Unga fólkið skilur ekki óeðli kvótasetningar á atvinnuvegi!

Vaxin er úr grasi kynslóð sem þekkir ekki annan veruleika í tveimur af höfuð atvinnuvegum landsmanna til skamms tíma, sjávarútvegi og landbúnaði.  Að þessu fólki er í dag óspart logið af höfundum og helstu njótendum þessara vitlausu kerfa,að þessar greinar hafi verið komnar á þvílíkan vonarvöl um 1980 vegna stjórnleysis, að þessi úrræði hafi ein getað bjargað frá hruni.

Margt var auðvitað að fara úrskeiðis á þessum tíma ,en auðvitað mátti laga það allt með öðrum hætti, en að loka greinunum með kvótarugli eins og  gert var . Meint hrun fiskistofna sem var ein meginröksemdin fyrir fiskveiðistjórnun með þessum hætti,en að öllum líkindum var það rugl. Náttúrulegar sveiflur hafa allatíð verið í fiskistofnum, og menn stukku á eina niðursveifluna til að réttlæta kerfi sem hefur gert ma. skapara sína að milljarðamæringum en að öllum líkindum stuðlað frekar að aflasamdrætti og spillt fiskistofnum. 

 Í landbúnaðinum var það hins vegar takmarkaður markaður sem var réttlætingin fyrir kvótasetningunni. Þar var offramleiðsla m.a. í kjölfar óeðlilegra útflutningsbótareglu sem menn sáu ekki að sér í tíma að breyta. Og í stað þess að aðlaga greinina markaðnum með eðlilegum hætti , var stokkið á það ráð að pakka styrkjunum saman í grunninn að óeðlilegri forgjöf fyrir útvalda í bændastétt og nánast banna um tíma öðrum að framleiða óstyrktar vörur í samkeppni, enda svosem ekki auðvelt að standa undir því.

Í verslun hefur síðan einokuninni var aflétt verið talið nánast heilagt að varðveita verslunarfrelsið. Hægt er að sýna fram á með rökum að milljarðar tapast á ári hverju í gjaldþrotum sem verða í óheftri samkeppni í greininni. Eflaust gætu einhverjir fræðingar reiknað út fyrir "frjálshyggjumenn" þjóðarinnar , að það væri þjóðhagslega hagkvæmt að koma aftur á verslunareinokun, n.k. kvótasetningu á verslun . Hliðstætt og í landbúnaði er um takmarkaðan markað að ræða innanlands. Byggt yrði á "aflareynslu" þeirra sem fyrir eru í greininni, og verslunarsvæðum úthlutað til þeirra eftir fyrri viðskiptum. Aðilar gætu svo verslað með þessi réttindi sín á milli , þar til öll verslun væri komin á enn færri hendur.  Selt sig útúr greininni og flutt með afraksturinn jafnvel úr landi. Eftir stæði greinin skuldsettari en áður, og líklega yrði það kallað hagræðing, eða hvað?

Hvernig sæi unga fólkið það fyrir sér? Er þetta samlíking sem það skilur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband