Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Mín pólitíska og ábyrga tillaga um ásetning búfjár í haust! (Tilbúið dæmi).

Ég var með 300 ær á fóðrum sl. vetur og frjósemin var góð , eða rúmlega 100 % tvílembdar. Það þýðir að ég er með hátt í þúsund fjár í haganum í sumar. Beitin er ekki of góð vegna kulda í maímánuði og í kjölfarið einhver úrkomuminnsti júnímánuður í mannaminnum hér norðanlands. Mér sýnist því lömbunum ekki fara vel fram og við þetta bætist að heyskaparhorfur eru ekki góðar. Sé ekki fram á að fá næg hey fyrir veturinn!

En þar sem ekki eru líkur fyrir nógum fallþunga í haust, sýnist mér samt skynsamlegt að setja meirhluta lambanna á í haust, lóga í mesta lagi hrútlömbunum, og sjá svo til hvort ég fái ekki margfaldar afurðir næsta haust!  ( Hvaða máli skiptir hvort mér tekst að afla heyja fyrir bústofninn, ég set þetta bara á Guð og gaddinn)!

Tel að hagfræðistofnun háskólans muni styðja mig í þessum útreikningi, að þetta muni skila sér margfalt seinna í minn vasa.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband