Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Að hafa endaskipti á hlutunum!

Össur gerir sig sekan um alvarlegan misskilning á virkni lýðræðisins. 

Það voru sexmenningar s.k. sem spyrntu við fótum gegn yfirvofandi VALDARÁNI Vilhjálms og Björns Inga.

Menn verða að gera sér grein fyrir hvar valdið liggur í sveitarstjórnum sem og auðvitað öllum stjórnum . Það er formlega hjá öllum kjörnum fulltrúum viðkomandi stjórnar en ekki bara hjá oddvitum þeirra.


Getur verið að undirmálsfólk og afglapar hafi ráðið málefnum tryggingarstofnunar gegnum tíðina?

Manni sýnist að þurfi meiriháttar illgirni og/eða heimsku til að skapa þær reglur sem þetta almannatryggingakerfi okkar hefur að leiðarljósi miðað við þau mýmörgu dæmi þar sem sagt er frá, hvernig fólk hirðir aurinn en kastar krónunni í viðskiptum sínum við þetta apparat!
mbl.is Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi hefst nú vakning með þjóðinni að sporna gegn því "tyrkjaráni" á auðlindum sem stefndi í!

Þetta ,ásamt undirskriftasöfnun í Reykjanesbæ , vekur manni vonir um þjóðarvakningu til að hamla gegn hrifsun auðmanna á landi og auðlindum þjóðarinnar!
mbl.is Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og Geysis Green
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þráhyggja Seðlabankans líkt og þráhyggja Hafró í fiskveiðiráðgjöf!

Seðlabændur telja sér trú um að endalaust vaxtaokur slái á verðbólgu.

Líklegt að þetta spani hana frekar upp. Hér á landi eru menn svo vanir ábyrgðarleysi í fjármálum ,að þeir halda áfram að slá lán án tillits til vaxtakosnaðar, og velta honum svo út í verðlagið.

 


mbl.is Verðbólga yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í rúm 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband