Þegar óttinn við"FLOKKINN" ræður ríkjum!

Einhver snautlegustu svör sem hafa verið gefin í undanfara þessarar kosningabaráttu og meðan hefur staðið, eru staðlaðir frasar s.k. Sjálfstæðisfólks, sem aðspurt hvort rétt hafi verið ákvörðun þeirra ofstjórnarmannanna, Davíðs og Halldórs, að gera Íslenska þjóð samseka í innrásina í Írak!

"Já, miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu"

Nú var það svo, að miklar brigður voru á þeim tíma bornar á þessar upplýsingar sem Busharar báru á borð, án þess að bíða eftir niðurstöðum Hans Blix og félaga sem sögðu minni líkur fyrir að þarna fyndust gereyðingarvopn. En allt kom fyrir ekki Bush-sleikjunum þótti svo mikið liggja við að þóknast þeim herra , að ekki þótti ástæða til að bera þetta undir til þess kjörin stjórnvöld hér heima. Heldur treyst á að hægt yrði að beygja í duftið efasemdamenn í eigin röðum , eins og kom á daginn.

Spurningin er fyrir þessar kosningar:

 Getum við sem þjóð treyst þessu fólki áfram til að fara með málefni íslenskrar þjóðar? Fólki sem hafði ekki þor til að mótmæla gerræðislegum gjörningi tveggja manna . Gjörningi sem allavega jaðrar við landráð,er líklega landráð, sem brot gegn íslenskum þjóðarvilja.

 Þeir tóku sér vald sem þeir formlega höfðu ekki undir þessum kringumstæðum. Ekkert kallaði á svo skyndilega ákvörðun um þetta málefni, að ekki væri tími til að bera þetta undir utanríkismálanefnd, og eða Alþingi sjálft!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var hrein og klár lygi hjá Dóra og Dabba þeir fengu aldrei að sjá neinar upplýsingar heldur gleyptu þessir ræfilsdindlar lygina frá bushstjórninni hráa án nokkurra sannanna .

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Já frændi! Undirlægjuhátturinn við Búskinn var svo algjör, að þeir tóku ekki séns á að leyfa neinum öðrum að taka afstöðu til málsins af ótta við að það yrði eyðilagt fyrir þeim að fá að vera "SÉRSTAKIR VINIR" Bush the Great".

Kristján H Theódórsson, 8.5.2007 kl. 22:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei við getum ekki treyst slíku fólki.  Maður horfir á sleikjuskapinn í Sjávarútvegsráðherranum, þetta er maður sem lofaði fyrir síðustu kosningar að beita sér fyrir því að smábátar færu ekki inn í kvótakerfið.  Hann hefur í orði þóst vera andstæðingur kvótakerfisins, þess vegna var sérlega einkennilegt að horfa upp á manninn verja brottkastið um daginn.  Svei því bara, hversu lágt geta menn lagst í undirlægjuhætti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband