Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Brugðist fljótt og vel við svikabrigslum mínum?

Tek ofan fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að bregðast svona hratt við brigslum mínum um svik við kosningaloforð sín! (Sjá aðra færslu hér á undan).

 


mbl.is Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Brjálæði að vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni!" Frétt af Vísir.is með vísan í Lesbók Moggans!

Danskurinn tekur upp hanskann fyrir ca. 60 % borgarbúa og Ólaf F.

"Danskur arkitekt sem er einn af aðalarkitektum nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins í miðborginni, segir brjálæði að vilja Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni. Það sé auðlind út af fyrir sig að hafa flugvöll í borginni og það spari einnig orku.

Það er stundum sagt að glöggt sé gestsaugað, en ekki eru gestirnir alltaf sammála. Þannig unnu skorskir arkitektar samkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar þar sem gert er ráð fyrir því að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni. Í Lesbók Morgunblaðsins í dag er viðtal við danska arkitektinn Peer Teglgaard Jeppesen ein frægasta arkitekt Dana og hönnunarstjóra arkitektastofunnar HLT í Danmörku. Stofa hans tók þátt í að hanna bæði aðalstöðvar Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð og nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn. Í viðtalinu segir Peer að hann voni að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Það sé auðlind að eiga flugvöll og brjálæði að vilja heldur aka í hátt í tvo tíma til Keflavíkur. Flugvélar muni þróast og þurfa styttri flugbrautir og því gæti flugvallarsvæðið hugsanlega minkað.

Orðrétt segir Peer: „En í framtíðinni væri það styrkur fyrir borgina að hafa flugvöllinn. Þannig má komast á auðveldan og fljótlegan hátt inn í miðborgina." Einnig þurfi að huga að orkunotkuninni og því ekki gáfulegt að láta fólk aka langar leiðir að óþörfu."

Spurnig hvort hið óstjórntæka borgarfulltrúalið ætti ekki að fara að víkja fyrir öðrum sem eru líklegri til að túlka sjónarmið almennings í borginni í réttum hlutföllum!


Hænsnakofa syndromið segir enn til sín!

Undanfarna daga hefur þjóðin orðið vitni að lágkúrulegu einelti gegn Ólafi borgarstjóra. Hann hefur víst unnið það til saka að hafa ráðið mann ,tímabundið ,til að taka til í miðborginni. Þetta virðist hugsað sem skorpuvinna, n.k. akkorð, enda verið hamast á bogaryfirvöldum undanfarið fyrir niðurlægingu miðbæjarins.

Nú fara þeir sömu fjölmiðlar, sem hneyksluðust sem mest á því skammarlega ástandi sem þarna ríkir, hamförum gegn borgarstjóra fyrir að ætla að hrista af sér slyðruorð. Sleppa löngu auglýsinga-og ráðningaferli, og ráða röskan mann til að ganga strax í verkið.

Borgarstjóri er tekinn í yfirheyrslur æ ofan í æ eins og um óbótamann sé að ræða,meira að segja Villi Vill var varla yfirheyrður annað eins fyrir sín sannanlega stórkostlegu afglöp.

 Og spældir minnihlutamenn reyna að ata hann auri sem mest þeir mega. Líkast til hræddir um að opinberað verði þeirra eigið getuleysi í fyrri meirihlutum borgarkerfisins.

 Það er líkast því að dagskipunin sé að reyna að brjóta borgarstjóra á bak aftur , svona í ljósi meintra andlegra erfiðleika hans um tíma, er hann tók sér leyfi frá störfum.  Minnir þetta óneitanlega á það hátterni sem löngum hefur verið kennt við hænsnfugla ,og ekki þótt þeim til sóma, að ráðast að meint veikluðum einstaklingum og reyna að gogga þá til ólífis!

Ekki ætla ég Ólafi annað en að standa þessa atlögu af sér.Margur hefur lent í tímabundinni krísu og náð sér upp aftur.

Hlálegur er sá málflutningur að maður geti ekki verið traustur einstaklingur, þótt honum sé ekki sýnt að koma fram í fjölmiðlum sem einhver glansfígúra og tala í hringi eins og sagt hefur verið um forvera hans einn.  Annar forveri sem nú er komin í landsstjórnina, þótti röggsöm í viðtölum, en hvað blasir nú við um efndir í landsmálum ?  Svik á svik ofan!

Sakna þess að stöð 2 spyrji Samfylkingarformanninn beint að því reglulega, hvenær eftirlaunaósóminn verði afnuminn s.k.v. hennar eigin loforði!

Virðist ekki geta stutt sinn flokksfélaga ,Valgerði Bjarnadóttur,í þeirri baráttu!

 


mbl.is Miðborgarstjóra R-listans var boðið starfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband