lánþega , og í því samhengi barma sér yfir að slíkt kunni að lenda á þeim sem ekkert hafi til unnið, semsagt öðrum skattgreiðendum og lífeyrisþegum .

Af því tilefni að galað um að aðeins skuli leiðrétt hjá þeim verst stöddu, sem auðvitað er sjónarmið útaf fyrir sig , en á hverra kostnað yrði það?

Jú auðvitað allra hinna baslaranna sem með herkjum eru að reyna að standa skil á greiðslum af sínum uppbólgna lánahöfuðstól, sem blés út vegna glæpa og afglapa fjármálakerfis og stjórnvalda . Semsagt vegan forsendubrests sem í lögum er kveðið á um að geti leitt til endurmats á lánasamningum.

Þetta finnst feitum fjármagnseigendum og skuldlausum einstaklingum meira réttlæti en að þeir ef til vill hugsanlega kannske þurfi að taka á sig einhverjar byrðar, sem auðvitað er ekki augljóst samt.

Semsagt að þeir sem skulda fyrir séu betur í stakk búnir að liðsinna öðrum enn ver stöddum meðbræðrum en þeir sem eiga gnægtir að taka af !

Höfðinglegt viðhorf ,að hluti þegnnanna skuli engin óþægindi hafa af að heilt efnahagskerfi hrundi!


mbl.is Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágmenni ríkisstjórnar vilja sjá sem flesta á hnjánum!

Í stað réttlátra leiðréttinga skuldastöðu, þar sem tillit væri tekið til ábyrgðar fjármálakerfisins og stjórnvalda á ofvöxnum skuldum í kjölfar glæpastarfsemi sem iðkuð var í skjóli stjórnvalda þá skyldi nýmærður kjósandinn niðurlægður í þágu hugsjóna gamla vinstrisins.

Í stað þess að bregðast strax við og leiðrétta fyrir þessu svindli með löggjöf í líkingu við neyðarlögin þar sem áhættusæknum fjármagnseigendum m.a. var reddað umhugsunarlítið, þá ákvað þessi lágmennta ríkisstjórn, sem leyfði sér að skreyta sig með velferðartitlum, að fólkið skyldi skríða í svaðinu til að fá að skrimta.

  Endurvakning framfærslumögueika skyldi með þeim endemum að fólki sem varð illa úti af völdum þessara afglapa kerfisins, skyldi settur tilsjónarmaður sem skammtaði því framfærsluna frá degi til dags.  Væntanlega hálaunaðir lögfræðingar á ofurlaunum að vakta auma skuldara svo þeir færu sé ekki frekar að fjárhagslegum voða við að kaupa sér eitthvað annað en gömul lampasjónvörp og Lödur til aksturs.

Svo skilja þau bara ekkert í að fólk skuli ekki unnvörpum stökkva á þessi aumingjaúrræði þeirra!

Skömm þessa hyskis er mikil!


mbl.is Úrræði mögulega ekki kynnt nægjanlega vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir missa sem eiga !

Svo er stundum til orða tekið og á við á ýmsum sviðum.  Lífeyrissjóðirnir hafa sankað að sér iðgjöldum okkar launamanna gegnum tíðina og þeim ber auðvitað að ávaxta það pund sem best þeir mega til að tryggja okkur einhverja afkomu á endasprettinum , þegar launaðri vinnuþáttöku lýkur.

Ljóst er að misvel hefur til tekist og okkur má vera ljóst að þessir , allt að því sjálfskipuðu , fulltrúar okkar í sjóðstjórnunum hafa því miður umgengist þessa sjóði með lítilli virðingu. Nánast farið með þetta sem eigið sukkfé. Greitt sér ótæpileg laun með ómældum bílafríðindum o.fl.

Þar fyrir utan voru þeir ansi bláeygir margir að gambla með þetta lífsframfærslufé okkar í ellinni og mun víst ómælt hafa tapast í þeim hrunadansi.

Nú stöndum við frammi fyrir því ,að ef við eigum að koma til móts við stóran hluta umbjóðenda þessara sjóða og gefa eftir eitthvað af uppskrúfuðum kröfum sjóðanna á hendur sínum eigin eigendum, þá þarf líklega að afskrifa eitthvað af þeim loftbólugróða sem verðtryggingin blessuð hefur mælt og talið inná efnahagsreikning þeirra. Þessi umdeilanlega aukna eignastaða sem verðtryggingin skapar að hluta, byggist þannig að nokkru  á auknum vandræðum lántakenda sjóðsins ,sem jafnframt eru þá aðilar að viðkomandi sjóði með iðgjöldum sínum.  Semsagt sjóðirnir hafa hagnast á kostnað skuldaranna.

Þar kemur að því sem máltækið greinir; Þeir missa sem eiga! 

Augljóst má öllum vera að við aðstæður sem nú ríkja í kjölfar hrunsins, verður að teljast léttbærara þeim sem eitthvað áttu að tapa hluta eigna sinna , en þeim sem lítið eða ekkert áttu að bæta á sig skuldbindingum .  Alveg burtséð frá því að einhverjir hafi farið geyst og glannalega fjárhagslega, hafi þeir ekki haft af því einhvern gróða sem skotið er undan í skattaskjól erlendis, þá ber að létta öllum lífið sem nemur forsendubresti þeim sem fjármálakerfið olli í hagkerfinu með sinni gálausu glæpsamlegu keyrslu.

  Gáum líka að því að skuldarar, þessi óhreinu börn hagkerfisins( eru þrátt fyrir allt forsenda þess að fjármagnseigendur geti ávaxtað sitt pund), eru til viðbótar við ok skulda byrðanna, þáttakendur í auknum samfélagskostnaði vegna hrunsins á alla kanta.


mbl.is Afskrifa þyrfti 220 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held að Brynjar ætti að tala sem minnst !

Fulltrúi þeirrar stéttar sem er áskrifandi að sjálftöku fjár um víðan völl. Sérstaklega lunknir við að smyrja ofan á skuldir þeirra sem eiga nógu erfitt fyrir með að standa í skilum.

Þessi óþurftarmaður sem gekk í lið með stjórnvöldum og peningaöflunum að "leiðbeina" Hæstarétti til að komast að þeirri niðurstöðu í vaxtamálum s.k. myntkörfulána sem jafna má við réttarmorð. Algjörlega útúr kú í lögfræðlegum skilningi um samningsrétt og ólögmæti afturvirkra gerninga ,sem og auðvitað beint í mótsögn við skýr fyrirmæli laga um neytendarétt.

Horfum framhjá áliti svona spekinga sem þekkja ekkert réttlæti nema sem hleður undir þeirra eigin rass.  25 þúsund á tímann lágmark í laun, að vísu með vsk. og hamast gegn hagsmunum venjulegs launafólks en gengur erinda þeirra afla sem vilja enn og aftur blóðmjólka alþýðuna til ávinnings fyrir sig og sína.

Á kostnað hvaða annarra ætti það svosem að vera ,að loftbóluhagnaður verði afskrifaður? Loftbóluhagnaður sem var uppdiktaður með svikum og prettum!

Þetta kostar einhverja aðra en ræningjalýðinn nákvæmlega ekki neitt!


mbl.is Brynjar: Hættið að gefa óraunhæfar væntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða fjárhagslegi ávinningur er fyrir ríkissjóð af þessum aðgerðum?

Spyr sá sem ekki veit! Ef við gefum okkur að uppsagnir 100 heilbrigðisgeirastarfsmanna spari launaútgjöld uppá t.d. 500 millur, þá hverfa þar með skatttekjur í ríkissjóð uppá u.þ.b. helming upphæðarinnar og 100 manns fara á atvinnuleysisbætur sem þýða útgjöld fyrir atvinnuleysistryggingasjóð uppá ca. 200 millur . þá eru 50 milljónir eftir sem tapast sennilega í minnkandi neyslusköttum og hverskonar öðrum vandræðagreiðslum sem til koma vegna þessara aðila sem missa vinnuna. Annað gæti líka komið til , semsagt að hluti þessa fólks hverfi úr landi.

Allt er þetta auðvitað slumpareikningur, en held ég ekkert óraunhæfur. Kannske ofreiknaður hluti beinna skatta sem tapast, en á móti líklega vanreiknuð önnur veltuáhrif.

Þá er eftir að telja viðbótarkosnað sem kemur til vegna margskonar flutninga og aukins álags annarsstaðar, en auðvitað er það ekki allt neikvætt, allra síst fyrir íbúa sem sitja nær þessum stærri sjúkrahúsum.

Merkilegt í þessu ástandi hér hvað ráðamenn virðast gleyma að reikna hlutina út frá breytilegum forsendum.  Sjá sparnað á einum pósti , en gleyma að á móti kemur kannske bæði kostnaður á öðrum vettvangi sem og beint tekjutap ríkissjóðs á móti.


mbl.is Hvetja Sunnlendinga til að mæta á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður punktur!

Eins ósanngjarnt og það var á sínum tíma fyrir tilkomu verðtryggingar, að sparifé nánast brann upp í bönkum í óðaverðbólgu áttunda áratugarins, þá sveiflaðist óréttlætið yfir á hina hliðina þegar húsnæðislánin uppreiknuðust miðað við allt aðra vísitölu en snerti beint húsnæðiskostnaðinn sjálfan.Menn sögðu auðvitað ekkert meðan húsnæðisverðið var á uppleið, líklega vorum við orðin svo gegnsýrð af hagvaxtargræðgiskapphlaupinu að fáir gerðu sér grein fyrir að dæmið gæti snúist við, og hve skelfilegar afleiðingar þess yrðu.  

Í þessu eru auðvitað mörg álitamál og ekki allt einfalt úrlausnar og umdeilanlegt margt frá sjónarhóli sanngirninnar.  Hætt við að mörgum lánveitandanum mundi þykja það nokkuð önugt ,ef ætti að kippa til baka þeirri verðtryggingu sem hann hefur fengið af húsnæðislánum gegnum tíðina.

En auðvitað verðum við að finna kerfi sem byggir á því,að hóflegt húsnæði fyrir alla, er ein af þeim meginréttindum sem öllum ber. Því þarf að finna kerfi þar sem ljóst er að á lánum til þess arna á og má enginn græða.Þá kæmi auðvitað á móti það sjónarmið að þiggjendur húsnæðislána á þeim forsendum, mættu heldur ekki græða á sölu heimila sinna sem byggð hafa verið upp með slíkum lánum.

 Er reyndar farinn að hallast að því að sjálfseignarkerfi í húsnæði sé útí hött. allavega beri að leggja meiri áherslu í framtíðinni á hverskonar leiguhúsnæði ,þar sem búseturéttur er tryggður til lengri tíma. 

Það hefur t.d. sýnt sig að í fjöleignahúsum er það nánast ávísun á vandræði í samskiptum vegna ágreinings um viðhaldsverkefni og margt fleira í samskiptum. Þau eru auðveldari úrlausnar ef einn húseigandi eða fasteignafélag sér um málin og ef samskiptavandræði önnur en ágreiningur um viðhald eru að plaga, þá eru þau auðleysanlegri við leiguaðstæður.


mbl.is Lánin væru 16% lægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlausir sóðapólitíkusar!

Verðandi vitni af þeirri SKJALBORG sem meintir meðsektarmenn hrundólga og hrunráðherra ætla að slá um þá , til að forða þeim frá réttlátum landsdómi sem er auðvitað full og brýn nauðsyn á að fái tækifæri til að meta hvort einhverjir hafi brotið gegn lögum um ráðherraábyrgð, þá verður manni meira og meira ljóst ,að þetta fólk allt saman er alveg bullandi vanhæft að fjalla um þetta mál á þingi!

Jóhanna toppaði bullið allt með sínu útspili í gær. Þessi kona ,sem að öllu líkum ætti sjálf að sæta ákæru ásamt Össuri og jafnvel fleirum, ætti að sjá sóma sinn í að víkja sæti við þessa umræðu!

Auðvitað þarf að kalla inn varamenn fyrir allt það fólk á þingi sem hugsanlega tengdist eitthvað ákvarðanatöku stjórnvalda í aðdraganda hrunsins.

Burtu með þau öll , allt annað er sóðaspilling .


Fáheyrður málflutningur vegna Geirfuglsstyttu!

Það er ekki hægt annað en undrast þetta kjaftæði sem haldið er fram að einhver hugmyndstuldur hafi átt sér stað .

Geirfugl var nú bara einu sinni Geirfugl og þær útgáfur sem menn hafa sem fyrirmyndir í dag , þegar endurskapa skal ímynd þessa fugls eru ekki margbrotnar. Örfá eintök uppstoppuð eru fyrirmyndin og því ekki við mikilli fjölbreytni að búast ætli listamaður að endurskapa eitthvað sem minnir á þá.

Að einhver einn listamaður geti fengið nk. einkarétt á þeirri listsköpun er mér óskiljanlegt. 

Af þeim myndum sem ég hef séð af þessum fuglum tveim,er fráleitt um algjöra kópíu að ræða.

Ef ég t.d. yrði fyrstur manna til að gera einhverskonar styttu af marglyttu, mætti þá ekki nokkur annar maður í öllum heiminum spreyta sig á því verki? Eða allavega ekki hafa sína styttu neitt líka marglyttu, að því gefnu að mín stytta líktist þeirri lífveru?


mbl.is Geirfuglum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeim mun varasamari er maðurinn.

Menn sem hafa verið neyddir til starfa eru auðvitað líklegri til að vinna tilætluð verk með hangandi hendi, því þeir telja sig alltaf hafa þessa afsökun. "Ekki sóttist ég eftir þessu starfi" !

Þar fyrir utan skal engan undra að innan fárra daga verði tilkynnt um brotthvarf Gylfa úr ríkisstjórn af öðrum tilgreindum ástæðum, nefnilega þeim að ráðherrauppstokkun/fækkun hafi alltaf staðið til.

Því miður er þetta lenska hér að viðurkenna helst aldrei mistök þótt augljós sú öllum sem sjá vilja. 

Meiri mannsbragur þótti mér að stjórnanda gámastöðvar á Selfossi um daginn, þegar kvartað var undan fuglafári við flugbraut þarf.

Honum þótti sjálfsagt að endurskoða stöðu mála ,en reyndi ekki að bulla sig frá því með að allir flugmenn sem kvörtuðu væru bara vitlausir og haldnir ofsóknaræði gagnvart honum persónuega.


mbl.is Sóttist ekki eftir starfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumasti af öllum aumum!

Að sjá þennan garm reyna að ljúga sig frá mistökum sínum og dómgreindarleysi.

Svo lenti hann í mótsögn við sjálfan sig þegar hann , eftir að hafa í upphafi sagt seðlabankann hafa bannað öðrum en einum tilteknum starfsmanni ráðuneytis síns að lesa umrætt lögfræðiálit, þá stynur hann því upp að tiltekið hafi verið að efni þess skyldi ekki til brúks utan veggja ráðuneytisins!

Semsagt, hver og einn einasti starfsmaður að Gylfa sjálfum meðtöldum mátti lesa plaggið!

Ætli að það sé tilviljun  að í nafninu Gylfi og orðinu Lygi eru að stórum hluta sömu bókstafir?LoL

Skilyrðislaust á þessi garmur að segja sig nú þegar frá embætti!


mbl.is Mátti ekki dreifa minnisblaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband